Hrókeringar í fremstu línu Íslendingaliðsins í Kaupmannahöfn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. ágúst 2022 17:00 Peb Biel er á leið til Olympiacos í Grikklandi. Lars Ronbog/Getty Images Það stefnir í miklar breytingar á framlínu Danmerkurmeistara FC Kaupmannahafnar áður en félagaskiptaglugginn í Evrópu lokar á miðnætti. Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson ættu að njóta góðs af breytingunum. Hinn 25 ára gamli Pep Biel hefur verið aðalframherji FC Kaupmannahafnar undanfarið en hann gekk í raðir félagsins árið 2019. Biel hefur byrjað tímabilið af krafti og skorað sex mörk ásamt því að leggja upp þrjú í aðeins sjö leikjum í deild. Það virðist þó sem þjálfarateymi FCK vilji breyta til en Biel er á leið til Grikklands þar sem hann mun semja við Olympiacos. Olympiacos are set to sign Pep Biel on permanent deal from København for 8m fee. Full agreement now in place for Spanish midfielder. #OlympiacosThere will be also add-ons included in the negotiations. pic.twitter.com/GKKF45rMxj— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 31, 2022 Í hans stað snýr Andreas Cornelius aftur heim til Kaupmannahafnar. Hann er 29 ára gamall og hóf atvinnumannaferil sinn með FCK áður en hann fór til Cardiff City á Englandi. Þar stoppaði hann stutt og kom svo aftur til Kaupmannahafnar áður en hann fór til Ítalíu. Undanfarið tímabil hefur Cornelius leikið með Trabzonspor í Tyrklandi en FCK sló liðið út í leið sinni í riðlakeppni Meistaradeildar Evópu. Cornelius er mun hefðbundnari framherji en Biel. Á meðan Biel býður sig mikið í svæði og vill fá boltann þá er danski landsliðsmaðurinn 1.95 metrar á hæð og spilar eftir því. Andreas Cornelius er netop landet på dansk grund. Next Lægetjek Kontraktunderskrivelse Interviews#fcklive #Corneliusback #sldk pic.twitter.com/Ia7yckWCuU— F.C. København (@FCKobenhavn) August 31, 2022 Það ætti því að henta bæði Hákoni Arnari og Ísaki Bergmanni mun betur að spila með Cornelius þar sem Biel var oftar en ekki í því svæði þar sem Íslendingunum líður best. FC Kaupmannahöfn hefur farið illa af stað og er í 8. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með aðeins níu stig eftir sjö umferðir. Það er nægur tími til að vinna sig upp töfluna en liðið þarf að grafa djúpt ef það ætlar að eiga möguleika í Meistaradeild Evrópu. Þar bíða Manchester City, Borussia Dortmund og Sevilla. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Sjá meira
Hinn 25 ára gamli Pep Biel hefur verið aðalframherji FC Kaupmannahafnar undanfarið en hann gekk í raðir félagsins árið 2019. Biel hefur byrjað tímabilið af krafti og skorað sex mörk ásamt því að leggja upp þrjú í aðeins sjö leikjum í deild. Það virðist þó sem þjálfarateymi FCK vilji breyta til en Biel er á leið til Grikklands þar sem hann mun semja við Olympiacos. Olympiacos are set to sign Pep Biel on permanent deal from København for 8m fee. Full agreement now in place for Spanish midfielder. #OlympiacosThere will be also add-ons included in the negotiations. pic.twitter.com/GKKF45rMxj— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 31, 2022 Í hans stað snýr Andreas Cornelius aftur heim til Kaupmannahafnar. Hann er 29 ára gamall og hóf atvinnumannaferil sinn með FCK áður en hann fór til Cardiff City á Englandi. Þar stoppaði hann stutt og kom svo aftur til Kaupmannahafnar áður en hann fór til Ítalíu. Undanfarið tímabil hefur Cornelius leikið með Trabzonspor í Tyrklandi en FCK sló liðið út í leið sinni í riðlakeppni Meistaradeildar Evópu. Cornelius er mun hefðbundnari framherji en Biel. Á meðan Biel býður sig mikið í svæði og vill fá boltann þá er danski landsliðsmaðurinn 1.95 metrar á hæð og spilar eftir því. Andreas Cornelius er netop landet på dansk grund. Next Lægetjek Kontraktunderskrivelse Interviews#fcklive #Corneliusback #sldk pic.twitter.com/Ia7yckWCuU— F.C. København (@FCKobenhavn) August 31, 2022 Það ætti því að henta bæði Hákoni Arnari og Ísaki Bergmanni mun betur að spila með Cornelius þar sem Biel var oftar en ekki í því svæði þar sem Íslendingunum líður best. FC Kaupmannahöfn hefur farið illa af stað og er í 8. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með aðeins níu stig eftir sjö umferðir. Það er nægur tími til að vinna sig upp töfluna en liðið þarf að grafa djúpt ef það ætlar að eiga möguleika í Meistaradeild Evrópu. Þar bíða Manchester City, Borussia Dortmund og Sevilla.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Sjá meira