Olís-spá karla 2022-23: Nýtt upphaf hjá Fram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. september 2022 10:01 Handboltalið Fram hefja nýtt líf á nýjum heimavelli í vetur. vísir/daníel Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 6. sæti Olís-deildar karla í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 8. september. Íþróttadeild spáir Fram 6. sæti Olís-deildar karla í vetur og að liðið klífi því upp um tvö sæti frá síðasta tímabili. Eftir fjögur ár í limbóinu sem enginn vill vera í, 9. og 10. sæti Olís-deildarinnar, komst Fram í úrslitakeppnina á síðasta tímabili, þökk sé ævintýralegum endaspretti. Nokkrir leikmenn Frammara heltust úr lestinni vegna meiðsla en ungir og efnilegir menn, þeir Kjartan Þór Júlíusson, Reynir Þór Stefánsson og Stefán Orri Arnalds, tóku við keflinu og áttu stóran þátt í því að Fram komst í átta-liða úrslit. Þar reyndist Valur hins vegar allt of stór biti. Fram hefur sennilega verið liða virkast á félagaskiptamarkaðnum í sumar. Liðið fékk Alexander Má Egan frá Selfossi, Ólaf Brim Stefánsson og Ívar Loga Styrmisson frá Gróttu og tvo leikmenn frá Bregenz í Austurríki; línumanninn Marko Coric og hægri skyttuna Luka Vukicevic. Þeir eiga að fylla skörð Færeyinganna Rógva Dals Christiansen og Vilhelms Poulsen. Það eru ekki bara ný andlit í leikmannahópi Fram heldur er félagið komið á nýjan völl á nýju heimasvæði þess í Úlfarsárdalnum. Frammarar kvöddu Safamýrina eftir síðasta tímabil og afhentu Víkingum lyklana að henni. Fram er með einna breiðasta hópinn í deildinni og fínustu blöndu af eldri og yngri leikmönnum. Leikmenn liðsins er flestir svipaðir að getu en það vantar fleiri afgerandi spilara til að velgja sterkustu liðum landsins undir uggum. En eftir ládeyðu, nánast alveg eftir Íslandsmeistaratitilinn 2013, horfir til betri vegar hjá Fram og að komast í úrslitakeppnina á að vera lágmarkskrafa hjá liðinu í vetur. Gengi Fram undanfarinn áratug 2021-22: 8. sæti+átta liða úrslit 2020-21: 9. sæti 2019-20 9. sæti 2018-19 10. sæti 2017-18 10. sæti 2016-17 6. sæti+átta liða úrslit+bikarúrslit 2015-16 7. sæti+átta liða úrslit 2014-15 8. sæti+átta liða úrslit 2013-14 5. sæti 2012-13 3. sæti+Íslandsmeistari Lykilmaðurinn Þorsteinn Gauti Hjálmarsson í kunnuglegri stöðu.vísir/hulda margrét Þorsteinn Gauti Hjálmarsson sneri aftur til Fram fyrir síðasta tímabil eftir að hafa spilað fyrir Aftureldingu. Hann er afar beittur sóknarmaður, skýtur mikið og skorar mikið. Þorsteinn Gauti klárar flestar sóknir Fram og þarf að eiga gott tímabil fyrir þá bláu í vetur. Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Luka Vukievic frá Bregenz (Austurríki) Alexander Már Egan frá Selfossi Marko Coric frá Bregenz (Austurríki) Ólafur Brim Stefánsson frá Gróttu Ívar Logi Styrmisson frá Gróttu Farnir: Vilhelm Poulsen til Lemvig (Danmörku) Kristinn Elísberg Bjarkason hættur Valtýr Már Hákonarson hættur Sigurður Örn Þorsteinsson hættur Rógvi Dal Christiansen Markaðseinkunn (A-C): A Fortíðarhetja sem gæti nýst í vetur Fram hefur allajafna státað af framúrskarandi hægri skyttum og það er kannski staðan sem Einar Jónsson myndi helst vilja styrkja. Vukievic og Kjartan Þór eru mjög efnilegir og munu þó eflaust skila sínum hlutverkum vel í vetur. En það væri gaman að sjá Fram með kanónu í hægri skyttustöðunni. Og hver væri betri en sá besti, að eigin mati, sjálfur Jóhann Gunnar Einarsson. Það er þó vonandi að Einar fái engar grillur um að hringja í sinn gamla lærisvein sem hefur nóg að gera í Seinni bylgjunni og kenna börnum. Olís-deild karla Fram Reykjavík Tengdar fréttir Olís-spá karla 2022-23: Í skuld eftir skelfinguna síðast Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Aftureldingu 7. sæti Olís-deildar karla í vetur. 3. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Hefðu þurft að nýta blikið betur Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 8. sæti Olís-deildar karla í vetur. 2. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Rúnir inn að skinni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 9. sæti Olís-deildar karla í vetur. 1. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Komnir með silfurdreng í brúna en fastir í sínu sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 10. sæti Olís-deildar karla í vetur. 31. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. 30. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 8. september. Íþróttadeild spáir Fram 6. sæti Olís-deildar karla í vetur og að liðið klífi því upp um tvö sæti frá síðasta tímabili. Eftir fjögur ár í limbóinu sem enginn vill vera í, 9. og 10. sæti Olís-deildarinnar, komst Fram í úrslitakeppnina á síðasta tímabili, þökk sé ævintýralegum endaspretti. Nokkrir leikmenn Frammara heltust úr lestinni vegna meiðsla en ungir og efnilegir menn, þeir Kjartan Þór Júlíusson, Reynir Þór Stefánsson og Stefán Orri Arnalds, tóku við keflinu og áttu stóran þátt í því að Fram komst í átta-liða úrslit. Þar reyndist Valur hins vegar allt of stór biti. Fram hefur sennilega verið liða virkast á félagaskiptamarkaðnum í sumar. Liðið fékk Alexander Má Egan frá Selfossi, Ólaf Brim Stefánsson og Ívar Loga Styrmisson frá Gróttu og tvo leikmenn frá Bregenz í Austurríki; línumanninn Marko Coric og hægri skyttuna Luka Vukicevic. Þeir eiga að fylla skörð Færeyinganna Rógva Dals Christiansen og Vilhelms Poulsen. Það eru ekki bara ný andlit í leikmannahópi Fram heldur er félagið komið á nýjan völl á nýju heimasvæði þess í Úlfarsárdalnum. Frammarar kvöddu Safamýrina eftir síðasta tímabil og afhentu Víkingum lyklana að henni. Fram er með einna breiðasta hópinn í deildinni og fínustu blöndu af eldri og yngri leikmönnum. Leikmenn liðsins er flestir svipaðir að getu en það vantar fleiri afgerandi spilara til að velgja sterkustu liðum landsins undir uggum. En eftir ládeyðu, nánast alveg eftir Íslandsmeistaratitilinn 2013, horfir til betri vegar hjá Fram og að komast í úrslitakeppnina á að vera lágmarkskrafa hjá liðinu í vetur. Gengi Fram undanfarinn áratug 2021-22: 8. sæti+átta liða úrslit 2020-21: 9. sæti 2019-20 9. sæti 2018-19 10. sæti 2017-18 10. sæti 2016-17 6. sæti+átta liða úrslit+bikarúrslit 2015-16 7. sæti+átta liða úrslit 2014-15 8. sæti+átta liða úrslit 2013-14 5. sæti 2012-13 3. sæti+Íslandsmeistari Lykilmaðurinn Þorsteinn Gauti Hjálmarsson í kunnuglegri stöðu.vísir/hulda margrét Þorsteinn Gauti Hjálmarsson sneri aftur til Fram fyrir síðasta tímabil eftir að hafa spilað fyrir Aftureldingu. Hann er afar beittur sóknarmaður, skýtur mikið og skorar mikið. Þorsteinn Gauti klárar flestar sóknir Fram og þarf að eiga gott tímabil fyrir þá bláu í vetur. Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Luka Vukievic frá Bregenz (Austurríki) Alexander Már Egan frá Selfossi Marko Coric frá Bregenz (Austurríki) Ólafur Brim Stefánsson frá Gróttu Ívar Logi Styrmisson frá Gróttu Farnir: Vilhelm Poulsen til Lemvig (Danmörku) Kristinn Elísberg Bjarkason hættur Valtýr Már Hákonarson hættur Sigurður Örn Þorsteinsson hættur Rógvi Dal Christiansen Markaðseinkunn (A-C): A Fortíðarhetja sem gæti nýst í vetur Fram hefur allajafna státað af framúrskarandi hægri skyttum og það er kannski staðan sem Einar Jónsson myndi helst vilja styrkja. Vukievic og Kjartan Þór eru mjög efnilegir og munu þó eflaust skila sínum hlutverkum vel í vetur. En það væri gaman að sjá Fram með kanónu í hægri skyttustöðunni. Og hver væri betri en sá besti, að eigin mati, sjálfur Jóhann Gunnar Einarsson. Það er þó vonandi að Einar fái engar grillur um að hringja í sinn gamla lærisvein sem hefur nóg að gera í Seinni bylgjunni og kenna börnum.
2021-22: 8. sæti+átta liða úrslit 2020-21: 9. sæti 2019-20 9. sæti 2018-19 10. sæti 2017-18 10. sæti 2016-17 6. sæti+átta liða úrslit+bikarúrslit 2015-16 7. sæti+átta liða úrslit 2014-15 8. sæti+átta liða úrslit 2013-14 5. sæti 2012-13 3. sæti+Íslandsmeistari
Komnir: Luka Vukievic frá Bregenz (Austurríki) Alexander Már Egan frá Selfossi Marko Coric frá Bregenz (Austurríki) Ólafur Brim Stefánsson frá Gróttu Ívar Logi Styrmisson frá Gróttu Farnir: Vilhelm Poulsen til Lemvig (Danmörku) Kristinn Elísberg Bjarkason hættur Valtýr Már Hákonarson hættur Sigurður Örn Þorsteinsson hættur Rógvi Dal Christiansen Markaðseinkunn (A-C): A
Olís-deild karla Fram Reykjavík Tengdar fréttir Olís-spá karla 2022-23: Í skuld eftir skelfinguna síðast Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Aftureldingu 7. sæti Olís-deildar karla í vetur. 3. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Hefðu þurft að nýta blikið betur Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 8. sæti Olís-deildar karla í vetur. 2. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Rúnir inn að skinni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 9. sæti Olís-deildar karla í vetur. 1. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Komnir með silfurdreng í brúna en fastir í sínu sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 10. sæti Olís-deildar karla í vetur. 31. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. 30. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Olís-spá karla 2022-23: Í skuld eftir skelfinguna síðast Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Aftureldingu 7. sæti Olís-deildar karla í vetur. 3. september 2022 10:00
Olís-spá karla 2022-23: Hefðu þurft að nýta blikið betur Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 8. sæti Olís-deildar karla í vetur. 2. september 2022 10:00
Olís-spá karla 2022-23: Rúnir inn að skinni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 9. sæti Olís-deildar karla í vetur. 1. september 2022 10:00
Olís-spá karla 2022-23: Komnir með silfurdreng í brúna en fastir í sínu sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 10. sæti Olís-deildar karla í vetur. 31. ágúst 2022 10:01
Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. 30. ágúst 2022 10:01
Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00