Skutu niður dróna frá Kína Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2022 10:36 Kinmen-eyjur eru nálægt meginlandi Kína. Hér má sjá eina eyjuna, sem Taívanar stjórna, og í bakgrunni er borgin Xiamen í Kína. Getty/An Rong Xu Her Taívans skaut niður dróna sem flogið var inn í lofthelgi ríkisins við litlar eyjur við strendur Kína sem Taívanar stjórna. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist en svo virðist sem ekki hafi verið um herdróna að ræða. Ráðamenn í Taipei hafa heitið því að bregðast af hörku við auknum ágangi Kínverja á undanförnum vikum en fyrr í vikunni skutu Taívanar viðvörunarskotum að dróna á svipuðum slóðum. Drónanum var flogið inn í lofthelgi Taívans um klukkan fjögur í nótt, að staðartíma. Samkvæmt frétt Reuters var viðvörunarskotum skotið að drónanum, áður en hann var skotinn niður af hermönnum. Dróninn brotlenti í sjónum við eyjarnar. Sambærilegt atvik átti sér stað í gærmorgun þar sem dróna var snúið við til meginlandsins eftir að viðvörunarskotum var skotið að honum. Tsai Ing-wen, forseti Taívans, segir Kínverja reyna að nota dróna, auk annarra leiða, til að reyna að ógna Taívönum. Í yfirlýsingu frá henni segir að Taívanar muni ekki reyna að ögra Kínverjum en þeir muni ekki standa aðgerðarlausir gagnvart ögrunum frá Kína. Bandarískir þingmenn og aðrir embættismenn hafa á undanförnum vikum heimsótt Taívan og ríkin hafa einnig gert samkomulag um vopnakaup. Samhliða því hafa Kínverjar fjölgað heræfingum í grend við Taívan og aukið umfang þeirra. Doug Ducey, ríkisstjóri Arizona í Bandaríkjunum, heimsótti Taívan um síðustu helgi og fundaði þar með Tsai Ing-wen, forseta.AP/Forsetaembætti Taívans Auknar áhyggjur af innrás Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt það „óhjákvæmilegt“ að Taívan verði hluti af Kína. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Ráðamenn í Kína eru mótfallnir því að Taívanar eigi í opinberum samskiptum við önnur ríki. Áhyggjur af mögulegri innrás Kínverja í Taívan hafa aukist á undanförnum árum. Sjá einnig: Útsendarar Kína í innsta hring herafla Taívans og meðal lífvarða forsetans Taívan hefur staðið frammi fyrir mögulegri innrás frá Kína í áratugi. Undanfarin ár hafa þó orðið mikilvægar breytingar sitthvoru megin við Taívansund. Samhliða því að sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan, hefur geta herafla ríkisins dregist saman. Um þrjár milljónir manna eru í varalið herafla Taívans en meirihluti þeirra segist litla sem enga þjálfun hafa fengið. Taívan Kína Tengdar fréttir Sigldu í gegnum Taívansund í fyrsta sinn frá heimsókn Pelosi Bandarísk herskip sigldu um Taívansund í fyrsta sinn í dag eftir umdeilda heimsókn Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins, til Taívan í ágústbyrjun. Kínverjar segjast vakta bandarísku skipin og hafa efnt til heræfinga á svæðinu í dag. Spennan hefur því sjaldan verið meiri á svæðinu. 28. ágúst 2022 09:44 Öldungadeildarþingmenn hitta leiðtoga Taívan þrátt fyrir reiði Kína Sendinefnd öldungadeildar Bandaríkjanna mun í dag funda með Tsai Ing-wen, forseta Taívan, þrátt fyrir reiði Kínverja. Fundurinn er sagður enn ein yfirlýsing Bandaríkjana á stuðningi þeirra við eyríkið, sem kínversk yfirvöld segja hluta af Kína. 15. ágúst 2022 07:54 Bandarískir þingmenn stinga óvænt upp kollinum í Taívan Fimm bandarískir þingmenn fóru í morgun í óvænta heimsókn til Taívans, þar sem þeir munu meðal annars funda með forseta eyríkisins. Tæpar tvær vikur eru síðan Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, fór til Taívans en sú ferð reitti ráðamenn í Kína til mikillar reiði. 14. ágúst 2022 14:58 Hóta harkalegum viðbrögðum við heimsókn til Taívans Ráðamenn í Kína vöruðu í morgun við harkalegum viðbrögðum við mögulegri ferð Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til Taívans í næsta mánuði. Heimsókn Pelosi, sem hefur lengi verið gagnrýnin í garð Kína, muni hafa alvarlegar afleiðingar. 19. júlí 2022 10:43 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fer vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Ráðamenn í Taipei hafa heitið því að bregðast af hörku við auknum ágangi Kínverja á undanförnum vikum en fyrr í vikunni skutu Taívanar viðvörunarskotum að dróna á svipuðum slóðum. Drónanum var flogið inn í lofthelgi Taívans um klukkan fjögur í nótt, að staðartíma. Samkvæmt frétt Reuters var viðvörunarskotum skotið að drónanum, áður en hann var skotinn niður af hermönnum. Dróninn brotlenti í sjónum við eyjarnar. Sambærilegt atvik átti sér stað í gærmorgun þar sem dróna var snúið við til meginlandsins eftir að viðvörunarskotum var skotið að honum. Tsai Ing-wen, forseti Taívans, segir Kínverja reyna að nota dróna, auk annarra leiða, til að reyna að ógna Taívönum. Í yfirlýsingu frá henni segir að Taívanar muni ekki reyna að ögra Kínverjum en þeir muni ekki standa aðgerðarlausir gagnvart ögrunum frá Kína. Bandarískir þingmenn og aðrir embættismenn hafa á undanförnum vikum heimsótt Taívan og ríkin hafa einnig gert samkomulag um vopnakaup. Samhliða því hafa Kínverjar fjölgað heræfingum í grend við Taívan og aukið umfang þeirra. Doug Ducey, ríkisstjóri Arizona í Bandaríkjunum, heimsótti Taívan um síðustu helgi og fundaði þar með Tsai Ing-wen, forseta.AP/Forsetaembætti Taívans Auknar áhyggjur af innrás Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt það „óhjákvæmilegt“ að Taívan verði hluti af Kína. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Ráðamenn í Kína eru mótfallnir því að Taívanar eigi í opinberum samskiptum við önnur ríki. Áhyggjur af mögulegri innrás Kínverja í Taívan hafa aukist á undanförnum árum. Sjá einnig: Útsendarar Kína í innsta hring herafla Taívans og meðal lífvarða forsetans Taívan hefur staðið frammi fyrir mögulegri innrás frá Kína í áratugi. Undanfarin ár hafa þó orðið mikilvægar breytingar sitthvoru megin við Taívansund. Samhliða því að sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan, hefur geta herafla ríkisins dregist saman. Um þrjár milljónir manna eru í varalið herafla Taívans en meirihluti þeirra segist litla sem enga þjálfun hafa fengið.
Taívan Kína Tengdar fréttir Sigldu í gegnum Taívansund í fyrsta sinn frá heimsókn Pelosi Bandarísk herskip sigldu um Taívansund í fyrsta sinn í dag eftir umdeilda heimsókn Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins, til Taívan í ágústbyrjun. Kínverjar segjast vakta bandarísku skipin og hafa efnt til heræfinga á svæðinu í dag. Spennan hefur því sjaldan verið meiri á svæðinu. 28. ágúst 2022 09:44 Öldungadeildarþingmenn hitta leiðtoga Taívan þrátt fyrir reiði Kína Sendinefnd öldungadeildar Bandaríkjanna mun í dag funda með Tsai Ing-wen, forseta Taívan, þrátt fyrir reiði Kínverja. Fundurinn er sagður enn ein yfirlýsing Bandaríkjana á stuðningi þeirra við eyríkið, sem kínversk yfirvöld segja hluta af Kína. 15. ágúst 2022 07:54 Bandarískir þingmenn stinga óvænt upp kollinum í Taívan Fimm bandarískir þingmenn fóru í morgun í óvænta heimsókn til Taívans, þar sem þeir munu meðal annars funda með forseta eyríkisins. Tæpar tvær vikur eru síðan Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, fór til Taívans en sú ferð reitti ráðamenn í Kína til mikillar reiði. 14. ágúst 2022 14:58 Hóta harkalegum viðbrögðum við heimsókn til Taívans Ráðamenn í Kína vöruðu í morgun við harkalegum viðbrögðum við mögulegri ferð Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til Taívans í næsta mánuði. Heimsókn Pelosi, sem hefur lengi verið gagnrýnin í garð Kína, muni hafa alvarlegar afleiðingar. 19. júlí 2022 10:43 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fer vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Sigldu í gegnum Taívansund í fyrsta sinn frá heimsókn Pelosi Bandarísk herskip sigldu um Taívansund í fyrsta sinn í dag eftir umdeilda heimsókn Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins, til Taívan í ágústbyrjun. Kínverjar segjast vakta bandarísku skipin og hafa efnt til heræfinga á svæðinu í dag. Spennan hefur því sjaldan verið meiri á svæðinu. 28. ágúst 2022 09:44
Öldungadeildarþingmenn hitta leiðtoga Taívan þrátt fyrir reiði Kína Sendinefnd öldungadeildar Bandaríkjanna mun í dag funda með Tsai Ing-wen, forseta Taívan, þrátt fyrir reiði Kínverja. Fundurinn er sagður enn ein yfirlýsing Bandaríkjana á stuðningi þeirra við eyríkið, sem kínversk yfirvöld segja hluta af Kína. 15. ágúst 2022 07:54
Bandarískir þingmenn stinga óvænt upp kollinum í Taívan Fimm bandarískir þingmenn fóru í morgun í óvænta heimsókn til Taívans, þar sem þeir munu meðal annars funda með forseta eyríkisins. Tæpar tvær vikur eru síðan Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, fór til Taívans en sú ferð reitti ráðamenn í Kína til mikillar reiði. 14. ágúst 2022 14:58
Hóta harkalegum viðbrögðum við heimsókn til Taívans Ráðamenn í Kína vöruðu í morgun við harkalegum viðbrögðum við mögulegri ferð Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til Taívans í næsta mánuði. Heimsókn Pelosi, sem hefur lengi verið gagnrýnin í garð Kína, muni hafa alvarlegar afleiðingar. 19. júlí 2022 10:43
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent