Lífið

Breytingar í lífi Brynju Dan

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Brynja Dan Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi í Hafnarfirði hefur sett mikla áherslu á málefni barna í sínum störfum. Sjálf á hún einn son. 
Brynja Dan Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi í Hafnarfirði hefur sett mikla áherslu á málefni barna í sínum störfum. Sjálf á hún einn son.  Aldís Pálsdóttir

Brynja Dan Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi og Birgir Örn Birgisson flugmaður hafa slitið sambandi sínu.

Samkvæmt frétt Smartlands hættu þau saman í byrjun árs. Parið átti saman íbúð í Garðabæ. Brynja starfar sem bæjarfulltrúi í Garðabæ og leiðir einnig starfshóp um forvarnir og viðbrögð við áföllum í lífi barna. Samhliða þessu rekur hún verslunina Extraloppuna í Smáralind.

Brynja hélt upp á 37 ára afmælið sitt á dögunum. Í færslu á Instagram skrifaði hún:

„Þakklát fyrir fólkið mitt... Mér skilst að lífið sé rétt að byrja.“

Tengdar fréttir

Hyggjast stórefla hinsegin fræðslu í Garðabæ

Bæjarráð Garðabæjar samþykkti á fundi sínum í morgun að fela fræðslu- og menningarsviði að ganga til viðræðna við Samtökin ’78 um samstarfssamning, með það fyrir augum að stórefla hinsegin fræðslu og meðvitund um hinsegin málefni í sveitarfélaginu.

Brynja Dan oddviti Framsóknar í Garðabæ

Brynja Dan Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri og varaþingmaður, skipar fyrsta sætið á lista Framsóknarflokksins í Garðabæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.