Ræddu um leikmannarót íslenska landsliðsins:„Gerir þetta ekki nema eitthvað sé virkilega að“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. september 2022 07:01 Sérfræðingar Bestu markanna voru sammála um það að of mikið rót hafi verið á íslenska kvennalandsliðinu á EM í sumar. Vísir/Stöð 2 Sport Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM í dag og því var liðið eðlilega til umræðu í seinasta þætti af Bestu mörkunum. Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar þáttarins ræddu um það hversu margir leikmenn liðsins spiluðu á EM í sumar og voru sammála um það að of mikið rót hafi verið á liðinu. „Guðrún [Arnardóttir] hefur komið og svona tekið hafsentastöðuna við hliðina á Glódísi [Perlu Viggósdóttir] og gert það mjög vel,“ sagði Helena í upphafi innslagsins. „Hún spilar tvo fyrstu leikina á móti Belgum og Ítölum, en er svo tekin út á móti Frökkum og Ingibjörg [Sigurðardóttir] kemur inn. Það fannst mér annað spurningarmerki. Af hverju þurfti að breyta þessu?“ Þær Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir voru sérfræðingar þáttarins og þær tóku í sama streng. Þær bentu á að Ísland hafi verið eina liðið á mótinu sem notaði alla sína útileikmenn, alls tuttugu leikmenn í aðeins þremur leikjum. „Mér fannst Guðrún fyrir mótið búin að vera virkilega góð. Þær ná vel saman og töluðu um það báðar, Glódís og Guðrún, og mér fannst þær báðar góðar,“ sagði Ásgerður. „Ég myndi skilja það betur ef hann vildi fá betur spilandi miðvörð, en það er ekki helsti kosturinn hennar Ingibjargar að spila út úr vörninni. Hún er ekki betri í því en Guðrún þannig ég skildi ekki breytinguna.“ Bára var sammála Ásgerði og gagnrýndi þessa ákvörðun landsliðsþjálfarans að vera að róta svona mikið í liðinu. „Það er eitt að breyta bakvörðum eins og við töluðum um. Meiri hlaup upp og niður vængina ef þú ert að sækja mikið upp, en að breyta miðvarðarpari, mér finnst að þú gerir þetta ekki nema eitthvað sé virkilega að,“ sagði Bára. „Ef það er eitthvað eins og að spila út úr vörninni eða eitthvað svoleiðis þá ætti maður alltaf að geta leyst það með einhverjum taktískum æfingum eða fara yfir eitthvað ákveðið til að finna lausnir. Mér fannst þetta ótrúlega skrýtið útspil og við spilum öllum leikmönnunum á þessu móti.“ Ásgerður bendir þá á það að hún sé nokkuð viss um að Ísland hafi verið eina liðið sem notaði alla sína leikmenn á mótinu. „Við vorum að ég held eina liðið sem spilaði öllum leikönnunum. Það kemur á óvart. Ég veit að þetta er kannski ekki besta dæmið, en England byrjar sama byrjunarliðinu í öllum leikjunum sínum og gerir svo bara snemmbúnar skiptingar.“ „Að hafa rútínu í þessu, ég er ekki að segja að leikmenn eigi sínar stöður, en að spila tuttugu leikmönnum í þremur leikjum. Þá ertu bara ekki búinn að finna liðið þitt og ert ekki búinn að finna taktinn hvernig þú vilt spila. Þannig að ég set spurningarmerki við það að við spilum hverjum einasta leikmanni,“ sagði Ásgerður að lokum, en innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin - Allar spiluðu á EM Bestu mörkin Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
„Guðrún [Arnardóttir] hefur komið og svona tekið hafsentastöðuna við hliðina á Glódísi [Perlu Viggósdóttir] og gert það mjög vel,“ sagði Helena í upphafi innslagsins. „Hún spilar tvo fyrstu leikina á móti Belgum og Ítölum, en er svo tekin út á móti Frökkum og Ingibjörg [Sigurðardóttir] kemur inn. Það fannst mér annað spurningarmerki. Af hverju þurfti að breyta þessu?“ Þær Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir voru sérfræðingar þáttarins og þær tóku í sama streng. Þær bentu á að Ísland hafi verið eina liðið á mótinu sem notaði alla sína útileikmenn, alls tuttugu leikmenn í aðeins þremur leikjum. „Mér fannst Guðrún fyrir mótið búin að vera virkilega góð. Þær ná vel saman og töluðu um það báðar, Glódís og Guðrún, og mér fannst þær báðar góðar,“ sagði Ásgerður. „Ég myndi skilja það betur ef hann vildi fá betur spilandi miðvörð, en það er ekki helsti kosturinn hennar Ingibjargar að spila út úr vörninni. Hún er ekki betri í því en Guðrún þannig ég skildi ekki breytinguna.“ Bára var sammála Ásgerði og gagnrýndi þessa ákvörðun landsliðsþjálfarans að vera að róta svona mikið í liðinu. „Það er eitt að breyta bakvörðum eins og við töluðum um. Meiri hlaup upp og niður vængina ef þú ert að sækja mikið upp, en að breyta miðvarðarpari, mér finnst að þú gerir þetta ekki nema eitthvað sé virkilega að,“ sagði Bára. „Ef það er eitthvað eins og að spila út úr vörninni eða eitthvað svoleiðis þá ætti maður alltaf að geta leyst það með einhverjum taktískum æfingum eða fara yfir eitthvað ákveðið til að finna lausnir. Mér fannst þetta ótrúlega skrýtið útspil og við spilum öllum leikmönnunum á þessu móti.“ Ásgerður bendir þá á það að hún sé nokkuð viss um að Ísland hafi verið eina liðið sem notaði alla sína leikmenn á mótinu. „Við vorum að ég held eina liðið sem spilaði öllum leikönnunum. Það kemur á óvart. Ég veit að þetta er kannski ekki besta dæmið, en England byrjar sama byrjunarliðinu í öllum leikjunum sínum og gerir svo bara snemmbúnar skiptingar.“ „Að hafa rútínu í þessu, ég er ekki að segja að leikmenn eigi sínar stöður, en að spila tuttugu leikmönnum í þremur leikjum. Þá ertu bara ekki búinn að finna liðið þitt og ert ekki búinn að finna taktinn hvernig þú vilt spila. Þannig að ég set spurningarmerki við það að við spilum hverjum einasta leikmanni,“ sagði Ásgerður að lokum, en innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin - Allar spiluðu á EM
Bestu mörkin Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira