Börsungar rúlluðu yfir Sevilla Arnar Geir Halldórsson skrifar 3. september 2022 21:00 Lewandowski á skotskónum. vísir/Getty Barcelona átti ekki í neinum vandræðum með Sevilla í stórleik helgarinnar í spænsku úrvalsdeildinni. Leikið var á heimavelli Sevilla en gestirnir hófu leikinn af miklum krafti og strax á 21.mínútu náði Brasilíumaðurinn Raphinha forystunni fyrir Barcelona. Pólski markahrókurinn Robert Lewandowski hefur tekið spænska boltann með trukki og hann hélt uppteknum hætti í markaskorun í kvöld og kom Börsungum í 0-2 á 36.mínútu. Síðari hálfleikur var svo aðeins fimm mínútna gamall þegar Eric Garcia kom Börsungum í 0-3 eftir stoðsendingu frá Jules Kounde sem gekk til liðs við Barcelona frá Sevilla í sumar. Barcelona er með tíu stig eftir fjóra leiki og með markatöluna 11-1. Spænski boltinn
Barcelona átti ekki í neinum vandræðum með Sevilla í stórleik helgarinnar í spænsku úrvalsdeildinni. Leikið var á heimavelli Sevilla en gestirnir hófu leikinn af miklum krafti og strax á 21.mínútu náði Brasilíumaðurinn Raphinha forystunni fyrir Barcelona. Pólski markahrókurinn Robert Lewandowski hefur tekið spænska boltann með trukki og hann hélt uppteknum hætti í markaskorun í kvöld og kom Börsungum í 0-2 á 36.mínútu. Síðari hálfleikur var svo aðeins fimm mínútna gamall þegar Eric Garcia kom Börsungum í 0-3 eftir stoðsendingu frá Jules Kounde sem gekk til liðs við Barcelona frá Sevilla í sumar. Barcelona er með tíu stig eftir fjóra leiki og með markatöluna 11-1.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti