Loginn brennur á ný í Seinni bylgjunni: „Ætlum að koma þessu í nýjar hæðir“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. september 2022 09:31 Logi Geirsson með allt upp á tíu, Elvis-gleraugu og hneppt niður á nafla. stöð 2 Áhöfn Seinni bylgjunnar fyrir tímabilið 2022-23 er nú fullmönnuð. Síðastur, en alls ekki sístur, til að koma um borð er sjálfur Logi Geirsson. Silfurdrengurinn úr Hafnarfirðinum er ekki ókunnur Seinni bylgjunni en hann var sérfræðingur hennar um tveggja ára skeið. Logi iðar í skinninu að hefjast handa. „Ég get eiginlega ekki beðið. Það er mikið af spennandi hlutum að gerast, deildin aldrei jafn sterk og það sem mér finnst vera helsti munurinn á henni, og ástæðan fyrir því að mig langaði að koma aftur, að þetta er að færast úr því að vera áhugamennska yfir í hálf atvinnumennsku,“ sagði Logi sem ætlar að láta til sín taka á skjánum í vetur. „Ég ætla að færa þetta upp á við. Það er sveifla með handboltanum. Landsliðinu gekk vel á EM, allir eru spenntir fyrir HM og margir nýir iðkendur. Fólk veit þegar ég er í sjónvarpinu að það verður alltaf eitthvað nýtt, ferskt og gaman. Þetta verður gott sjónvarp og við ætlum að koma þessu í nýjar hæðir með frábæru teymi.“ En hverju á Logi von á í Olís-deildinni í vetur? „Þessi klisja að deildin sé alltaf að verða sterkari og sterkari með hverju árinu er sönn. Við sjáum það í Evrópukeppninni. Síðustu tíu árin hef ég talað um að koma okkur á þann stað að vera samkeppnishæfir við þessi lið í Evrópu. Á síðustu árum höfum við sýnt að við erum ansi nálægt þeim. Menn eru að setja meira í þetta. Við erum að fá fleiri góða handboltamenn, æfum meira og stöndumst stóru liðunum snúning,“ svaraði Logi. Klippa: Logi kominn aftur Auk Loga verða Arnar Daði Arnarsson, Theodór Ingi Pálmason, Þorgrímur Smári Ólafsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Jóhann Gunnar Einarsson í sérfræðingateymi Seinni bylgjunnar. Þeir þrír síðastnefndu verða í upphitunarþætti fyrir tímabilið sem verður á dagskrá Stöðvar 2 Sports klukkan 22:00 á mánudaginn. Keppnistímabilið 2022-23 hefst formlega í dag þegar Valur og KA eigast við í Meistarakeppni HSÍ á Hlíðarenda. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Olís-deild karla Seinni bylgjan Tengdar fréttir Nýr liðsmaður Seinni bylgjunnar lofar hressleika í bland við skynsemi Þorgrímur Smári Ólafsson mun bregða sér í nýtt hlutverk í vetur. Í stað þess að djöflast á parketinu mun hann sitja í setti upp á Suðurlandsbraut, eða á vellinum, og fara með þjóðinni yfir það sem hefur gerst í Olís deild karla. 18. ágúst 2022 15:01 „Vil ekki meina að ég sé grimmur þótt ég sé hreinskilinn“ Arnar Daði Arnarsson kveðst fullur tilhlökkunar að takast á við nýtt hlutverk, að vera sérfræðingur í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport. 11. ágúst 2022 11:00 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Silfurdrengurinn úr Hafnarfirðinum er ekki ókunnur Seinni bylgjunni en hann var sérfræðingur hennar um tveggja ára skeið. Logi iðar í skinninu að hefjast handa. „Ég get eiginlega ekki beðið. Það er mikið af spennandi hlutum að gerast, deildin aldrei jafn sterk og það sem mér finnst vera helsti munurinn á henni, og ástæðan fyrir því að mig langaði að koma aftur, að þetta er að færast úr því að vera áhugamennska yfir í hálf atvinnumennsku,“ sagði Logi sem ætlar að láta til sín taka á skjánum í vetur. „Ég ætla að færa þetta upp á við. Það er sveifla með handboltanum. Landsliðinu gekk vel á EM, allir eru spenntir fyrir HM og margir nýir iðkendur. Fólk veit þegar ég er í sjónvarpinu að það verður alltaf eitthvað nýtt, ferskt og gaman. Þetta verður gott sjónvarp og við ætlum að koma þessu í nýjar hæðir með frábæru teymi.“ En hverju á Logi von á í Olís-deildinni í vetur? „Þessi klisja að deildin sé alltaf að verða sterkari og sterkari með hverju árinu er sönn. Við sjáum það í Evrópukeppninni. Síðustu tíu árin hef ég talað um að koma okkur á þann stað að vera samkeppnishæfir við þessi lið í Evrópu. Á síðustu árum höfum við sýnt að við erum ansi nálægt þeim. Menn eru að setja meira í þetta. Við erum að fá fleiri góða handboltamenn, æfum meira og stöndumst stóru liðunum snúning,“ svaraði Logi. Klippa: Logi kominn aftur Auk Loga verða Arnar Daði Arnarsson, Theodór Ingi Pálmason, Þorgrímur Smári Ólafsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Jóhann Gunnar Einarsson í sérfræðingateymi Seinni bylgjunnar. Þeir þrír síðastnefndu verða í upphitunarþætti fyrir tímabilið sem verður á dagskrá Stöðvar 2 Sports klukkan 22:00 á mánudaginn. Keppnistímabilið 2022-23 hefst formlega í dag þegar Valur og KA eigast við í Meistarakeppni HSÍ á Hlíðarenda. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Tengdar fréttir Nýr liðsmaður Seinni bylgjunnar lofar hressleika í bland við skynsemi Þorgrímur Smári Ólafsson mun bregða sér í nýtt hlutverk í vetur. Í stað þess að djöflast á parketinu mun hann sitja í setti upp á Suðurlandsbraut, eða á vellinum, og fara með þjóðinni yfir það sem hefur gerst í Olís deild karla. 18. ágúst 2022 15:01 „Vil ekki meina að ég sé grimmur þótt ég sé hreinskilinn“ Arnar Daði Arnarsson kveðst fullur tilhlökkunar að takast á við nýtt hlutverk, að vera sérfræðingur í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport. 11. ágúst 2022 11:00 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Nýr liðsmaður Seinni bylgjunnar lofar hressleika í bland við skynsemi Þorgrímur Smári Ólafsson mun bregða sér í nýtt hlutverk í vetur. Í stað þess að djöflast á parketinu mun hann sitja í setti upp á Suðurlandsbraut, eða á vellinum, og fara með þjóðinni yfir það sem hefur gerst í Olís deild karla. 18. ágúst 2022 15:01
„Vil ekki meina að ég sé grimmur þótt ég sé hreinskilinn“ Arnar Daði Arnarsson kveðst fullur tilhlökkunar að takast á við nýtt hlutverk, að vera sérfræðingur í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport. 11. ágúst 2022 11:00