Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Sindri Sindrason les.
Sindri Sindrason les.

Hjúkrunarfræðingar í hópi þeirra fjórtán sem hættu á Landspítalanum í gær segir fólk ekki gera sér grein fyrir hversu alvarleg staða sé komin upp á bráðamóttökunni. Þær segja að uppsögn hafi verið síðasta úrræði sem þær hafi haft. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Við ræðum einnig við formann Félags fornleifafræðinga sem telur að traust til Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra hafi beðið mikinn hnekki vegna skipunar á nýjum þjóðminjaverði án auglýsingar. Formaður BHM segir að eðlilegt hefði verið að auglýsa stöðuna.

Staðan á orkumarkaði í Evrópu er grafalvarleg að sögn Íslendinga búsettra á meginlandinu. Dæmi eru um að fólk sé að fá allt að 200 prósentum hærri reikninga fyrir hita og rafmagni nú en fyrir ári síðan.

Þá verðum við í beinni frá Blönduósi þar sem til stendur að byggja upp gamla bæjarkjarnann og kíkjum á stemninguna á Októberfest í beinni útsendingu.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Hlusta má á kvöldfréttirnar í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×