Sendiherra Íslands vottaði virðingu sína: Langar raðir við útför Gorbatsjovs Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2022 11:00 Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, vottaði Gorbatsjov virðingu sína í morgun. Með houm á myndinni er Kristín Halla Kristinsdóttir, sendiráðunautur. Utanríkisráðuneytið. Langar biðraðir hafa myndast við útför Míkhaíl Gorbatsjov í Moskvu í morgun. Útförin fer fram í dag en líkkista síðasta leiðtoga Sovétríkjanna liggur í Súlnasalnum í Húsi verkalýðsins í Moskvu þar sem fólk vottar honum virðingu sína í dag. Þeirra á meðal er Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. Gorbatsjov var leiðtogi Sovétríkjanna á árunum 1985 til 1991 og hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1990 fyrir þátt sinn í að draga úr spennu í samskiptum austurs og vesturs. Heiðursverðir standa við kistu Gorbatsjovs.AP/Alexander Zemlianichenko Gorbatsjov lést síðastliðinn þriðjudag eftir veikindi, en hann varð 91 árs gamall. Sjá einnig: Pútín verður ekki viðstaddur útför Gorbatsjov Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneyti Íslands sækir Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, athöfnina í dag, eins og fjölmargir sendiherrar annarra ríkja. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, er í Moskvu til að votta Gorbatsjov virðingu sína. Kreml segir engan fund milli Orbans og Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, vera skipulagðan. Í frétt Reuters segir að Gorbatsjov hafi verið virtur víða á Vesturlöndum fyrir umbætur sem hann framkvæmdi í Rússlandi en hann hafi lifað nógu lengi til að sjá yfirvöld þar snúa mörgum af hans umbótum við. Gorbatsjov fékk ekki formlega ríkisútför og er það til marks um að heima fyrir kenna margir honum um fall Sovétríkjanna og þá ólgu sem því fylgdi. Formleg ríkisútför hefði einnig skilyrt Pútín til að sækja hana og bjóða öðrum þjóðarleiðtogum. AP fréttaveitan segir Pútin mögulega ekki tilbúinn til þess vegna innrásar Rússa í Úkraínu og gífurlegrar spennu Rússlands og Vesturlanda vegna hennar. Langar raðir mynduðust í morgun við Súlnasalinn í Moskvu þar sem líkkista Gorbatsjov liggur. Útförin fer fram í dag.AP Andrew Roth, blaðamaður Guardian í Rússlandi, birti meðfylgjandi myndir úr Súlnasalnum í morgun. A few more photos. Body of Gorbachev lying in state as family and close friends sit nearby, quiet opera playing inside the hall, flanked by security and military guard of honor. pic.twitter.com/SFE8pBZV5Q— Andrew Roth (@Andrew__Roth) September 3, 2022 Matthew Luxmoore, blaðamaður Wall Street Journal, tók myndbönd af röðunum við útförina. Another view of the line pic.twitter.com/t7Hl8gKZUA— Matthew Luxmoore (@mjluxmoore) September 3, 2022 Rússland Sovétríkin Andlát Míkhaíl Gorbatsjov Utanríkismál Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Sjá meira
Þeirra á meðal er Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. Gorbatsjov var leiðtogi Sovétríkjanna á árunum 1985 til 1991 og hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1990 fyrir þátt sinn í að draga úr spennu í samskiptum austurs og vesturs. Heiðursverðir standa við kistu Gorbatsjovs.AP/Alexander Zemlianichenko Gorbatsjov lést síðastliðinn þriðjudag eftir veikindi, en hann varð 91 árs gamall. Sjá einnig: Pútín verður ekki viðstaddur útför Gorbatsjov Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneyti Íslands sækir Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, athöfnina í dag, eins og fjölmargir sendiherrar annarra ríkja. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, er í Moskvu til að votta Gorbatsjov virðingu sína. Kreml segir engan fund milli Orbans og Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, vera skipulagðan. Í frétt Reuters segir að Gorbatsjov hafi verið virtur víða á Vesturlöndum fyrir umbætur sem hann framkvæmdi í Rússlandi en hann hafi lifað nógu lengi til að sjá yfirvöld þar snúa mörgum af hans umbótum við. Gorbatsjov fékk ekki formlega ríkisútför og er það til marks um að heima fyrir kenna margir honum um fall Sovétríkjanna og þá ólgu sem því fylgdi. Formleg ríkisútför hefði einnig skilyrt Pútín til að sækja hana og bjóða öðrum þjóðarleiðtogum. AP fréttaveitan segir Pútin mögulega ekki tilbúinn til þess vegna innrásar Rússa í Úkraínu og gífurlegrar spennu Rússlands og Vesturlanda vegna hennar. Langar raðir mynduðust í morgun við Súlnasalinn í Moskvu þar sem líkkista Gorbatsjov liggur. Útförin fer fram í dag.AP Andrew Roth, blaðamaður Guardian í Rússlandi, birti meðfylgjandi myndir úr Súlnasalnum í morgun. A few more photos. Body of Gorbachev lying in state as family and close friends sit nearby, quiet opera playing inside the hall, flanked by security and military guard of honor. pic.twitter.com/SFE8pBZV5Q— Andrew Roth (@Andrew__Roth) September 3, 2022 Matthew Luxmoore, blaðamaður Wall Street Journal, tók myndbönd af röðunum við útförina. Another view of the line pic.twitter.com/t7Hl8gKZUA— Matthew Luxmoore (@mjluxmoore) September 3, 2022
Rússland Sovétríkin Andlát Míkhaíl Gorbatsjov Utanríkismál Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Sjá meira