Erfitt að gagnrýna menn fyrir að klúðra vítaspyrnu Smári Jökull Jónsson skrifar 4. september 2022 16:35 Eiður Smári þungt hugsi. Vísir/Hulda Margrét „Við segjum bara hlutina eins og þeir eru, þetta voru tvö kjörin tækifæri til að klára leikinn. Við ætlum greinilega ekki auðveldu leiðina í þessu,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH eftir að hans menn gerðu markalaust jafntefli við Leikni í Bestu deildinni. FH misnotaði tvær vítaspyrnur í leiknum. „Við megum ekki hengja haus. Það eru fjórir dagar síðan við vorum í skýjunum og svo erum við svekktir í dag. Við höldum hreinu í þriðja sinn í röð í deildinni sem er jákvætt,“ bætti Eiður Smári við en FH tryggði sér sæti í úrslitum Mjólkurbikarsins á fimmtudag eftir dramatískan leik gegn KA. Þeir eru hins vegar enn í bullandi fallbaráttu í Bestu deildinni. FH byrjaði leikinn ekki vel í dag og Leiknismenn voru mun sprækari aðilinn í upphafi. FH vann sig þó inn í leikinn þegar á leið en leikur Hafnfirðinga náði aldrei neinum sérstökum hæðum í dag. „Það vantaði aðeins orku, hvort það var smá þreyta eða hvað. Það tók okkur góðan hálftíma að koma okkur inn í leikinn en við áttum fínustu kafla og nokkur þokkaleg færi. Eitt stig, við tökum það með okkur.“ Sóknarlega voru FH-ingar bitlausir lengi vel og lítill hraði í þeirra leik. „Það vantaði í raun aðeins meiri ákefð. Við vorum í ágætum stöðum en af því að ákefðin var ekki næg þá nýttum við þær stöður ekki nógu vel. Það er alveg eðlilegt eftir að adrenalínið er búið að fara upp í vikunni þá vill maður upplifa þá stemmningu aftur og það er erfitt að finna hana.“ „Ég hef alveg skilning á því að það hafi verið smá slen í okkur en þegar leið á leikinn þá stigum við meira og meira upp. Auðvitað er það svekkjandi að hafa ekki klárað þetta.“ Steven Lennon misnotaði fyrri vítaspyrnu FH í dag en hann klikkaði einnig á vítapunktinum í leiknum gegn KA á fimmtudag. „Ég þekki ekki þessa tilfinningu, sem betur fer,“ sagði Eiður Smári glottandi. „Ég á rosalega erfitt með að gagnrýna menn fyrir einhver einstaklingsmistök eða að misnota vítaspyrnu því það eru allir að gera þetta af einlægni. Það er enginn sem ætlar sér að klúðra á einhverjum svona augnablikum.“ „Ég horfi ekki svo mikið á það, ég horfi miklu frekar á hvernig við komum inn í leikinn og hvernig við náðum smám saman að bæta okkar leik og setja pressu á Leiknismenn. Það er margt sem ég er ánægður með og margt sem ég er svekktur yfir,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: Leiknir R.-FH 0-0 | Viktor Freyr hetja Leiknis er hann varði vítaspyrnu í uppbótartíma Leiknir Reykjavík og FH gerðu markalaust jafntefli í sannkölluðum sex stiga fallslag í Bestu deild karla í dag. Gestirnir úr Hafnafirði brenndu af tveimur vítaspyrnum í leiknum. Þá fyrri setti Steven Lennon í slánna og þá síðari, á síðustu mínútu uppbótartíma varrði Viktor Freyr Sigurðsson frá Birni Daníel Sverrissyni. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 4. september 2022 15:55 Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin rúllar áfram Sport Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
„Við megum ekki hengja haus. Það eru fjórir dagar síðan við vorum í skýjunum og svo erum við svekktir í dag. Við höldum hreinu í þriðja sinn í röð í deildinni sem er jákvætt,“ bætti Eiður Smári við en FH tryggði sér sæti í úrslitum Mjólkurbikarsins á fimmtudag eftir dramatískan leik gegn KA. Þeir eru hins vegar enn í bullandi fallbaráttu í Bestu deildinni. FH byrjaði leikinn ekki vel í dag og Leiknismenn voru mun sprækari aðilinn í upphafi. FH vann sig þó inn í leikinn þegar á leið en leikur Hafnfirðinga náði aldrei neinum sérstökum hæðum í dag. „Það vantaði aðeins orku, hvort það var smá þreyta eða hvað. Það tók okkur góðan hálftíma að koma okkur inn í leikinn en við áttum fínustu kafla og nokkur þokkaleg færi. Eitt stig, við tökum það með okkur.“ Sóknarlega voru FH-ingar bitlausir lengi vel og lítill hraði í þeirra leik. „Það vantaði í raun aðeins meiri ákefð. Við vorum í ágætum stöðum en af því að ákefðin var ekki næg þá nýttum við þær stöður ekki nógu vel. Það er alveg eðlilegt eftir að adrenalínið er búið að fara upp í vikunni þá vill maður upplifa þá stemmningu aftur og það er erfitt að finna hana.“ „Ég hef alveg skilning á því að það hafi verið smá slen í okkur en þegar leið á leikinn þá stigum við meira og meira upp. Auðvitað er það svekkjandi að hafa ekki klárað þetta.“ Steven Lennon misnotaði fyrri vítaspyrnu FH í dag en hann klikkaði einnig á vítapunktinum í leiknum gegn KA á fimmtudag. „Ég þekki ekki þessa tilfinningu, sem betur fer,“ sagði Eiður Smári glottandi. „Ég á rosalega erfitt með að gagnrýna menn fyrir einhver einstaklingsmistök eða að misnota vítaspyrnu því það eru allir að gera þetta af einlægni. Það er enginn sem ætlar sér að klúðra á einhverjum svona augnablikum.“ „Ég horfi ekki svo mikið á það, ég horfi miklu frekar á hvernig við komum inn í leikinn og hvernig við náðum smám saman að bæta okkar leik og setja pressu á Leiknismenn. Það er margt sem ég er ánægður með og margt sem ég er svekktur yfir,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: Leiknir R.-FH 0-0 | Viktor Freyr hetja Leiknis er hann varði vítaspyrnu í uppbótartíma Leiknir Reykjavík og FH gerðu markalaust jafntefli í sannkölluðum sex stiga fallslag í Bestu deild karla í dag. Gestirnir úr Hafnafirði brenndu af tveimur vítaspyrnum í leiknum. Þá fyrri setti Steven Lennon í slánna og þá síðari, á síðustu mínútu uppbótartíma varrði Viktor Freyr Sigurðsson frá Birni Daníel Sverrissyni. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 4. september 2022 15:55 Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin rúllar áfram Sport Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Leik lokið: Leiknir R.-FH 0-0 | Viktor Freyr hetja Leiknis er hann varði vítaspyrnu í uppbótartíma Leiknir Reykjavík og FH gerðu markalaust jafntefli í sannkölluðum sex stiga fallslag í Bestu deild karla í dag. Gestirnir úr Hafnafirði brenndu af tveimur vítaspyrnum í leiknum. Þá fyrri setti Steven Lennon í slánna og þá síðari, á síðustu mínútu uppbótartíma varrði Viktor Freyr Sigurðsson frá Birni Daníel Sverrissyni. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 4. september 2022 15:55