Konan var að synda um þrettán metra frá landi þegar árásin átti sér stað. Hún var flutt á spítala á eyjunni þar sem reynt er að gera að sárum hennar.
Í yfirlýsingu frá lögreglunni á Maui segir að meiðsli hennar séu alvarleg og að verið sé að rannsaka málið. Ströndin var opnuð aftur í morgun.
Hákarlaárásir eru ekki algengar á Hawaii en frá því að talning hófst árið 1828 hafa 116 árásir verið skráðar og hafa átta manns látist í þeim.