Fullnaðarsigur Íslands í nammideilu við Dani Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. september 2022 11:02 Til vinstri má sjá Johan Bülow, stofnanda Lakrids by Bülow. Til hægri má meðal annars sjá sælgætið Djúpur, sem framkvæmdastjóri Freyju segir að hafi verið hinum danska Johan innblástur í sælgætisgerð. Lakrids by Bülow/Vísir/Vilhelm Danska sælgætisfyrirtækið Lakrids by Bülow segir ljóst að hin klassíska blanda sem svo margir Íslendingar þekkja, lakkrís og súkkulaði, sé sannarlega rammíslensk hefð. Fyrirtækið hefur hingað til stuðst við kynningarefni þar sem því hefur verið haldið fram að Johan Bülow, stofnandi fyrirtækisins, hafi fyrstur manna blandað saman lakkrís og súkkulaði árið 2009. Í kynningartextanum, sem vakið hefur nokkra athygli hér á landi, sagði um lakkrísinn A, eina af vörum fyrirtækisins: „Ásamt framleiðslustjóranum Tage, þróaði Johan þá hugmynd að súkkulaðihúða lakkrís. Þeim var sagt að það væri ómögulegt. En hin vinsæla vara A leit fljótlega dagsins ljós.“ Í gær var Pétur Thor Gunnarsson, framkvæmdastjóri Freyju, til viðtals í Bítinu á Bylgjunni. Þar sagði hann alveg ljóst að súkkulaðihjúpaður lakkrís hefði klárlega verið til fyrir árið 2009. Ekki þarf að fjölyrða um það, enda ljóst að margir lesendur muna eftir því. Þá sagði hann að um væri að ræða tilraun Dana til að eigna sér heiðurinn af rótgróinni hefð Íslendinga í sælgætisgerð, og að raunar hefði Johan Bülow fengið hugmyndina að sælgæti sínu eftir að hafa smakkað Djúpur, sem er súkkulaðihúðaður lakkrís, á Íslandi. Vinna að breytingum Nú hefur danska fyrirtækið lýst því yfir að til standi að breyta textanum, og skýlaus viðurkenning á íslenskum uppruna lakkríss- og súkkulaðiblöndunnar liggur fyrir. Hún kom í morgun, eftir að fyrirtækinu var bent á málið á Twitter, af íslenskum notanda samfélagsmiðilsins. „Þetta er ekki ykkar uppfinning. Íslenskir sælgætisgerðarmenn hafa gert þetta í áratugi. Þetta má getur ekki fengið að standa,“ skrifar Stefán Ólafsson, í tísti þar sem hann merkir sælgætisfyrirtækið, og raunar forseta Íslands líka. @LakridsbyBulow This is not your invention! Icelandic candy makers have been doing this for decades. @PresidentISL This cannot stand!— Stefán Ólafsson (@stefanolafs) September 3, 2022 Í svari sem barst við tístinu í morgun viðurkennir Lakrids by Bülow fúslega að um sé að ræða íslenska nammihefð, sem sé frábær að mati fyrirtækisins. „Við erum nú að vinna að því að breyta textanum á vefsíðunni okkar. Takk fyrir að vekja athygli okkar á þessu.“ Hi Stefan, you're absolutely right that the combination of liquorice and chocolate is an Icelandic tradition, and a great one if you ask us. We are currently working on rephrasing the text on our website. Thank you for drawing our attention to this 🖤— LAKRIDS BY BÜLOW (@LakridsbyBulow) September 6, 2022 Milliríkjadeilu afstýrt Viðbrögð íslenskra netverja við svari fyrirtækisins hafa ekki staðið á sér. Þó nokkrir tístarar hafa deilt svarinu með viðbrögðum sínum. Arnar Þór Ingólfsson segir til að mynda að með því að viðurkenna að um íslenska hugmynd sé að ræða hafi fyrirtækið afstýrt milliríkjadeilu, á meðan Tinna Helgadóttir lýsir yfir fullnaðarsigri Íslendinga. Milliríkjadeilu afstýrt https://t.co/QIpzCahTmR— Arnar Þór Ingólfsson (@arnaringolfs) September 6, 2022 Við höfum unnið https://t.co/tFcmFkeLbq— Tinna Helgadóttir (@tinnahelga) September 6, 2022 Einhverjir virðast þó hafa viljað sjá málið tekið lengra, til að mynda skemmtikrafturinn Guðmundur Felixson, sem hafði þá von að úr yrði stærri deila. Var smá að vona að þetta yrði stærra beef en ok https://t.co/iDOHAQAwXk— Guðmundur Felixson (@GummiFel) September 6, 2022 Sælgæti Danmörk Auglýsinga- og markaðsmál Höfundarréttur Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Í kynningartextanum, sem vakið hefur nokkra athygli hér á landi, sagði um lakkrísinn A, eina af vörum fyrirtækisins: „Ásamt framleiðslustjóranum Tage, þróaði Johan þá hugmynd að súkkulaðihúða lakkrís. Þeim var sagt að það væri ómögulegt. En hin vinsæla vara A leit fljótlega dagsins ljós.“ Í gær var Pétur Thor Gunnarsson, framkvæmdastjóri Freyju, til viðtals í Bítinu á Bylgjunni. Þar sagði hann alveg ljóst að súkkulaðihjúpaður lakkrís hefði klárlega verið til fyrir árið 2009. Ekki þarf að fjölyrða um það, enda ljóst að margir lesendur muna eftir því. Þá sagði hann að um væri að ræða tilraun Dana til að eigna sér heiðurinn af rótgróinni hefð Íslendinga í sælgætisgerð, og að raunar hefði Johan Bülow fengið hugmyndina að sælgæti sínu eftir að hafa smakkað Djúpur, sem er súkkulaðihúðaður lakkrís, á Íslandi. Vinna að breytingum Nú hefur danska fyrirtækið lýst því yfir að til standi að breyta textanum, og skýlaus viðurkenning á íslenskum uppruna lakkríss- og súkkulaðiblöndunnar liggur fyrir. Hún kom í morgun, eftir að fyrirtækinu var bent á málið á Twitter, af íslenskum notanda samfélagsmiðilsins. „Þetta er ekki ykkar uppfinning. Íslenskir sælgætisgerðarmenn hafa gert þetta í áratugi. Þetta má getur ekki fengið að standa,“ skrifar Stefán Ólafsson, í tísti þar sem hann merkir sælgætisfyrirtækið, og raunar forseta Íslands líka. @LakridsbyBulow This is not your invention! Icelandic candy makers have been doing this for decades. @PresidentISL This cannot stand!— Stefán Ólafsson (@stefanolafs) September 3, 2022 Í svari sem barst við tístinu í morgun viðurkennir Lakrids by Bülow fúslega að um sé að ræða íslenska nammihefð, sem sé frábær að mati fyrirtækisins. „Við erum nú að vinna að því að breyta textanum á vefsíðunni okkar. Takk fyrir að vekja athygli okkar á þessu.“ Hi Stefan, you're absolutely right that the combination of liquorice and chocolate is an Icelandic tradition, and a great one if you ask us. We are currently working on rephrasing the text on our website. Thank you for drawing our attention to this 🖤— LAKRIDS BY BÜLOW (@LakridsbyBulow) September 6, 2022 Milliríkjadeilu afstýrt Viðbrögð íslenskra netverja við svari fyrirtækisins hafa ekki staðið á sér. Þó nokkrir tístarar hafa deilt svarinu með viðbrögðum sínum. Arnar Þór Ingólfsson segir til að mynda að með því að viðurkenna að um íslenska hugmynd sé að ræða hafi fyrirtækið afstýrt milliríkjadeilu, á meðan Tinna Helgadóttir lýsir yfir fullnaðarsigri Íslendinga. Milliríkjadeilu afstýrt https://t.co/QIpzCahTmR— Arnar Þór Ingólfsson (@arnaringolfs) September 6, 2022 Við höfum unnið https://t.co/tFcmFkeLbq— Tinna Helgadóttir (@tinnahelga) September 6, 2022 Einhverjir virðast þó hafa viljað sjá málið tekið lengra, til að mynda skemmtikrafturinn Guðmundur Felixson, sem hafði þá von að úr yrði stærri deila. Var smá að vona að þetta yrði stærra beef en ok https://t.co/iDOHAQAwXk— Guðmundur Felixson (@GummiFel) September 6, 2022
Sælgæti Danmörk Auglýsinga- og markaðsmál Höfundarréttur Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira