Fullnaðarsigur Íslands í nammideilu við Dani Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. september 2022 11:02 Til vinstri má sjá Johan Bülow, stofnanda Lakrids by Bülow. Til hægri má meðal annars sjá sælgætið Djúpur, sem framkvæmdastjóri Freyju segir að hafi verið hinum danska Johan innblástur í sælgætisgerð. Lakrids by Bülow/Vísir/Vilhelm Danska sælgætisfyrirtækið Lakrids by Bülow segir ljóst að hin klassíska blanda sem svo margir Íslendingar þekkja, lakkrís og súkkulaði, sé sannarlega rammíslensk hefð. Fyrirtækið hefur hingað til stuðst við kynningarefni þar sem því hefur verið haldið fram að Johan Bülow, stofnandi fyrirtækisins, hafi fyrstur manna blandað saman lakkrís og súkkulaði árið 2009. Í kynningartextanum, sem vakið hefur nokkra athygli hér á landi, sagði um lakkrísinn A, eina af vörum fyrirtækisins: „Ásamt framleiðslustjóranum Tage, þróaði Johan þá hugmynd að súkkulaðihúða lakkrís. Þeim var sagt að það væri ómögulegt. En hin vinsæla vara A leit fljótlega dagsins ljós.“ Í gær var Pétur Thor Gunnarsson, framkvæmdastjóri Freyju, til viðtals í Bítinu á Bylgjunni. Þar sagði hann alveg ljóst að súkkulaðihjúpaður lakkrís hefði klárlega verið til fyrir árið 2009. Ekki þarf að fjölyrða um það, enda ljóst að margir lesendur muna eftir því. Þá sagði hann að um væri að ræða tilraun Dana til að eigna sér heiðurinn af rótgróinni hefð Íslendinga í sælgætisgerð, og að raunar hefði Johan Bülow fengið hugmyndina að sælgæti sínu eftir að hafa smakkað Djúpur, sem er súkkulaðihúðaður lakkrís, á Íslandi. Vinna að breytingum Nú hefur danska fyrirtækið lýst því yfir að til standi að breyta textanum, og skýlaus viðurkenning á íslenskum uppruna lakkríss- og súkkulaðiblöndunnar liggur fyrir. Hún kom í morgun, eftir að fyrirtækinu var bent á málið á Twitter, af íslenskum notanda samfélagsmiðilsins. „Þetta er ekki ykkar uppfinning. Íslenskir sælgætisgerðarmenn hafa gert þetta í áratugi. Þetta má getur ekki fengið að standa,“ skrifar Stefán Ólafsson, í tísti þar sem hann merkir sælgætisfyrirtækið, og raunar forseta Íslands líka. @LakridsbyBulow This is not your invention! Icelandic candy makers have been doing this for decades. @PresidentISL This cannot stand!— Stefán Ólafsson (@stefanolafs) September 3, 2022 Í svari sem barst við tístinu í morgun viðurkennir Lakrids by Bülow fúslega að um sé að ræða íslenska nammihefð, sem sé frábær að mati fyrirtækisins. „Við erum nú að vinna að því að breyta textanum á vefsíðunni okkar. Takk fyrir að vekja athygli okkar á þessu.“ Hi Stefan, you're absolutely right that the combination of liquorice and chocolate is an Icelandic tradition, and a great one if you ask us. We are currently working on rephrasing the text on our website. Thank you for drawing our attention to this 🖤— LAKRIDS BY BÜLOW (@LakridsbyBulow) September 6, 2022 Milliríkjadeilu afstýrt Viðbrögð íslenskra netverja við svari fyrirtækisins hafa ekki staðið á sér. Þó nokkrir tístarar hafa deilt svarinu með viðbrögðum sínum. Arnar Þór Ingólfsson segir til að mynda að með því að viðurkenna að um íslenska hugmynd sé að ræða hafi fyrirtækið afstýrt milliríkjadeilu, á meðan Tinna Helgadóttir lýsir yfir fullnaðarsigri Íslendinga. Milliríkjadeilu afstýrt https://t.co/QIpzCahTmR— Arnar Þór Ingólfsson (@arnaringolfs) September 6, 2022 Við höfum unnið https://t.co/tFcmFkeLbq— Tinna Helgadóttir (@tinnahelga) September 6, 2022 Einhverjir virðast þó hafa viljað sjá málið tekið lengra, til að mynda skemmtikrafturinn Guðmundur Felixson, sem hafði þá von að úr yrði stærri deila. Var smá að vona að þetta yrði stærra beef en ok https://t.co/iDOHAQAwXk— Guðmundur Felixson (@GummiFel) September 6, 2022 Sælgæti Danmörk Auglýsinga- og markaðsmál Höfundarréttur Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Í kynningartextanum, sem vakið hefur nokkra athygli hér á landi, sagði um lakkrísinn A, eina af vörum fyrirtækisins: „Ásamt framleiðslustjóranum Tage, þróaði Johan þá hugmynd að súkkulaðihúða lakkrís. Þeim var sagt að það væri ómögulegt. En hin vinsæla vara A leit fljótlega dagsins ljós.“ Í gær var Pétur Thor Gunnarsson, framkvæmdastjóri Freyju, til viðtals í Bítinu á Bylgjunni. Þar sagði hann alveg ljóst að súkkulaðihjúpaður lakkrís hefði klárlega verið til fyrir árið 2009. Ekki þarf að fjölyrða um það, enda ljóst að margir lesendur muna eftir því. Þá sagði hann að um væri að ræða tilraun Dana til að eigna sér heiðurinn af rótgróinni hefð Íslendinga í sælgætisgerð, og að raunar hefði Johan Bülow fengið hugmyndina að sælgæti sínu eftir að hafa smakkað Djúpur, sem er súkkulaðihúðaður lakkrís, á Íslandi. Vinna að breytingum Nú hefur danska fyrirtækið lýst því yfir að til standi að breyta textanum, og skýlaus viðurkenning á íslenskum uppruna lakkríss- og súkkulaðiblöndunnar liggur fyrir. Hún kom í morgun, eftir að fyrirtækinu var bent á málið á Twitter, af íslenskum notanda samfélagsmiðilsins. „Þetta er ekki ykkar uppfinning. Íslenskir sælgætisgerðarmenn hafa gert þetta í áratugi. Þetta má getur ekki fengið að standa,“ skrifar Stefán Ólafsson, í tísti þar sem hann merkir sælgætisfyrirtækið, og raunar forseta Íslands líka. @LakridsbyBulow This is not your invention! Icelandic candy makers have been doing this for decades. @PresidentISL This cannot stand!— Stefán Ólafsson (@stefanolafs) September 3, 2022 Í svari sem barst við tístinu í morgun viðurkennir Lakrids by Bülow fúslega að um sé að ræða íslenska nammihefð, sem sé frábær að mati fyrirtækisins. „Við erum nú að vinna að því að breyta textanum á vefsíðunni okkar. Takk fyrir að vekja athygli okkar á þessu.“ Hi Stefan, you're absolutely right that the combination of liquorice and chocolate is an Icelandic tradition, and a great one if you ask us. We are currently working on rephrasing the text on our website. Thank you for drawing our attention to this 🖤— LAKRIDS BY BÜLOW (@LakridsbyBulow) September 6, 2022 Milliríkjadeilu afstýrt Viðbrögð íslenskra netverja við svari fyrirtækisins hafa ekki staðið á sér. Þó nokkrir tístarar hafa deilt svarinu með viðbrögðum sínum. Arnar Þór Ingólfsson segir til að mynda að með því að viðurkenna að um íslenska hugmynd sé að ræða hafi fyrirtækið afstýrt milliríkjadeilu, á meðan Tinna Helgadóttir lýsir yfir fullnaðarsigri Íslendinga. Milliríkjadeilu afstýrt https://t.co/QIpzCahTmR— Arnar Þór Ingólfsson (@arnaringolfs) September 6, 2022 Við höfum unnið https://t.co/tFcmFkeLbq— Tinna Helgadóttir (@tinnahelga) September 6, 2022 Einhverjir virðast þó hafa viljað sjá málið tekið lengra, til að mynda skemmtikrafturinn Guðmundur Felixson, sem hafði þá von að úr yrði stærri deila. Var smá að vona að þetta yrði stærra beef en ok https://t.co/iDOHAQAwXk— Guðmundur Felixson (@GummiFel) September 6, 2022
Sælgæti Danmörk Auglýsinga- og markaðsmál Höfundarréttur Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira