Liz Truss stelur stíl Védísar tíu árum síðar Jakob Bjarnar skrifar 6. september 2022 11:20 Védís rak upp stór augu þegar hún sá mynd af Liz Truss og spúsa hennar. Myndin var vægast sagt kunnugleg. aðsend Védís Sigurðardóttir, sérfræðingur hjá Landsbankanum, rak upp stór augu þegar hún sá mynd af verðandi forsætisráðherra Bretlands í nákvæmlega sama kjól og hún átti. „Ég var bara að googla hana. Þurfti að vita meira um nýja forsætisráðherrann?“ segir Védís hlæjandi í samtali við Vísi. Védís var að kynna sér Liz Truss nánar en hún er nýr formaður Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands. Og rakst þá á mynd sem Liz Truss birti af sér og spúsa sínum Hugh O'Leary á Instagram-síðu sinni á Valentínusardaginn 2019. View this post on Instagram A post shared by Liz Truss (@elizabeth.truss.mp) Védísi kannaðist við myndina, fór að fletta í sínum gögnum og jú, það passaði: Það er til mynd af henni og Breka Logasyni eiginmanni hennar sem er nánast eins. Breki og Hugh eru í samskonar klæðnaði, dragfínir í smóking, sem er klassískur klæðnaður karlmanna en það sem meira er: Liz Truss er í nákvæmlega samskonar kjól og Védís. Hjónin stilltu sér í myndatöku tíu árum fyrr, eða 2009 þegar þau Védís og Breki voru stödd í brúðkaupi vinafólks. Það er því ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en Liz Truss hafi stolið stílnum, stíl Védísar. „Þetta er Karen Millen-kjóll sem er breskt „brand“. Þetta var rosalega heitt á þessum tíma, þetta var dýr kjóll þá,“ grínar Védís sem finnst þetta fyrst og síðast yfirmáta fyndið. Hún segist ekki eiga kjólinn lengur, hann rann sitt skeið. Védís birtir myndirnar á Facebook-síðu sinni við miklar undirtektir. Og spyr í galsa, og vitnar í þekkta efnisþætti í breskum miðlum, Steldu stílnum: „Who wore it better?“ Ljóst er að um er að ræða mikinn eftirlætiskjól verðandi forsætisráðherra Breta. View this post on Instagram A post shared by Liz Truss (@elizabeth.truss.mp) Tíska og hönnun Bretland Grín og gaman Tengdar fréttir Mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti Liz Truss er nýr formaður Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands. Hún lofar skattalækkunum á sama tíma og óðaverðbólga er í landinu og er sökuð um að vera frekar umhugað um fyrirtækjaskatt en heimilin. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að með valdaskiptunum sé kominn mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti. 5. september 2022 22:54 Liz Truss verður næsti forsætisráðherra Bretlands Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands bar sigur úr býtum í baráttunni um leiðtogasæti Íhaldsflokksins í Bretlandi. Niðurstöður leiðtogakjörsins voru tilkynntar nú rétt fyrir hádegi og verður Truss því næsti forsætisráðherra landsins. 5. september 2022 11:39 Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Ég var bara að googla hana. Þurfti að vita meira um nýja forsætisráðherrann?“ segir Védís hlæjandi í samtali við Vísi. Védís var að kynna sér Liz Truss nánar en hún er nýr formaður Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands. Og rakst þá á mynd sem Liz Truss birti af sér og spúsa sínum Hugh O'Leary á Instagram-síðu sinni á Valentínusardaginn 2019. View this post on Instagram A post shared by Liz Truss (@elizabeth.truss.mp) Védísi kannaðist við myndina, fór að fletta í sínum gögnum og jú, það passaði: Það er til mynd af henni og Breka Logasyni eiginmanni hennar sem er nánast eins. Breki og Hugh eru í samskonar klæðnaði, dragfínir í smóking, sem er klassískur klæðnaður karlmanna en það sem meira er: Liz Truss er í nákvæmlega samskonar kjól og Védís. Hjónin stilltu sér í myndatöku tíu árum fyrr, eða 2009 þegar þau Védís og Breki voru stödd í brúðkaupi vinafólks. Það er því ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en Liz Truss hafi stolið stílnum, stíl Védísar. „Þetta er Karen Millen-kjóll sem er breskt „brand“. Þetta var rosalega heitt á þessum tíma, þetta var dýr kjóll þá,“ grínar Védís sem finnst þetta fyrst og síðast yfirmáta fyndið. Hún segist ekki eiga kjólinn lengur, hann rann sitt skeið. Védís birtir myndirnar á Facebook-síðu sinni við miklar undirtektir. Og spyr í galsa, og vitnar í þekkta efnisþætti í breskum miðlum, Steldu stílnum: „Who wore it better?“ Ljóst er að um er að ræða mikinn eftirlætiskjól verðandi forsætisráðherra Breta. View this post on Instagram A post shared by Liz Truss (@elizabeth.truss.mp)
Tíska og hönnun Bretland Grín og gaman Tengdar fréttir Mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti Liz Truss er nýr formaður Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands. Hún lofar skattalækkunum á sama tíma og óðaverðbólga er í landinu og er sökuð um að vera frekar umhugað um fyrirtækjaskatt en heimilin. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að með valdaskiptunum sé kominn mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti. 5. september 2022 22:54 Liz Truss verður næsti forsætisráðherra Bretlands Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands bar sigur úr býtum í baráttunni um leiðtogasæti Íhaldsflokksins í Bretlandi. Niðurstöður leiðtogakjörsins voru tilkynntar nú rétt fyrir hádegi og verður Truss því næsti forsætisráðherra landsins. 5. september 2022 11:39 Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti Liz Truss er nýr formaður Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands. Hún lofar skattalækkunum á sama tíma og óðaverðbólga er í landinu og er sökuð um að vera frekar umhugað um fyrirtækjaskatt en heimilin. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að með valdaskiptunum sé kominn mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti. 5. september 2022 22:54
Liz Truss verður næsti forsætisráðherra Bretlands Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands bar sigur úr býtum í baráttunni um leiðtogasæti Íhaldsflokksins í Bretlandi. Niðurstöður leiðtogakjörsins voru tilkynntar nú rétt fyrir hádegi og verður Truss því næsti forsætisráðherra landsins. 5. september 2022 11:39