Innlent

Hildur segir sig úr stjórn til að fyrir­byggja hags­muna­á­­rekstra

Árni Sæberg skrifar
Hildur Björnsdóttir hefur sagt sig úr stjórn Orkuveitu Reykjavíkur vegna kjörs Jóns Skaftasonar, eiginmanns hennar, í stjórn Sýnar.
Hildur Björnsdóttir hefur sagt sig úr stjórn Orkuveitu Reykjavíkur vegna kjörs Jóns Skaftasonar, eiginmanns hennar, í stjórn Sýnar. Vísir/Vilhelm

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, hefur fært sig úr stjórn Orkuveitu Reykjavíkur yfir í stjórn Faxaflóahafna. Ástæðan er kjör eiginmanns hennar í stjórn Sýnar og mögulegir hagsmunaárekstrar sem því fylgja. 

Mbl.is hefur eftir Hildi að til hafi staðið lengi að færa sig um set en að hún hafi ákveðið að flýta tilfærslunni vegna kjörs Jóns Skaftasonar, eiginmanns hennar, í stjórn Sýnar. Jón fer fyrir Gavia Invest sem keypti á dögunum stóran hlut í Sýn og kom einn nýr inn í stjórn félagsins á hluthafafundi á dögunum.

Hildur segir í samtali að hún hafi sagt sig úr stjórn OR strax og Jón var kjörinn í stjórn Sýnar til að koma í veg fyrir mögulega hagsmunaárekstra.

Orkuveita Reykjavíkur á fjarskiptafyrirtækið Ljósleiðarann sem hefur verið í samkeppni við Sýn. Í gær var hins vegar greint frá því að Ljósleiðarinn hefði samið um kaup á stofnneti Sýnar fyrir þrjá milljarða króna. Einnig var gerður þjónustusamningur milli aðili til tíu ára.

Kjartan Magnússson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tekur sæti Hildar í stjórn Orkuveitunnar.

Vísir er í eigu Sýnar.


Tengdar fréttir

Ljós­leiðarinn kaupir stofn­net Sýnar á þrjá milljarða króna

Sýn og Ljósleiðarinn undirrituðu í dag samkomulag einkaviðræður og helstu skilmála samninga sem lúta annars vegar að sölu á stofnneti Sýnar til Ljósleiðarans og hins vegar að þjónustusamningi milli aðila til tíu ára. Kaupverðið er þrír milljarðar króna.

Jón nýr í stjórn og Petrea verður stjórnarformaður

Petrea Ingileif Guðmundsdóttir var í dag kjörin nýr stjórnarformaður Sýnar á hluthafafundi sem fór fram í höfuðstöðvum félagsins við Suðurlandsbraut í hádeginu í dag. Jón Skaftason kemur einn nýr inn í stjórn félagsins. Fjórir af fimm fyrri stjórnarmönnum sóttust eftir endurkjöri og hlutu allir kjör.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×