Heilu hraukarnir af ólesnum dagblöðum fara beint í ruslið Jakob Bjarnar skrifar 9. september 2022 08:01 Algeng sjón. Beint úr prentinu og í ruslið. Jónas Björgvinsson Reglulega má sjá kvartanir í hinum ýmsu hverfishópum á Facebook, þess efnis að dagblöðin hafi ekki borist. Ástæðan fyrir því er meðal annars sú að sumir blaðberar liggja á því lúalaginu að demba blöðum dagsins beint í ruslið. Fyrir skömmu birti íbúi nokkur á höfuðborgarsvæðinu myndskeið af tveimur blaðberum sem voru árla dags á rafskútum sínum í óða önn við að troða útburði dagsins í ruslastamp sem stendur við Sogaveg. Þeir voru fljótir að koma blaðinu frá sér en fólk í því hverfinu fékk ekki dagblöðin sín þann daginn frekar en svo oft. Leikarinn og spaugarinn Karl Ágúst á forsíðu en allt kemur fyrir ekki; beint í gáminn með blaðið ólesið.Jónas Björgvinsson Í öðrum hverfahópi, Langholtshverfi – 104, er einnig að finna kunnulega umræðu; þar kannast ýmsir íbúar ekki við að hafa séð dagblöð lengi. Og einn í hópnum birti mynd af vænum stafla af Fréttablaðinu sem lá á endurvinnslugámi. Karl Ágúst Úlfsson leikari á forsíðu blaðs sem fór ólesið í ruslið. Myndaeigandinn spyr hvort það kunni að vera ástæðan? Vert er að geta þess að vitaskuld er víða að finna samviskusama blaðbera en þeir sem afgreiða blaðburðinn með þessum hraðvirka hætti koma sannarlega óorði á þá annars gagnmerku stétt sem eru blaðberar. Viðvarandi vandi að blaðabunkar fari beint í ruslið Vísir beindi fyrirspurn til Sorphirðu Reykjavíkur og fyrir svörum varð Inga Rún Sigurðardóttir, sérfræðingur í upplýsingamálum og miðlun. Hún sagði að þetta hafi verið viðvarandi vandamál og lengi. „Já, ég get staðfest það að við könnumst vel við það að „heilu hraukarnir“ eins og þú segir fari í ruslið,“ segir Inga Rún eftir að hafa séð skjáskot af hinum bíræfnu blaðberum. Inga Rún sagði það jafnframt vera svo að við endurvinnslugáma fyrir pappír á grenndarstöðvum sem Reykjavíkurborg rekur megi gjarnan finna heilu dagblaðabunkana. Jón Þórisson forstjóri Torgs. Helur hljóta að koma að því að hætt verði að prenta Fréttablaðið og að það komi þá aðeins út stafrænt.vísir/vilhelm „Því miður hefur þetta verið með þessum hætti um langa tíð. Við höfum orðið vör við þetta við losun gámanna. Einnig hafa verið settar upp eftirlitsmyndavélar við tvær grenndarstöðvar en blaðburðarfólk hendir ítrekað blaðabunkum í þá. Rætt hefur verið við Póstdreifingu vegna þessa. Við höfum lagt til að Póstdreifing safni saman eða bjóði upp á losunarstað fyrir þessa bunka fyrir blaðburðafólk en án árangurs,“ segir Inga Rún. Fyrirtækið Póstdreifing, sem Inga Rún vísar til, sérhæfir sig í dreifingu prentefnis hér á landi. Fréttablaðið og Morgunblaðið eru meðal dagblaða og tímarita sem fyrirtækið dreifir. Hnignun prentaðra miðla Ljóst er að mjög hefur fjarað undan dagblaðaútgáfu með netinu, ekki bara á Íslandi heldur um allan hinn vestræna heim. Í nýjustu lestrartölum Gallup mælist lestur Fréttablaðsins 27,7 prósent alls. Þetta er veruleg hnignun frá því sem var árið 2007 þegar rúm 65 prósent lásu blaðið, eins og segir í umfjöllun Kjarnans um dagblaðalestur. Jón Þórisson, forstjóri Torgs, talar í nýlegri umfjöllun Fréttablaðsins um hnignun á dagblaðamarkaði. Hann segir að Fréttablaðið beri á prenti „ægishjálm yfir aðra miðla á hér á landi hvað varðar útbreiðslu og lestur.“ Þó verði að horfast í augu við það að á einhverjum tímapunkti í framtíðinni muni Fréttablaðið, sem í dag má einnig lesa í rafrænni útgáfu, hætta að koma út á prenti. Í Fréttablaðinu var í síðustu viku fjallað um breytingar á fjölmiðlamarkaði.skjáskot Fjölmiðlar Umhverfismál Samfélagsmiðlar Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Fyrir skömmu birti íbúi nokkur á höfuðborgarsvæðinu myndskeið af tveimur blaðberum sem voru árla dags á rafskútum sínum í óða önn við að troða útburði dagsins í ruslastamp sem stendur við Sogaveg. Þeir voru fljótir að koma blaðinu frá sér en fólk í því hverfinu fékk ekki dagblöðin sín þann daginn frekar en svo oft. Leikarinn og spaugarinn Karl Ágúst á forsíðu en allt kemur fyrir ekki; beint í gáminn með blaðið ólesið.Jónas Björgvinsson Í öðrum hverfahópi, Langholtshverfi – 104, er einnig að finna kunnulega umræðu; þar kannast ýmsir íbúar ekki við að hafa séð dagblöð lengi. Og einn í hópnum birti mynd af vænum stafla af Fréttablaðinu sem lá á endurvinnslugámi. Karl Ágúst Úlfsson leikari á forsíðu blaðs sem fór ólesið í ruslið. Myndaeigandinn spyr hvort það kunni að vera ástæðan? Vert er að geta þess að vitaskuld er víða að finna samviskusama blaðbera en þeir sem afgreiða blaðburðinn með þessum hraðvirka hætti koma sannarlega óorði á þá annars gagnmerku stétt sem eru blaðberar. Viðvarandi vandi að blaðabunkar fari beint í ruslið Vísir beindi fyrirspurn til Sorphirðu Reykjavíkur og fyrir svörum varð Inga Rún Sigurðardóttir, sérfræðingur í upplýsingamálum og miðlun. Hún sagði að þetta hafi verið viðvarandi vandamál og lengi. „Já, ég get staðfest það að við könnumst vel við það að „heilu hraukarnir“ eins og þú segir fari í ruslið,“ segir Inga Rún eftir að hafa séð skjáskot af hinum bíræfnu blaðberum. Inga Rún sagði það jafnframt vera svo að við endurvinnslugáma fyrir pappír á grenndarstöðvum sem Reykjavíkurborg rekur megi gjarnan finna heilu dagblaðabunkana. Jón Þórisson forstjóri Torgs. Helur hljóta að koma að því að hætt verði að prenta Fréttablaðið og að það komi þá aðeins út stafrænt.vísir/vilhelm „Því miður hefur þetta verið með þessum hætti um langa tíð. Við höfum orðið vör við þetta við losun gámanna. Einnig hafa verið settar upp eftirlitsmyndavélar við tvær grenndarstöðvar en blaðburðarfólk hendir ítrekað blaðabunkum í þá. Rætt hefur verið við Póstdreifingu vegna þessa. Við höfum lagt til að Póstdreifing safni saman eða bjóði upp á losunarstað fyrir þessa bunka fyrir blaðburðafólk en án árangurs,“ segir Inga Rún. Fyrirtækið Póstdreifing, sem Inga Rún vísar til, sérhæfir sig í dreifingu prentefnis hér á landi. Fréttablaðið og Morgunblaðið eru meðal dagblaða og tímarita sem fyrirtækið dreifir. Hnignun prentaðra miðla Ljóst er að mjög hefur fjarað undan dagblaðaútgáfu með netinu, ekki bara á Íslandi heldur um allan hinn vestræna heim. Í nýjustu lestrartölum Gallup mælist lestur Fréttablaðsins 27,7 prósent alls. Þetta er veruleg hnignun frá því sem var árið 2007 þegar rúm 65 prósent lásu blaðið, eins og segir í umfjöllun Kjarnans um dagblaðalestur. Jón Þórisson, forstjóri Torgs, talar í nýlegri umfjöllun Fréttablaðsins um hnignun á dagblaðamarkaði. Hann segir að Fréttablaðið beri á prenti „ægishjálm yfir aðra miðla á hér á landi hvað varðar útbreiðslu og lestur.“ Þó verði að horfast í augu við það að á einhverjum tímapunkti í framtíðinni muni Fréttablaðið, sem í dag má einnig lesa í rafrænni útgáfu, hætta að koma út á prenti. Í Fréttablaðinu var í síðustu viku fjallað um breytingar á fjölmiðlamarkaði.skjáskot
Fjölmiðlar Umhverfismál Samfélagsmiðlar Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira