Fundurinn er sagður tugþúsundum ára eldri en sá sem áður var talinn elsta tilfelli aflimana. Frekari greining á beinagrindinni hafi leitt í ljós gróanda á beininu sem gefi til kynna að aflimun hafi verið framkvæmd með einhverjum árum áður en manneskjan var borin til grafar. Guardian greinir frá þessu.
Vísindamennirnir hafi furðað sig á því að sýking virðist ekki hafa komið í sárið vegna regnskógarumhverfisins sem beinagrindin fannst í. Gróandinn gefi til kynna að um aflimun út frá skurðaðgerð hafi verið að ræða en ekki slysförum eða árásar.
Áður en beinagrind þessi fannst hafi trú vísindamanna almennt verið sú að aflimun hafi ávallt leitt til dauða þangað til fyrir um 10.000 árum.