Fótbolti

Rangers fékk skell í endurkomunni | Öruggur sigur hjá Sporting í Frankfurt

Atli Arason skrifar
Mohammed Kudus, Steven Berghuis, Steven Bergwijn og Daley Blind fagna marki Kudus gegn Rangers.
Mohammed Kudus, Steven Berghuis, Steven Bergwijn og Daley Blind fagna marki Kudus gegn Rangers. Getty Images

Fyrstu tveimur leikjunum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er lokið en Ajax og Sporting unnu þar stórsigra.

Ajax vann 4-0 sigur á heimavelli gegn Rangers í fyrsta leik A-riðils Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Rangers var að spila sinn fyrsta leik í riðlakeppni Meistaradeildarinnar síðan 2010. 

Sigur Ajax var aldrei í hættu en heimamenn voru 3-0 yfir í hálfleik eftir mörk Edson Alvarez, Steven Berghuis og Mohammed Kudus. Steven Bergwijn skoraði svo lokamark leiksins á 80. mínútu.

Ajax og Rangers eru með Liverpool og Napoli í A-riðli en síðarnefndu tvö liðin mætast síðar í kvöld.

Í Þýskalandi tóku Evrópudeildarmeistarar Eintracht Frankfurt á móti Sporting frá Lisbon. Gestirnir unnu þar sannfærandi 0-3 sigur með mörkum frá Trincao, Nuno Santos og Marcus Edwards. Sporting fer því á topp riðilsins en Tottenham og Marseille eigast við í hinum leik riðilsins klukkan 19.00 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×