„Það er ekki óskastaða neins að búa í tjaldi í Öskjuhlíðinni“ Óttar Kolbeinsson Proppé og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 8. september 2022 15:01 Kristín Davíðsdótti, teymisstjóri skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum. Vísir/Egill Rusl, gamlar sprautur og tjöld heimilislausra eru algeng sjón þegar rölt er um Öskjuhlíðina. Hún hefur lengi verið eitt helsta afdrep heimilislausra sem komast ekki að í neyðarskýlum borgarinnar. Talsmaður skaðaminnkunarteymis Frú Ragnheiðar kallar eftir meira húsnæði fyrir hópinn. Framkvæmdastjóri hjá velferðarsviði borgarinnar segir húsnæðisvanda til staðar en að reynt sé eftir fremsta megni að bæta þjónustuna. Öskjuhlíðin er eitthvert vinsælasta græna útivistarsvæði borgarinnar. Eins og Morgunblaðið greindi frá í vikunni virðist umhirða á svæðinu þó verulega ábótavant. Í gær mátti þar finna, á stað skammt frá líkamsræktarstöð Mjölnis, yfirgefið tjald og alls kyns vistir eftir þann sem hafði búið í því. Þegar Fréttastofa mætti á svæðið hafði Reykjavíkurborg greinilega tekið sig til og var búin að fjarlægja mest allt ruslið. Þar voru þó greinilega leifar eftir tjald, eiturlyfjaspjöld, pokar og sprautunálar. Ruslið sem fréttastofa fann í Öskjuhlíðinni.Vísir/Egill Það eru helst heimilislausir fíklar sem bregða á það ráð að verða sér úti um tjald og koma sér einhvers staðar fyrir. Hér að neðan má til dæmis sjá eitt þeirra skammt frá leikskólanum Öskju. Tjald sem varð á vegi fréttastofu í Öskjuhlíð.Vísir/Egill Skaðaminnkunarsamtökin Frú Ragnheiður sjá um að aðstoða þennan hóp. „Það sem við sjáum alltaf á sumrin er að fólk sækir mun meira í það að fá tjöld og útilegubúnað hjá okkur. Og það er fyrst og fremst vegna þess að það er að leitast eftir því að fá að vera í friði. Þetta er aðallega fólk sem að gistir í neyðarskýlunum og í neyðarskýlunum eru náttúrulega margir í hverju herbergi, áreiti, erill og fólk hefur í rauninni bara ekkert næði,“ segir Kristín Davíðsdóttir, teymisstjóri skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum. Rekstraraðilar á svæðinu sem fréttastofa talaði við í dag höfðu margir áhyggjur af ástandinu og umgengni svæðisins þar sem mörg börn leika sér gjarnan. Aukning í hópi fíkla sem eigi ekki í nein hús að venda Aðspurð hvort hægt sé að leysa stöðuna með einhverjum hætti segir Kristín svo vera. „Já, ef fólk hefði húsnæði þá væri það náttúrulega ekki í þessari stöðu og þá þyrfti það ekki að vera að tjalda einhvers staðar úti því það segir sig alveg sjálft að það er ekki óskastaða neins að búa í tjaldi í Öskjuhlíðinni eða "búa" ef við getum sagt sem svo,“ segir Kristín. Því kalla samtökin eftir því að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu setji meiri áherslu á málaflokkinn og útvegi fíklum sem ekki eiga í nein hús að vernda húsnæði. Þau hafa fundið fyrir mikilli aukningu í þeim hópi á síðustu árum. „Það vantar húsnæði. Neyðarskýli ætti alltaf að vera síðasta úrræði og það er náttúrulega bara neyðarskýli. En þetta sýnir hins vegar bara fram á hvað það er stór hluti einstaklinga sem er húsnæðislaus og vantar heimili. Og það er eitthvað sem vantar tilfinnanlega. Það er ekki bara hjá Reykjavíkurborg, það eru öll sveitarfélögin í kring,“ segir Kristín. Fara yfir stefnumótun borgarinnar í málaflokknum Sigþrúður Erla Arnadóttir, framkvæmdastjóri Vesturmiðstöðvar, segir vettvangs og ráðgjafateymi hafa farið á staðinn um leið og þau fréttu að fólk væri að halda til þar. „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því að þarna eru tjöld og það er vetur fram undan. Við viljum vera viss um það að fólk viti af því að það eru neyðarskýli og það er hægt að leita annarra úrræða,“ segir hún. Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri Vesturmiðstöðvar.Vísir Hvað húsnæðismálin varðar bendir Sigþrúður á að það sé húsnæðisvandi í borginni og víðar, sem bitni ekki síst á jaðarsettum hópum. Reynt sé eftir fremsta megni að aðstoða einstaklinga við að finna viðeigandi húsnæði. „Til þess sjáum við að það þurfi ákveðin úrræði sem að sum hver eru til en gætu verið fleiri, við erum bara að meta stöðuna, og síðan að aðstoða fólk við að ná þessari færni, að geta haldið utan um sitt húsnæði sjálft, þegar það finnst,“ segir hún. Sífellt sé verið að þróa verkferla með það að sjónarmiði að bæta stöðu viðkvæmasta hópsins. „Við erum að fara yfir stefnumótun Reykjavíkurborgar, það er verið að fara og meta þau verkefni sem að hafa farið af stað, og verið að skoða hvar kreppir skóinn og hvernig við getum bætt þessa þjónustu sem við erum að veita inn í hópinn,“ segir Sigþrúður. Reykjavík Fíkn Málefni heimilislausra Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Öskjuhlíðin er eitthvert vinsælasta græna útivistarsvæði borgarinnar. Eins og Morgunblaðið greindi frá í vikunni virðist umhirða á svæðinu þó verulega ábótavant. Í gær mátti þar finna, á stað skammt frá líkamsræktarstöð Mjölnis, yfirgefið tjald og alls kyns vistir eftir þann sem hafði búið í því. Þegar Fréttastofa mætti á svæðið hafði Reykjavíkurborg greinilega tekið sig til og var búin að fjarlægja mest allt ruslið. Þar voru þó greinilega leifar eftir tjald, eiturlyfjaspjöld, pokar og sprautunálar. Ruslið sem fréttastofa fann í Öskjuhlíðinni.Vísir/Egill Það eru helst heimilislausir fíklar sem bregða á það ráð að verða sér úti um tjald og koma sér einhvers staðar fyrir. Hér að neðan má til dæmis sjá eitt þeirra skammt frá leikskólanum Öskju. Tjald sem varð á vegi fréttastofu í Öskjuhlíð.Vísir/Egill Skaðaminnkunarsamtökin Frú Ragnheiður sjá um að aðstoða þennan hóp. „Það sem við sjáum alltaf á sumrin er að fólk sækir mun meira í það að fá tjöld og útilegubúnað hjá okkur. Og það er fyrst og fremst vegna þess að það er að leitast eftir því að fá að vera í friði. Þetta er aðallega fólk sem að gistir í neyðarskýlunum og í neyðarskýlunum eru náttúrulega margir í hverju herbergi, áreiti, erill og fólk hefur í rauninni bara ekkert næði,“ segir Kristín Davíðsdóttir, teymisstjóri skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum. Rekstraraðilar á svæðinu sem fréttastofa talaði við í dag höfðu margir áhyggjur af ástandinu og umgengni svæðisins þar sem mörg börn leika sér gjarnan. Aukning í hópi fíkla sem eigi ekki í nein hús að venda Aðspurð hvort hægt sé að leysa stöðuna með einhverjum hætti segir Kristín svo vera. „Já, ef fólk hefði húsnæði þá væri það náttúrulega ekki í þessari stöðu og þá þyrfti það ekki að vera að tjalda einhvers staðar úti því það segir sig alveg sjálft að það er ekki óskastaða neins að búa í tjaldi í Öskjuhlíðinni eða "búa" ef við getum sagt sem svo,“ segir Kristín. Því kalla samtökin eftir því að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu setji meiri áherslu á málaflokkinn og útvegi fíklum sem ekki eiga í nein hús að vernda húsnæði. Þau hafa fundið fyrir mikilli aukningu í þeim hópi á síðustu árum. „Það vantar húsnæði. Neyðarskýli ætti alltaf að vera síðasta úrræði og það er náttúrulega bara neyðarskýli. En þetta sýnir hins vegar bara fram á hvað það er stór hluti einstaklinga sem er húsnæðislaus og vantar heimili. Og það er eitthvað sem vantar tilfinnanlega. Það er ekki bara hjá Reykjavíkurborg, það eru öll sveitarfélögin í kring,“ segir Kristín. Fara yfir stefnumótun borgarinnar í málaflokknum Sigþrúður Erla Arnadóttir, framkvæmdastjóri Vesturmiðstöðvar, segir vettvangs og ráðgjafateymi hafa farið á staðinn um leið og þau fréttu að fólk væri að halda til þar. „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því að þarna eru tjöld og það er vetur fram undan. Við viljum vera viss um það að fólk viti af því að það eru neyðarskýli og það er hægt að leita annarra úrræða,“ segir hún. Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri Vesturmiðstöðvar.Vísir Hvað húsnæðismálin varðar bendir Sigþrúður á að það sé húsnæðisvandi í borginni og víðar, sem bitni ekki síst á jaðarsettum hópum. Reynt sé eftir fremsta megni að aðstoða einstaklinga við að finna viðeigandi húsnæði. „Til þess sjáum við að það þurfi ákveðin úrræði sem að sum hver eru til en gætu verið fleiri, við erum bara að meta stöðuna, og síðan að aðstoða fólk við að ná þessari færni, að geta haldið utan um sitt húsnæði sjálft, þegar það finnst,“ segir hún. Sífellt sé verið að þróa verkferla með það að sjónarmiði að bæta stöðu viðkvæmasta hópsins. „Við erum að fara yfir stefnumótun Reykjavíkurborgar, það er verið að fara og meta þau verkefni sem að hafa farið af stað, og verið að skoða hvar kreppir skóinn og hvernig við getum bætt þessa þjónustu sem við erum að veita inn í hópinn,“ segir Sigþrúður.
Reykjavík Fíkn Málefni heimilislausra Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira