Hasar og dramatík í Madríd | Tvenna Richarlison kláraði Marseille Atli Arason skrifar 7. september 2022 21:15 Richarlison öðru marki sínu í Meistaradeildinni. Getty Images Fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu er formlega lokið. Atletico Madrid vann hádramatískan 2-1 sigur á Porto, Tottenham vann tveggja marka sigur á Marseille á meðan Club Brugge vann Bayer Leverkusen óvænt, 1-0. Tottenham 2-0 Marseille Tottenham vann 2-0 sigur á Marseille með tvennu frá Richarlison í fyrsta leik hans í Meistaradeildinni. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað en fyrsta marktilraun Tottenham kom eftir 40. mínútuna leik en fram að því voru gestirnir líklegri til að skora. Markalaust var í leikhlé en í upphafi síðari hálfleiks var Tottenham skyndilega orðnir einum leikmanni fleiri. Chancel Mbemba, leikmaður Marseille, fékk þá rautt spjald fyrir að tækla Son Heung-Min sem var sloppinn einn í gegn. Á 76. mínútu skoraði Richarlision svo fyrsta mark sitt í treyju Tottenham þegar hann skallaði fyrirgjöf Ivan Peresic af vinstri væng í netið. Brassinn tvöfaldaði svo markafjölda sinn í Meistaradeildinni er hann skoraði aftur með kollspyrnu á 81. mínútu eftir undirbúning Pierre-Emile Højbjerg og lokatölur 2-0. Atletico Madrid 2-1 Porto Framan af var leikurinn frekar hljóðlátur en hasarinn fór ekki af stað fyrr en seint í leiknum. Á 81. mínútu er Mehdi Taremi, leikmaður Porto, rekinn af velli þegar hann fékk sitt seinna gula spjald fyrir leikaraskap. Taremi fékk sitt fyrra gula spjald einungis tíu mínútum áður. Tíu mínútum eftir rauða spjaldið, eða á 91. mínútu, skoraði Mario Hermoso það sem virtist vera sigurmark leiksins en skot Hermoso við enda vítateigsins fór af varnarmanni Porto og þaðan yfir Diogo Costa í marki Porto. Hermoso fór þó úr hetju í skúrk þegar hann fékk dæmda á sig vítaspyrnu fimm mínútum síðar. Mateus Uribe tók vítaspyrnuna fyrir Porto og jafnaði leikinn en Jan Oblak var afar nálægt því að verja spyrnuna. Ærin fagnaðarlæti eftir sigurmark Griezmann.Getty Images Á 101. mínútu kom hins vegar varamaðurinn Antoine Griezmann heimamönnum til bjargar þegar hann skoraði sigurmarkið með skalla og allt ætlaði um koll að keyra á Metropolitano vellinum í Madríd. Club Brugge 1-0 Bayer Leverkusen Í Belgíu vann Club Brugge óvæntan 1-0 sigur á Bayer Leverkusen en Abakar Sylla skoraði eina mark leiksins fyrir belgísku meistarana á 41. mínútu með skallamarki eftir hornspyrnu Skov Olsen. Lukas Hradecky, markvörður Leverkusen hefði mátt gera töluvert betur en inn fór boltinn. Fjórði sigur Brugge í síðustu 19 Meistaradeildar leikjum er því staðreynd en liðið hefur aldrei komist upp úr riðlakeppninni. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
Tottenham 2-0 Marseille Tottenham vann 2-0 sigur á Marseille með tvennu frá Richarlison í fyrsta leik hans í Meistaradeildinni. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað en fyrsta marktilraun Tottenham kom eftir 40. mínútuna leik en fram að því voru gestirnir líklegri til að skora. Markalaust var í leikhlé en í upphafi síðari hálfleiks var Tottenham skyndilega orðnir einum leikmanni fleiri. Chancel Mbemba, leikmaður Marseille, fékk þá rautt spjald fyrir að tækla Son Heung-Min sem var sloppinn einn í gegn. Á 76. mínútu skoraði Richarlision svo fyrsta mark sitt í treyju Tottenham þegar hann skallaði fyrirgjöf Ivan Peresic af vinstri væng í netið. Brassinn tvöfaldaði svo markafjölda sinn í Meistaradeildinni er hann skoraði aftur með kollspyrnu á 81. mínútu eftir undirbúning Pierre-Emile Højbjerg og lokatölur 2-0. Atletico Madrid 2-1 Porto Framan af var leikurinn frekar hljóðlátur en hasarinn fór ekki af stað fyrr en seint í leiknum. Á 81. mínútu er Mehdi Taremi, leikmaður Porto, rekinn af velli þegar hann fékk sitt seinna gula spjald fyrir leikaraskap. Taremi fékk sitt fyrra gula spjald einungis tíu mínútum áður. Tíu mínútum eftir rauða spjaldið, eða á 91. mínútu, skoraði Mario Hermoso það sem virtist vera sigurmark leiksins en skot Hermoso við enda vítateigsins fór af varnarmanni Porto og þaðan yfir Diogo Costa í marki Porto. Hermoso fór þó úr hetju í skúrk þegar hann fékk dæmda á sig vítaspyrnu fimm mínútum síðar. Mateus Uribe tók vítaspyrnuna fyrir Porto og jafnaði leikinn en Jan Oblak var afar nálægt því að verja spyrnuna. Ærin fagnaðarlæti eftir sigurmark Griezmann.Getty Images Á 101. mínútu kom hins vegar varamaðurinn Antoine Griezmann heimamönnum til bjargar þegar hann skoraði sigurmarkið með skalla og allt ætlaði um koll að keyra á Metropolitano vellinum í Madríd. Club Brugge 1-0 Bayer Leverkusen Í Belgíu vann Club Brugge óvæntan 1-0 sigur á Bayer Leverkusen en Abakar Sylla skoraði eina mark leiksins fyrir belgísku meistarana á 41. mínútu með skallamarki eftir hornspyrnu Skov Olsen. Lukas Hradecky, markvörður Leverkusen hefði mátt gera töluvert betur en inn fór boltinn. Fjórði sigur Brugge í síðustu 19 Meistaradeildar leikjum er því staðreynd en liðið hefur aldrei komist upp úr riðlakeppninni.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira