Sagt er frá vistaskiptunum í tilkynningu þar sem ennfremur segir að Margrét hafi áður einnig starfað hjá Landsbankanum í fyrirtækjaráðgjöf, við ráðgjöf til sprotafyrirtækja og í vöruþróun og hjá VGK verkfræðistofu (nú Mannvit), meðal annars við uppbyggingu Hellisheiðarvirkjunar.
„Margrét hefur setið í ýmsum stjórnum og ráðum ásamt því að hafa tekið þátt í fjölmörgum verkefnum á vegum atvinnulífs og stjórnvalda. Sem dæmi má nefna Samráðsvettvang Íslands um aukna hagsæld, stjórn Samtaka iðnaðarins auk þess sem hún er stjórnarformaður Tækniseturs.
Margrét er með meistaragráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands, meistaragráðu í orkukerfum og orkustjórnun frá The School of Renewable Energy Science auk B.S. gráðu í iðnaðarverkfræði,“ segir í tilkynningunni.
Davíð Helgason, stofnandi Unity, og Kjartan Örn Ólafsson, frumkvöðull og tækifjárfestir, standa að baki Transition Labs og er ætlunin að sækja erlend loftslagsverkefni til landsins og gera Ísland að miðstöð fyrir loftslagsiðnað framtíðarinnar.