Viðskipti erlent

Frétta­þulurinn Bernard Shaw er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Bernard Shaw árið 2000.
Bernard Shaw árið 2000. AP

Bandaríski fréttaþulurinn Bernard Shaw, sem starfaði lengi sem aðalfréttaþulur bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN, er látinn, 82 ára að aldri.

Sjónvarpsstöðin greindi frá andlátinu í dag og sagði Shaw hafa andast í gær eftir að hafa glímt við lungnabólgu síðustu daga.

Í tilkynningunni frá CNN segir að Shaw hafi verið einn af þeim sem starfað á stöðinni frá upphafi, 1. júní 1980. 

Hann hafi svo starfað sem aðalfréttaþulur stöðvarinnar næstu tuttugu árin og meðal annars sagt fréttir af forsetakosningum, atburðunum af Torgi hins himneska friðar árið 1989 og verið með einstaka umfjöllun um Persaflóastríðið frá Bagdad árið 1991.

Hann lét af störfum hjá CNN árið 2001.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×