Hvernig breytast seðlar og myntir breska konungsveldisins? Björn Berg Gunnarsson skrifar 9. september 2022 12:01 Andláti Elísabetar 2. Englandsdrottningar fylgja breytingar á ýmsum sviðum. Breyta þarf öllu frá þjóðsöng landsins að lögreglubúningum og vegabréfum en það sem vekur hvað helst áhuga minn eru seðlar og myntir víða um heim. Algengasta myndefni peningasögunnar Enginn þjóðarleiðtogi og raunar engin manneskja hefur prýtt fleiri útgáfur peninga. Þannig hefur andlit hennar birst á seðlum og myntum í 35 löndum í öllum heimsálfum utan Suðurskautslandsins, en nú eru allar líkur á að fleiri verði þeir ekki. Nema ákvörðun verði tekin um annað, sem ekki er þó hægt að útiloka, verður nú ráðist í að hanna seðla og myntir með andliti sonar hennar, Karls 3.Englandskonungs. Við vitum ekki hvernig það ferli mun eiga sér stað að þessu sinni, en fyrir sjö áratugum þurfti að taka sambærilega ákvörðun í kjölfar þess að faðir Elísabetar, Georg 6. féll frá. Getty Hvernig átti ný drottning að birtast þegnunum? Samkeppni var þá haldin um hvernig ný mynt skyldi líta út og voru tveir myndhöggvarar, þau Mary Gillick og Cecil Thomas, valin úr hópi umsækjenda til að setjast niður með drottningunni og höggva út vangasvip hennar. Útgáfa Gillick þótti betri og var slegin í nýjar myntir sem fóru í umferð ári síðar. Elísabet var einungis 25 ára þegar hún var krýnd og þótti nútímalegt að birta hana án kórónu og með skraut í hárinu. Eins og við hin þurfti Elísabet þó að „uppfæra prófílmyndina“ eftir því sem árin liðu og var vangasvipur hennar lagaður fjórum sinnum, nú síðast árið 2015, en þá hafði engin breyting verið gerð frá árinu 1998. Á öllum fjórum útgáfunum sem slegnar voru eftir þá fyrstu bar drottningin kórónu á höfði. Elísabet var ekki sjáanleg á peningaseðlum fyrr en árið 1960 þegar mynd Robert Austin birtist af henni á 1 punds seðlinum. Á seðlum hefur hún, ólíkt á myntum, að mestu litið beint í augu notandans. Á því eru þó nokkrar undantekningar, t.d. á seðlum Kanada, Kýpur, Gíbraltar, Fiji, Belize og fleiri svæðum víða um konungsdæmið. Karl býður hinn vangann Frá því á 17. öld hefur sú hefð verið virt að andlit nýs leiðtoga vísi í öfuga átt við forverann og mun Karl konungur því væntanlega líta til vinstri á nýjum myntum á meðan Elísabet leit ætíð til hægri. Það sama gildir raunar um frímerki, en myndefni þeirra verður fljótlega breytt með sama hætti og á peningum. Hvað nú? Líkt og áður segir liggur ekki enn fyrir hvert fyrirkomulagið verður á endurhönnun peninga vegna yfirvofandi krýningar. Í Ástralíu er gert ráð fyrir að nýjar myntir fari í umferð strax á næsta ári og mögulega verði andlit Karls prentað á 5 dollara seðla áður en langt um líður, en þar í landi er lausleg hefð fyrir því að þjóðarleiðtoginn prýði ódýrasta peningaseðilinn sem prentaður er. Í Bretlandi er þó áætlað að ferlið gæti tekið allt að tvö ár. Getty Endurhönnun annars umfangsmikils gjaldmiðils stendur nú yfir en hin 20 ára gamla Evra er á leið í nýjan búning eins og ég hef áður ritað um hér á Vísi. Ferlið við endurhönnunina er svo langt og flókið að það er hálf kómískt en þar er um sameiginlegt verkefni fjölda landa að ræða á meðan Myntslátta ensku krúnunnar fer með yfirumsjón verkefnisins þar í landi. Því er ekki óvarlegt að ætla að við getum greitt með seðlum prýddum geislandi brosi Karls konungs fyrir árslok 2024. Áhugaverð tímamót í sögu myntsláttu og peningaprentunar Áhugafólk um útlit peninga er tæplega á hverju strái en peningar eru þó enn með því myndefni sem við meðhöndlum hvað mest. Í 70 ár hefur Elísabet önnur verið milli handa og í vösum heilu kynslóðanna út um víða veröld og hefur hún því haft umtalsverð áhrif á hefðir við hönnun peninga. Ætli Karl sonur hennar og erfingi að eiga færi á að reynast jafn þaulsetinn á peningaseðlum þarf hann að bera krúnuna talsvert fram yfir 140 ára afmælisdaginn. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Bretland Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Kóngafólk Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Sjá meira
Andláti Elísabetar 2. Englandsdrottningar fylgja breytingar á ýmsum sviðum. Breyta þarf öllu frá þjóðsöng landsins að lögreglubúningum og vegabréfum en það sem vekur hvað helst áhuga minn eru seðlar og myntir víða um heim. Algengasta myndefni peningasögunnar Enginn þjóðarleiðtogi og raunar engin manneskja hefur prýtt fleiri útgáfur peninga. Þannig hefur andlit hennar birst á seðlum og myntum í 35 löndum í öllum heimsálfum utan Suðurskautslandsins, en nú eru allar líkur á að fleiri verði þeir ekki. Nema ákvörðun verði tekin um annað, sem ekki er þó hægt að útiloka, verður nú ráðist í að hanna seðla og myntir með andliti sonar hennar, Karls 3.Englandskonungs. Við vitum ekki hvernig það ferli mun eiga sér stað að þessu sinni, en fyrir sjö áratugum þurfti að taka sambærilega ákvörðun í kjölfar þess að faðir Elísabetar, Georg 6. féll frá. Getty Hvernig átti ný drottning að birtast þegnunum? Samkeppni var þá haldin um hvernig ný mynt skyldi líta út og voru tveir myndhöggvarar, þau Mary Gillick og Cecil Thomas, valin úr hópi umsækjenda til að setjast niður með drottningunni og höggva út vangasvip hennar. Útgáfa Gillick þótti betri og var slegin í nýjar myntir sem fóru í umferð ári síðar. Elísabet var einungis 25 ára þegar hún var krýnd og þótti nútímalegt að birta hana án kórónu og með skraut í hárinu. Eins og við hin þurfti Elísabet þó að „uppfæra prófílmyndina“ eftir því sem árin liðu og var vangasvipur hennar lagaður fjórum sinnum, nú síðast árið 2015, en þá hafði engin breyting verið gerð frá árinu 1998. Á öllum fjórum útgáfunum sem slegnar voru eftir þá fyrstu bar drottningin kórónu á höfði. Elísabet var ekki sjáanleg á peningaseðlum fyrr en árið 1960 þegar mynd Robert Austin birtist af henni á 1 punds seðlinum. Á seðlum hefur hún, ólíkt á myntum, að mestu litið beint í augu notandans. Á því eru þó nokkrar undantekningar, t.d. á seðlum Kanada, Kýpur, Gíbraltar, Fiji, Belize og fleiri svæðum víða um konungsdæmið. Karl býður hinn vangann Frá því á 17. öld hefur sú hefð verið virt að andlit nýs leiðtoga vísi í öfuga átt við forverann og mun Karl konungur því væntanlega líta til vinstri á nýjum myntum á meðan Elísabet leit ætíð til hægri. Það sama gildir raunar um frímerki, en myndefni þeirra verður fljótlega breytt með sama hætti og á peningum. Hvað nú? Líkt og áður segir liggur ekki enn fyrir hvert fyrirkomulagið verður á endurhönnun peninga vegna yfirvofandi krýningar. Í Ástralíu er gert ráð fyrir að nýjar myntir fari í umferð strax á næsta ári og mögulega verði andlit Karls prentað á 5 dollara seðla áður en langt um líður, en þar í landi er lausleg hefð fyrir því að þjóðarleiðtoginn prýði ódýrasta peningaseðilinn sem prentaður er. Í Bretlandi er þó áætlað að ferlið gæti tekið allt að tvö ár. Getty Endurhönnun annars umfangsmikils gjaldmiðils stendur nú yfir en hin 20 ára gamla Evra er á leið í nýjan búning eins og ég hef áður ritað um hér á Vísi. Ferlið við endurhönnunina er svo langt og flókið að það er hálf kómískt en þar er um sameiginlegt verkefni fjölda landa að ræða á meðan Myntslátta ensku krúnunnar fer með yfirumsjón verkefnisins þar í landi. Því er ekki óvarlegt að ætla að við getum greitt með seðlum prýddum geislandi brosi Karls konungs fyrir árslok 2024. Áhugaverð tímamót í sögu myntsláttu og peningaprentunar Áhugafólk um útlit peninga er tæplega á hverju strái en peningar eru þó enn með því myndefni sem við meðhöndlum hvað mest. Í 70 ár hefur Elísabet önnur verið milli handa og í vösum heilu kynslóðanna út um víða veröld og hefur hún því haft umtalsverð áhrif á hefðir við hönnun peninga. Ætli Karl sonur hennar og erfingi að eiga færi á að reynast jafn þaulsetinn á peningaseðlum þarf hann að bera krúnuna talsvert fram yfir 140 ára afmælisdaginn. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka.
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar