Börsungar ekki í neinum vandræðum með botnliðið

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Börsungar fagna.
Börsungar fagna. vísir/Getty

Stórskotalið Barcelona átti ekki í teljandi erfiðleikum með botnlið Cadiz þegar liðin áttust við í Cadiz í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Yfirburðir Börsunga voru verulegir en þó tókst heimamönnum í Cadiz að halda út fyrri hálfleikinn án þess að fá á sig mark og staðan í leikhléi 0-0.

Hollenski miðjumaðurinn Frenkie De Jong kom Barcelona á bragðið á 55.mínútu og í kjölfarið má segja að úrslitin hafi verið ráðin þar sem sóknarkraftur heimamanna var afar lítill.

Robert Lewandowski kom Barcelona í 2-0 á 65.mínútu en rúmum tíu mínútum síðar þurfti að gera hlé á leiknum vegna veikinda áhorfanda. Voru liðin send til búningsherbergja og fór leikurinn ekki af stað aftur fyrr en um 50 mínútum síðar.

Þetta langa hlé breytti ekki gangi leiksins því Barcelona skoraði tvö mörk eftir að leikurinn fór aftur í gang og lauk leiknum því með 0-4 sigri Barcelona.

Barcelona á toppi deildarinnar með þrettán stig en Cadiz er án stiga á botninum og hafa raunar ekki náð að skora mark í fyrstu fimm leikjum mótsins.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira