Fótbolti

Berg­lind Rós á skotskónum í Sví­þjóð | Selma Sól á toppnum í Noregi

Atli Arason skrifar
Berglind Rós Ágústsdóttir, leikmaður Örebro
Berglind Rós Ágústsdóttir, leikmaður Örebro Örebro

Það voru nóg um íslenskar mínútur víðs vegar í evrópska fótboltanum í dag.

Berling Rós Ágústsdóttir, leikmaður Örebro, lék allan leikinn og skoraði eitt mark í 0-4 útisigri Örebro á Kalmar í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Berglind skoraði fjórða og síðasta mark Örebro á 48. mínútu.

Amanda Andradóttir var í byrjunarliði Kristianstad sem vann 2-6 sigur á útivelli gegn AIK. Amöndu var skipt af velli eftir 66 mínútur en þá var Kristianstad 0-5 yfir. Elísabet Gunnarsdóttir stýrir liði Kristianstad.

Guðrún Arnardóttir var líka í byrjunarliði. Guðrún byrjaði inn á hjá toppliði Rosengard sem tapaði óvænt gegn Hammarby á útivelli, 2-0. Þetta er einungis annar tapleikur Rosengard á tímabilinu en Guðrún lék í 74 mínútur áður en henni var skipt útaf.

Rosenborg er eftir sem áður á topp sænsku úrvalsdeildarinnar með 45 stig eftir 19 leiki. Kistianstad er í 2. sæti með 42 stig eftir jafn marga leiki á meðan Örebro er í 9. sæti með 24 stig, einnig eftir 19 leiki.

Í Noregi lék Selma Sól allan leikinn með Rosenborg í 3-1 sigri á Stabæk. Leikurinn er sá fyrsti í úrslitakeppni efri helmings norsku úrvalsdeildarinnar en Rosenborg er þar á toppnum með sjö stig. Brann og Vålerenga eigast við á morgun en þessi fjögur lið skipa efri helming úrslitakeppninnar.

Fyrr í dag spilaði svo Guðný Árnadóttir allan leikinn með AC Milan sem var í heimsókn hjá Roma. Heimakonur unnu þar 2-0 sigur og Roma er því á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar eftir tvo leiki á meðan AC Milan er í 9. sæti, án sigurs eftir fyrstu tvo leikina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×