Sjálfstæðismenn gagnrýna biðraðir í mötuneytinu Árni Sæberg skrifar 10. september 2022 20:54 Sjálfstæðismenn komu skoðunum sínum um biðraðir í mötuneyti á framfæri á fundi borgarráðs. Vísir/Vilhelm Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagði til að ráðist verði í stafræna umbreytingu við skráningu á máltíðum starfsmanna Reykjavíkurborgar í ráðhúsinu og á Höfðatorgi á fundi borgarráðs á fimmtudag. Starfsmenn borgarinnar þurfa að handskrá kennitölur sínar, eða jafnvel skrifa þær niður, til þess að fá hádegismat. Í tillögu Sjálfstæðisflokksins segir að bæði í ráðhúsinu og á Höfðatorgi sé búnaður, sem ætlað er að lesa af aðgangskortum starfsfólks, og skrá þannig máltíðir þeirra með stafrænum hætti. Sá búnaður hafi hins vegar ekki virkað í mörg ár og því þurfi starfsfólka að slá kennitölur sínar inn í tölvuna með handvirkum hætti í hvert sinn, sem það fær sér máltíð, eða skrifa jafnvel þessar upplýsingar á pappír, sem liggur frammi í mötuneytunum í því skyni. „Markmið tillögunnar er að flýta fyrir afgreiðslu í mötuneytunum þar sem núverandi fyrirkomulag leiðir til tafa og biðraðamyndunar,“ segir í tillögunni. Þá segir að úrbætur varðandi þetta einfalda atriði myndu eflaust auka trúverðugleika Reykjavíkurborgar gagnvart starfsfólki sínu og gera það jákvæðara varðandi þá stafrænu vegferð sem borgin er á. Tekist á um stafrænu vegferðina Á sama borgarráðsfundi var haldin kynning um stöðu stafrænnar umbreytingar hjá Reykjavíkurborg. Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins lögðu fram heldur harðorðar bókanir um kynninguna. Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði í bókun að nú væru liðin tæplega tvö ár síðan borgarstjórn samþykkti að fjárfesta tíu milljörðum í stafræna umbreytingu á þriggja ára tímabili. Stafræn umbreyting sé sannarlega mikið framfararskref á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar. „Þó er umhugsunarvert hvernig opinberum fjármunum verður varið og að ekki birtist víðtækari áform um útvistun verkefna. Það er áhyggjuefni þegar hið opinbera fyrirhugar að reisa stærsta hugbúnaðarhús landsins og ráðast í beina samkeppni við atvinnulíf um takmarkaða sérþekkingu,“ segir í bókuninni. Þá segir að mikilvægt sé að hafa hugfasta rannsókn ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey and Company sem sýni fram á að stafræn umbreyting mistakist í að minnsta kosti sjötíu prósent tilvika. „Það er því mikilvægt að sýna verkefninu aðhald og fylgjast með ráðstöfun fjármuna af gaumgæfni,“ segir í lok bókunnar. Greinilega engu til sparað við gerð kynninga „Kynningar eru ávallt glæsilegar hjá þessu sviði og greinilega engu til sparað til að gera þær áhrifaríkar. Nauðsynlegt var að ganga rösklega til verks í stafrænni umbreytingu enda er það framtíðin. Ævintýralegu miklu fjármagni hefur verið veitt í stafræna vegferð borgarinnar sem ekki hefur verið nýtt af skynsemi,“ svo hefst bókun Helgu Þórðardóttur, áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins. Hún segir að gríðarlegu fjármagni hafi verið veitt í að búnað. „Starfsmenn sviðsins fá sérstök hlunnindi s.s. samgöngustyrk heilsuræktarstyrk og menningar- og sundkort, einnig rafskútur til notkunar á vinnutíma,“ segir hún og vísar til þjónustu- og nýsköpunarsviðs. Helga segir að nálgun sviðsins undanfarin ár hafi einkennst af fumkenndri tilraunastarfssemi þar sem miklum tíma og fjármunum hafi verið eytt í að uppgötva hluti sem nú þegar séu til. Það hafi fengið að gerast án athugasemda meirihlutans. Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Í tillögu Sjálfstæðisflokksins segir að bæði í ráðhúsinu og á Höfðatorgi sé búnaður, sem ætlað er að lesa af aðgangskortum starfsfólks, og skrá þannig máltíðir þeirra með stafrænum hætti. Sá búnaður hafi hins vegar ekki virkað í mörg ár og því þurfi starfsfólka að slá kennitölur sínar inn í tölvuna með handvirkum hætti í hvert sinn, sem það fær sér máltíð, eða skrifa jafnvel þessar upplýsingar á pappír, sem liggur frammi í mötuneytunum í því skyni. „Markmið tillögunnar er að flýta fyrir afgreiðslu í mötuneytunum þar sem núverandi fyrirkomulag leiðir til tafa og biðraðamyndunar,“ segir í tillögunni. Þá segir að úrbætur varðandi þetta einfalda atriði myndu eflaust auka trúverðugleika Reykjavíkurborgar gagnvart starfsfólki sínu og gera það jákvæðara varðandi þá stafrænu vegferð sem borgin er á. Tekist á um stafrænu vegferðina Á sama borgarráðsfundi var haldin kynning um stöðu stafrænnar umbreytingar hjá Reykjavíkurborg. Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins lögðu fram heldur harðorðar bókanir um kynninguna. Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði í bókun að nú væru liðin tæplega tvö ár síðan borgarstjórn samþykkti að fjárfesta tíu milljörðum í stafræna umbreytingu á þriggja ára tímabili. Stafræn umbreyting sé sannarlega mikið framfararskref á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar. „Þó er umhugsunarvert hvernig opinberum fjármunum verður varið og að ekki birtist víðtækari áform um útvistun verkefna. Það er áhyggjuefni þegar hið opinbera fyrirhugar að reisa stærsta hugbúnaðarhús landsins og ráðast í beina samkeppni við atvinnulíf um takmarkaða sérþekkingu,“ segir í bókuninni. Þá segir að mikilvægt sé að hafa hugfasta rannsókn ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey and Company sem sýni fram á að stafræn umbreyting mistakist í að minnsta kosti sjötíu prósent tilvika. „Það er því mikilvægt að sýna verkefninu aðhald og fylgjast með ráðstöfun fjármuna af gaumgæfni,“ segir í lok bókunnar. Greinilega engu til sparað við gerð kynninga „Kynningar eru ávallt glæsilegar hjá þessu sviði og greinilega engu til sparað til að gera þær áhrifaríkar. Nauðsynlegt var að ganga rösklega til verks í stafrænni umbreytingu enda er það framtíðin. Ævintýralegu miklu fjármagni hefur verið veitt í stafræna vegferð borgarinnar sem ekki hefur verið nýtt af skynsemi,“ svo hefst bókun Helgu Þórðardóttur, áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins. Hún segir að gríðarlegu fjármagni hafi verið veitt í að búnað. „Starfsmenn sviðsins fá sérstök hlunnindi s.s. samgöngustyrk heilsuræktarstyrk og menningar- og sundkort, einnig rafskútur til notkunar á vinnutíma,“ segir hún og vísar til þjónustu- og nýsköpunarsviðs. Helga segir að nálgun sviðsins undanfarin ár hafi einkennst af fumkenndri tilraunastarfssemi þar sem miklum tíma og fjármunum hafi verið eytt í að uppgötva hluti sem nú þegar séu til. Það hafi fengið að gerast án athugasemda meirihlutans.
Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira