Loftlagsbreytingar auki áhættu í tryggingageiranum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. september 2022 11:25 Með breyttu loftlsagi er hætta á aukinni tíðni náttúruhamfara. Vísir/RAX Forstjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands segir líklegt að hamförum vegna loftslagsbreytinga fjölgi á næstu árum. Unnið sé að endurmati á byggingastöðlum til að bregðast við breyttu loftslagi. Greint var frá því á dögunum að rannsóknir bendi til að bráðnun á Grænlandsjökli gæti leitt til þess að sjávarborð hækki um allt að tæplega 30 sentímetra fyrir næstu aldamót. Ef ekkert verður að gert benda verstu sviðsmyndir til að sjávarborð gæti hækkað um allt að tvo metra. Slík hækkun ásamt meira langvarandi óveðrum gæti haft miklar afleiðingar í för með sér á Íslandi eins og annars staðar í heiminum. Þessar breyttu aðstæður geta valdið gríðarlegum kostnaði en hér á landi eru það Náttúruvártryggingar Íslands sem tryggja almenning fyrir tjóni, til dæmis af völdum snjóflóða, vatns- og sjávarflóða og skriðufalla. „Þetta eru allt atburðir sem hafa loftslagstengingu og hvernig veðurfar er hefur áhrif á þessar tegundir af atburðum sem eru tryggðir hjá okkur,“ sagði Hulda Ragnheiður Árnadóttir forstjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Fólk sjái vaxandi áhættu á tjóni vegna loftslagstengdra hamfara. „Auðvitað er fólk með misjafnar skoðanir á loftslagsmálum en ég held að við sem störfum í þessum geira séum ekki neinum vafa um það að það er augljós breyting til hins verra, sérstaklega í þessum flóðatjónum,“ segir Hulda. Íslendingar þurfi að búa sig undir fjölgun atburða á við skriðuföllin á Seyðisfirði með breyttu loftslagi. Taka þurfi mið af áhættuatriðum sem þessum í uppbyggingu, til dæmis hvar gluggar eru staðsettir í samhengi við aukna flóðhættu. „Það er verið að vinna í endurskoðun á hlutum eins og þessu í takt við þá tíma sem eru uppi.“ Náttúruhamfarir Tryggingar Sprengisandur Loftslagsmál Tengdar fréttir Íslendingar verða að búa sig undir óafturkræfar afleiðingar loftslagsbreytinga Jafnvel þótt mannkynið hætti allri losun gróðurhúsalofttegunda í dag er ekki hægt að afstýra auknum hamförum vegna loftlagsbreytinganna. Íslendingar verða eins og aðrar þjóðir að aðlaga sig þessum raunveruleika að mati veðurstofustjóra. 30. ágúst 2022 19:20 Kolefnisjöfnun er mikilvæg en það þarf að standa rétt að henni Kolefnisjöfnun er hugtak sem heyrist æ oftar notað hér á landi. Okkur býðst að kolefnisjafna kaup á vörum og þjónustu, eldsneyti, flugferðir og allt þar á milli. Það er jákvætt að sjá að íslensk fyrirtæki og almenningur taki ábyrgð á kolefnisspori sínu eins og frekast má og séu hluti af vitundarvakningu um allan heim um áhrif loftslagsbreytinga. 29. ágúst 2022 10:00 Hvað græðum við á loftslagsaðgerðum? Miðað við hægagang stjórnvalda í viðbrögðum sínum við yfirvofandi loftslagshamförum mætti halda að ábatinn af því að ráðast í aðgerðir fyrir samfélagið í heild sé ekki nægilega skýr. 18. ágúst 2022 12:30 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Greint var frá því á dögunum að rannsóknir bendi til að bráðnun á Grænlandsjökli gæti leitt til þess að sjávarborð hækki um allt að tæplega 30 sentímetra fyrir næstu aldamót. Ef ekkert verður að gert benda verstu sviðsmyndir til að sjávarborð gæti hækkað um allt að tvo metra. Slík hækkun ásamt meira langvarandi óveðrum gæti haft miklar afleiðingar í för með sér á Íslandi eins og annars staðar í heiminum. Þessar breyttu aðstæður geta valdið gríðarlegum kostnaði en hér á landi eru það Náttúruvártryggingar Íslands sem tryggja almenning fyrir tjóni, til dæmis af völdum snjóflóða, vatns- og sjávarflóða og skriðufalla. „Þetta eru allt atburðir sem hafa loftslagstengingu og hvernig veðurfar er hefur áhrif á þessar tegundir af atburðum sem eru tryggðir hjá okkur,“ sagði Hulda Ragnheiður Árnadóttir forstjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Fólk sjái vaxandi áhættu á tjóni vegna loftslagstengdra hamfara. „Auðvitað er fólk með misjafnar skoðanir á loftslagsmálum en ég held að við sem störfum í þessum geira séum ekki neinum vafa um það að það er augljós breyting til hins verra, sérstaklega í þessum flóðatjónum,“ segir Hulda. Íslendingar þurfi að búa sig undir fjölgun atburða á við skriðuföllin á Seyðisfirði með breyttu loftslagi. Taka þurfi mið af áhættuatriðum sem þessum í uppbyggingu, til dæmis hvar gluggar eru staðsettir í samhengi við aukna flóðhættu. „Það er verið að vinna í endurskoðun á hlutum eins og þessu í takt við þá tíma sem eru uppi.“
Náttúruhamfarir Tryggingar Sprengisandur Loftslagsmál Tengdar fréttir Íslendingar verða að búa sig undir óafturkræfar afleiðingar loftslagsbreytinga Jafnvel þótt mannkynið hætti allri losun gróðurhúsalofttegunda í dag er ekki hægt að afstýra auknum hamförum vegna loftlagsbreytinganna. Íslendingar verða eins og aðrar þjóðir að aðlaga sig þessum raunveruleika að mati veðurstofustjóra. 30. ágúst 2022 19:20 Kolefnisjöfnun er mikilvæg en það þarf að standa rétt að henni Kolefnisjöfnun er hugtak sem heyrist æ oftar notað hér á landi. Okkur býðst að kolefnisjafna kaup á vörum og þjónustu, eldsneyti, flugferðir og allt þar á milli. Það er jákvætt að sjá að íslensk fyrirtæki og almenningur taki ábyrgð á kolefnisspori sínu eins og frekast má og séu hluti af vitundarvakningu um allan heim um áhrif loftslagsbreytinga. 29. ágúst 2022 10:00 Hvað græðum við á loftslagsaðgerðum? Miðað við hægagang stjórnvalda í viðbrögðum sínum við yfirvofandi loftslagshamförum mætti halda að ábatinn af því að ráðast í aðgerðir fyrir samfélagið í heild sé ekki nægilega skýr. 18. ágúst 2022 12:30 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Íslendingar verða að búa sig undir óafturkræfar afleiðingar loftslagsbreytinga Jafnvel þótt mannkynið hætti allri losun gróðurhúsalofttegunda í dag er ekki hægt að afstýra auknum hamförum vegna loftlagsbreytinganna. Íslendingar verða eins og aðrar þjóðir að aðlaga sig þessum raunveruleika að mati veðurstofustjóra. 30. ágúst 2022 19:20
Kolefnisjöfnun er mikilvæg en það þarf að standa rétt að henni Kolefnisjöfnun er hugtak sem heyrist æ oftar notað hér á landi. Okkur býðst að kolefnisjafna kaup á vörum og þjónustu, eldsneyti, flugferðir og allt þar á milli. Það er jákvætt að sjá að íslensk fyrirtæki og almenningur taki ábyrgð á kolefnisspori sínu eins og frekast má og séu hluti af vitundarvakningu um allan heim um áhrif loftslagsbreytinga. 29. ágúst 2022 10:00
Hvað græðum við á loftslagsaðgerðum? Miðað við hægagang stjórnvalda í viðbrögðum sínum við yfirvofandi loftslagshamförum mætti halda að ábatinn af því að ráðast í aðgerðir fyrir samfélagið í heild sé ekki nægilega skýr. 18. ágúst 2022 12:30