Íslenski boltinn

Eiður Smári: Magnað afrek hjá Steven Lennon

Hjörvar Ólafsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen getur verið stoltur af frammistöðu læisveina sinna í dag. 
Eiður Smári Guðjohnsen getur verið stoltur af frammistöðu læisveina sinna í dag.  Vísir/Hulda

Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH, sagði mikilvægt fyrir leikmenn sína að svífa ekki upp til skýjanna þrátt fyrir frábæra frammistöðu og sannfærandi sigur FH-liðsins gegn Skagamönnum í fallbaráttuslag í Bestu deild karla í fótbolta á Kaplakrikavelli í dag. 

„Mig langar að vekja athygli fólks á því að Lennon var að skora sitt 100. mark í þessum leik sem er bara magnað afrek. Það gladdi mig mikið að sjá hann ná þessum merka áfanga," sagði Eiður Smári Guðjohnsen í samtali við Vísi eftir leikinn.

„Annars var það bara spilamennskan sem ég er stoltur af. Ég er ánægður með hvað við mættum af miklum krafti til leiks og slepptum aldrei takinu af Skagamönnum. Við vissum vel að það kæmi smá kafli einhvers staðar í leiknum þar sem Skaginn myndi ná áhlaupi en við stóðumst það og innbyrtum sannfærandi sigur," sagði Eiður Smári enn fremur.

„Davíð Snær kom rosalega vel inn í liðið í þessum leik og var klókur í að finna sér hættulegar stöður. Það sama á við um fleiri leikmenn í liðinu og mér fannst við raunar bara heilt yfir mjög flottir í þessum leik," sagði hann. 

„Eins og ég hef sagt áður í sumar þá megum við ekki fara of hátt upp eftir sigurleiki eða of langt niður þegar við töpum. Það eru spennandi verkefni fram undan bæði í deildinni og svo bikarúrslitaleikurinn. Þó svo að við höfum spilað vel í þessum leik þá er alltaf eitthvað sem má bæta. 

Nú þarf ég bara að horfa á þennan leik aftur og taka það góða úr honum og finna hvað við þurfu að gera betur," sagði þjálfari FH en FH-liðið mætir Stjörnunni í næstu umferð deildarinnar áður en liðið leikur við Víking í bikarúrslitaleik 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×