Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Telma Tómasson les.
Telma Tómasson les.

Nýjar rannsóknir á notkun virka efnisins í ofskynjunarsveppum í lækningaskyni við þunglyndi lofa mjög góðu að sögn læknis. Psilosybin sé allt öðruvísi en öll önnur lyf sem notuð hafi verið við þunglyndi til þessa. Þingmaður vill að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á þessum efnum. Við skoðum málið.

Þá fylgjumst við með þingkosningum í Svíþjóð en kjörstaðir lokuðu klukkan sex á íslenskum tíma. Von er á útgönguspá sænska ríkisútvarpsins rétt fyrir fréttatímann.

Töluverð aukning hefur orðið á því að myndbandsupptökur berist lögreglu í þjófnaðarmálum, en þær liggja fyrir í fjórða hverju máli. Sala á öryggismyndavélum til heimila hefur margfaldast, en á sama tíma hefur kvörtunum til Persónuverndar vegna slíkra véla fjölgað.

Heilsugæslan biðlar til landsmanna að æla heima og bendir réttilega á að það sé hvimleitt að fá niðurgang í bílnum í nýrri auglýsingaherferð. Við komumst að því hvers vegna þessi skilaboð þykja nauðsynleg.

Þá fylgjumst við með stöðunni í Úkraínu og skoðum forystusauði með stæðileg horn.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×