Hægt að spila sem stelpurnar okkar í FIFA 23 Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2022 07:31 Dagný Brynjarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir verða í FIFA 23, bæði í íslenska landsliðinu og í félagsliðum sínum, West Ham og PSG. Getty/Joe Prior Bæði kvenna- og karlalandslið Íslands í fótbolta eru á meðal þeirra liða sem hægt verður að velja í næstu útgáfu af FIFA-tölvuleiknum gríðarvinsæla, FIFA 23. Þetta verður í fyrsta sinn sem að kvennalandslið Íslands, sem situr í 14. sæti heimslistans, verður með í tölvuleiknum en nýi leikurinn kemur út um næstu mánaðamót. Karlalandsliðið hefur verið í leiknum síðustu ár. Ísland er á meðal aðeins sautján landsliða í kvennaflokki sem verða í FIFA 23 en þar á meðal eru ellefu Evrópuþjóðir. Fréttablaðið fjallar um þetta mál í dag og hefur eftir Stefáni Sveini Gunnarssyni, sviðsstjóra á markaðssviði KSÍ, að sambandið hafi gert kröfu um að kvennalandsliðið yrði með í leiknum, í viðræðum sínum við framleiðandann EA Sports um framlengingu samnings. Samningurinn skilar þó ekki auknum tekjum til KSÍ. „Fyrir samninginn greiðir EA Sports engar fjárhæðir til okkar. Við metum þennan sýnileika þess virði að hann sé réttlætanlegur án greiðslunnar,“ segir Stefán við Fréttablaðið. Tvö Íslendingalið í kvennadeildunum Kvennalandslið Ástralíu og Nýja-Sjálands, sem halda HM á næsta ári, detta út úr tölvuleiknum frá því í FIFA 22 en inn koma Ísland og Argentína. Tvær deildir með kvennaliðum verða svo í boði í FIFA 23, sú enska og sú franska. Það þýðir að hægt verður að spila með félagslið tveggja íslenskra landsliðskvenna, West Ham (Dagný Brynjarsdóttir) og PSG (Berglind Björg Þorvaldsdóttir). Rafíþróttir Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Handbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Fleiri fréttir „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Sjá meira
Þetta verður í fyrsta sinn sem að kvennalandslið Íslands, sem situr í 14. sæti heimslistans, verður með í tölvuleiknum en nýi leikurinn kemur út um næstu mánaðamót. Karlalandsliðið hefur verið í leiknum síðustu ár. Ísland er á meðal aðeins sautján landsliða í kvennaflokki sem verða í FIFA 23 en þar á meðal eru ellefu Evrópuþjóðir. Fréttablaðið fjallar um þetta mál í dag og hefur eftir Stefáni Sveini Gunnarssyni, sviðsstjóra á markaðssviði KSÍ, að sambandið hafi gert kröfu um að kvennalandsliðið yrði með í leiknum, í viðræðum sínum við framleiðandann EA Sports um framlengingu samnings. Samningurinn skilar þó ekki auknum tekjum til KSÍ. „Fyrir samninginn greiðir EA Sports engar fjárhæðir til okkar. Við metum þennan sýnileika þess virði að hann sé réttlætanlegur án greiðslunnar,“ segir Stefán við Fréttablaðið. Tvö Íslendingalið í kvennadeildunum Kvennalandslið Ástralíu og Nýja-Sjálands, sem halda HM á næsta ári, detta út úr tölvuleiknum frá því í FIFA 22 en inn koma Ísland og Argentína. Tvær deildir með kvennaliðum verða svo í boði í FIFA 23, sú enska og sú franska. Það þýðir að hægt verður að spila með félagslið tveggja íslenskra landsliðskvenna, West Ham (Dagný Brynjarsdóttir) og PSG (Berglind Björg Þorvaldsdóttir).
Rafíþróttir Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Handbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Fleiri fréttir „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Sjá meira