Ákærður fyrir að kyssa unglingsstúlku og ganga í skrokk á móður sinni Atli Ísleifsson skrifar 14. september 2022 11:06 Maðurinn er ákærður fyrir tilraun til manndráps, brot gegn valdstjórninni og kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fertugsaldri var í sumar ákærður fyrir að hafa kysst unglingsstúlku og tilraun til manndráps með því að hafa gengið illa í skrokk á móður sinni í Reykjavík. Aðalmeðferð fór fram í málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í mánuðinum. Maðurinn var ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa í apríl síðastliðnum veist með ofbeldi að móður sinni í íbúð í Reykjavík, með því að slegið hana ítrekað með krepptum hnefa í líkama, andlit og höfuð, sparkað í líkama hennar og ítrekað tekið hana hálstaki þannig að hún missti meðvitund. Í ákæru, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að móðirin hafi hlotið glóðarauga og áverka á hálsi, andliti, höfði, handleggjum, endi, fótlegg og brjóstkassa. Hafi maðurinn þannig ógnað lífi, heilsu og velferð móður sinnar. Deilt um hvort stúlkan og móðirin þyrftu að mæta manninum í dómsal Í ákæru segir einnig að maðurinn hafi ákærður fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa árið 2020 tekið utan um stúlku sem þá var fimmtán ára, kysst hana á hálsinn og reynt að kyssa hana á munninn. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður hafnað kröfum móðurinnar og stúlkunnar um að manninum yrði gert að víkja úr dómsal þegar þær gæfu skýrslu. Landsréttur sneri hins vegar að hluta við úrskurði héraðsdóms, þannig að manninum yrði gert að yfirgefa dómsal þegar unga konan gæfi skýrslu. Sambærilegri kröfu móðurinnar var þó hafnað og þurfti hún að mæta syni í dómsal, en aðalmeðferð í málinu fór fram fyrr í mánuðinum. Í úrskurðinum segir að stúlkan hafi greint sálfræðingi sínum frá því að fátt annað hafi komist að í huga hennar en meðferð málsins og að þurfa að bera vitni í dómsal að manninum viðstöddum. „Óttist hún viðbrögð hans við vitnisburði hennar. Málið hvíli þungt á henni og mikil streita og einkenni kvíða og depurðar hafi komið fram í viðtölum og svörum,“ segir í úrskurði Landsréttar sem féllst á kröfuna stúlkunnar. Hefur áður ráðist á föður sinn Maðurinn er auk þess ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni, með því að hafa í lögreglubíl í mars síðastliðinn hótað lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra lífláti þegar verið var að keyra hann úr Skeifunni í Reykjavík og niður á lögreglustöð. Maðurinn hefur áður verið sakfelldur fyrir ofbeldisbrot, meðal annars gagnvart föður sínum, og fyrir brot gegn valdstjórninni. Maðurinn var á sínum tíma úrskurðaður í gæsluvarðhald, en það var mat lögreglu að mikil hætta væri almennri ofbeldishegðun mannsins og að líklegir brotaþolar væru taldir foreldrar hans, lögreglumenn, starfsfólk í heilbrigðisþjónustu/félagsþjónustu og almennir borgarar. Dómsmál Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Aðalmeðferð fór fram í málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í mánuðinum. Maðurinn var ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa í apríl síðastliðnum veist með ofbeldi að móður sinni í íbúð í Reykjavík, með því að slegið hana ítrekað með krepptum hnefa í líkama, andlit og höfuð, sparkað í líkama hennar og ítrekað tekið hana hálstaki þannig að hún missti meðvitund. Í ákæru, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að móðirin hafi hlotið glóðarauga og áverka á hálsi, andliti, höfði, handleggjum, endi, fótlegg og brjóstkassa. Hafi maðurinn þannig ógnað lífi, heilsu og velferð móður sinnar. Deilt um hvort stúlkan og móðirin þyrftu að mæta manninum í dómsal Í ákæru segir einnig að maðurinn hafi ákærður fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa árið 2020 tekið utan um stúlku sem þá var fimmtán ára, kysst hana á hálsinn og reynt að kyssa hana á munninn. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður hafnað kröfum móðurinnar og stúlkunnar um að manninum yrði gert að víkja úr dómsal þegar þær gæfu skýrslu. Landsréttur sneri hins vegar að hluta við úrskurði héraðsdóms, þannig að manninum yrði gert að yfirgefa dómsal þegar unga konan gæfi skýrslu. Sambærilegri kröfu móðurinnar var þó hafnað og þurfti hún að mæta syni í dómsal, en aðalmeðferð í málinu fór fram fyrr í mánuðinum. Í úrskurðinum segir að stúlkan hafi greint sálfræðingi sínum frá því að fátt annað hafi komist að í huga hennar en meðferð málsins og að þurfa að bera vitni í dómsal að manninum viðstöddum. „Óttist hún viðbrögð hans við vitnisburði hennar. Málið hvíli þungt á henni og mikil streita og einkenni kvíða og depurðar hafi komið fram í viðtölum og svörum,“ segir í úrskurði Landsréttar sem féllst á kröfuna stúlkunnar. Hefur áður ráðist á föður sinn Maðurinn er auk þess ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni, með því að hafa í lögreglubíl í mars síðastliðinn hótað lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra lífláti þegar verið var að keyra hann úr Skeifunni í Reykjavík og niður á lögreglustöð. Maðurinn hefur áður verið sakfelldur fyrir ofbeldisbrot, meðal annars gagnvart föður sínum, og fyrir brot gegn valdstjórninni. Maðurinn var á sínum tíma úrskurðaður í gæsluvarðhald, en það var mat lögreglu að mikil hætta væri almennri ofbeldishegðun mannsins og að líklegir brotaþolar væru taldir foreldrar hans, lögreglumenn, starfsfólk í heilbrigðisþjónustu/félagsþjónustu og almennir borgarar.
Dómsmál Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira