Ákærður fyrir að kyssa unglingsstúlku og ganga í skrokk á móður sinni Atli Ísleifsson skrifar 14. september 2022 11:06 Maðurinn er ákærður fyrir tilraun til manndráps, brot gegn valdstjórninni og kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fertugsaldri var í sumar ákærður fyrir að hafa kysst unglingsstúlku og tilraun til manndráps með því að hafa gengið illa í skrokk á móður sinni í Reykjavík. Aðalmeðferð fór fram í málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í mánuðinum. Maðurinn var ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa í apríl síðastliðnum veist með ofbeldi að móður sinni í íbúð í Reykjavík, með því að slegið hana ítrekað með krepptum hnefa í líkama, andlit og höfuð, sparkað í líkama hennar og ítrekað tekið hana hálstaki þannig að hún missti meðvitund. Í ákæru, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að móðirin hafi hlotið glóðarauga og áverka á hálsi, andliti, höfði, handleggjum, endi, fótlegg og brjóstkassa. Hafi maðurinn þannig ógnað lífi, heilsu og velferð móður sinnar. Deilt um hvort stúlkan og móðirin þyrftu að mæta manninum í dómsal Í ákæru segir einnig að maðurinn hafi ákærður fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa árið 2020 tekið utan um stúlku sem þá var fimmtán ára, kysst hana á hálsinn og reynt að kyssa hana á munninn. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður hafnað kröfum móðurinnar og stúlkunnar um að manninum yrði gert að víkja úr dómsal þegar þær gæfu skýrslu. Landsréttur sneri hins vegar að hluta við úrskurði héraðsdóms, þannig að manninum yrði gert að yfirgefa dómsal þegar unga konan gæfi skýrslu. Sambærilegri kröfu móðurinnar var þó hafnað og þurfti hún að mæta syni í dómsal, en aðalmeðferð í málinu fór fram fyrr í mánuðinum. Í úrskurðinum segir að stúlkan hafi greint sálfræðingi sínum frá því að fátt annað hafi komist að í huga hennar en meðferð málsins og að þurfa að bera vitni í dómsal að manninum viðstöddum. „Óttist hún viðbrögð hans við vitnisburði hennar. Málið hvíli þungt á henni og mikil streita og einkenni kvíða og depurðar hafi komið fram í viðtölum og svörum,“ segir í úrskurði Landsréttar sem féllst á kröfuna stúlkunnar. Hefur áður ráðist á föður sinn Maðurinn er auk þess ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni, með því að hafa í lögreglubíl í mars síðastliðinn hótað lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra lífláti þegar verið var að keyra hann úr Skeifunni í Reykjavík og niður á lögreglustöð. Maðurinn hefur áður verið sakfelldur fyrir ofbeldisbrot, meðal annars gagnvart föður sínum, og fyrir brot gegn valdstjórninni. Maðurinn var á sínum tíma úrskurðaður í gæsluvarðhald, en það var mat lögreglu að mikil hætta væri almennri ofbeldishegðun mannsins og að líklegir brotaþolar væru taldir foreldrar hans, lögreglumenn, starfsfólk í heilbrigðisþjónustu/félagsþjónustu og almennir borgarar. Dómsmál Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sjá meira
Aðalmeðferð fór fram í málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í mánuðinum. Maðurinn var ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa í apríl síðastliðnum veist með ofbeldi að móður sinni í íbúð í Reykjavík, með því að slegið hana ítrekað með krepptum hnefa í líkama, andlit og höfuð, sparkað í líkama hennar og ítrekað tekið hana hálstaki þannig að hún missti meðvitund. Í ákæru, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að móðirin hafi hlotið glóðarauga og áverka á hálsi, andliti, höfði, handleggjum, endi, fótlegg og brjóstkassa. Hafi maðurinn þannig ógnað lífi, heilsu og velferð móður sinnar. Deilt um hvort stúlkan og móðirin þyrftu að mæta manninum í dómsal Í ákæru segir einnig að maðurinn hafi ákærður fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa árið 2020 tekið utan um stúlku sem þá var fimmtán ára, kysst hana á hálsinn og reynt að kyssa hana á munninn. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður hafnað kröfum móðurinnar og stúlkunnar um að manninum yrði gert að víkja úr dómsal þegar þær gæfu skýrslu. Landsréttur sneri hins vegar að hluta við úrskurði héraðsdóms, þannig að manninum yrði gert að yfirgefa dómsal þegar unga konan gæfi skýrslu. Sambærilegri kröfu móðurinnar var þó hafnað og þurfti hún að mæta syni í dómsal, en aðalmeðferð í málinu fór fram fyrr í mánuðinum. Í úrskurðinum segir að stúlkan hafi greint sálfræðingi sínum frá því að fátt annað hafi komist að í huga hennar en meðferð málsins og að þurfa að bera vitni í dómsal að manninum viðstöddum. „Óttist hún viðbrögð hans við vitnisburði hennar. Málið hvíli þungt á henni og mikil streita og einkenni kvíða og depurðar hafi komið fram í viðtölum og svörum,“ segir í úrskurði Landsréttar sem féllst á kröfuna stúlkunnar. Hefur áður ráðist á föður sinn Maðurinn er auk þess ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni, með því að hafa í lögreglubíl í mars síðastliðinn hótað lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra lífláti þegar verið var að keyra hann úr Skeifunni í Reykjavík og niður á lögreglustöð. Maðurinn hefur áður verið sakfelldur fyrir ofbeldisbrot, meðal annars gagnvart föður sínum, og fyrir brot gegn valdstjórninni. Maðurinn var á sínum tíma úrskurðaður í gæsluvarðhald, en það var mat lögreglu að mikil hætta væri almennri ofbeldishegðun mannsins og að líklegir brotaþolar væru taldir foreldrar hans, lögreglumenn, starfsfólk í heilbrigðisþjónustu/félagsþjónustu og almennir borgarar.
Dómsmál Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sjá meira