Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttir á Stöð 2.
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttir á Stöð 2. Stöð 2

Eftirlitsskylda barnaverndaryfirvalda brást þeim sem dvöldu á meðferðarheimilinu Laugalandi og yfirgnæfandi meirihluti fyrrum vistbarna upplifði andlegt ofbeldi við dvölina. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu stjórnvalda um heimilið.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við konur sem voru vistaðar á heimilinu í beinni útsendingu.

Sprengjusérfræðingar á vegum ríkislögreglustjóra voru kallaðir út á Selfossi í gær til að eyða heimagerðri sprengju. Sprengjan er ein nokkurra sem útbúin var af börnum og ungmennum í bænum. Við ræðum við lögreglu sem segir sprengjurnar vera kraftmiklar og skapa verulega hættu.

Forsætisráðherra mun leggja fram stefnu ríkisstjórnarinnar í helstu málum á Alþingi í kvöld. Við verðum í beinni útsendingu frá þinginu og hittum forsætisráðherra fyrir umræður um stefnuræðu.

Þá heyrum við í oddvita Flokks fólksins á Akureyri um ásakanir um kynferðislegt áreiti, hittum skósala sem varð fyrir óvenjulegu innbroti þar sem þrjú hundruð skópörum var stolið og fylgjumst með talningu á fiskum í Elliðavatni.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×