Innlent

Ó­sáttur við „ó­stöðvandi hlátur“ og kallaði á lög­reglu

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði nóg að gera í dag.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði nóg að gera í dag. Vísir/Vilhelm

Lögregla var kölluð út rétt fyrir klukkan eitt í dag vegna hlæjandi manns en tilkynnandi kvaðst hafa heyrt „óstöðvandi hlátur“ allan morguninn - og fram yfir hádegi.

Lögregla fór á vettvang og gat staðsett hvaðan hláturinn kom en gekk ekki að ná til mannsins, sem hélt áfram uppteknum hætti.

 Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að málið hafi verið látið vera en skoðað verði nánar ef fleiri tilkynningar um manninn hlæjandi berist.

Frá klukkan 11.00 til 17.00 hefur lögreglan sinnt alls 54 málum. Mikill erill hefur verið á höfuðborgarsvæðinu, margir undir áhrifum áfengis eða vímuefna.

Tilkynnt var að reiðhjóli hafi verið stolið á Skólavörðustíg. Þá barst tilkynning um þjófnað úr garði í miðborginni, en þjófurinn er talinn hafa tekið gaskút auk garðverkfæra. Málin eru í rannsókn, að því er segir í dagbók lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×