75 milljarða krafa á Kópavogsbæ fer fyrir Hæstarétt Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. september 2022 22:45 Deilurnar hafa staðið í áratugi. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir 75 milljarða kröfu erfingja Sigurðar K. Hjaltested, eigenda Vatnsendajarðarinnar. Erfingjarnir krefja Kópavogsbæ um milljarðana, en bærinn var sýknaður í Landsrétti í júní á þessu ári. Árið 2020 var Kópavogsbær dæmdur í héraði til að greiða dánarbúi Sigurðar 968 milljónir vegna eignarnáms bæjarins í landi Vatnsenda árið 2007. Kópavogsbær áfrýjaði þeim dómi til Landsréttar, sem sýknaði sveitarfélagið af öllum kröfum erfingjanna. Í kjölfarið óskuðu erfingjarnir eftir áfrýjunarleyfi frá Hæstarétti, sem varð við þeirri beiðni í dag. Það þýðir að Hæstiréttur muni taka málið efnislega fyrir, en búist er við dómi Hæstaréttar á fyrri hluta næsta árs. Dómkröfur erfingjanna eru þær að Kópavogsbær verði dæmdur til að greiða dánarbúi Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested 74.811.389.954 kr., auk vaxta. Á mannamáli hljóðar krafan upp á tæplega sjötíu og fimm milljarða króna. Þá er ljóst að vextir frá 2013 og dráttarvextir frá 2014 hefðu aukið útgjöld Kópavogsbæjar mikið. Til vara krefjast erfingjarnir um 48 milljarða króna. Málaferlin spanna áratugi Málið á rætur sínar að rekja aftur til ársins 1938 þegar föðurbróðir Sigurðar arfleiddi hann að jörðinni Vatnsenda með ritun erfðaskrár. Samkvæmt ákvæðum erfðarskrárinnar skyldi jörðin að Sigurði látnum ganga að erfðum til elsta sonar hans og svo til niðja hans í beinan karllegg. Magnús, elsti sonur Sigurðar, fékk svo umráða- og ábúandarétt yfir jörðinni þegar Sigurður lést árið 1966. Önnur börn Sigurðar fengu ekki afnot af jörðinni og afkomendur Magnúsar, sem er Þorsteinn Hjaltested meðal annarra, fengu svo jörðina í sínar hendur og greiðslur frá Kópavogsbæ vegna byggingarlands. Með dómi Hæstaréttar árið 2013 var staðfest að Magnús hefði eingöngu haft búseturétt á jörðinni en ekki beinan eignarrétt. Sá hæstaréttardómur er einn þeirra mýmörgu dóma á æðra dómstigi sem gengið hafa í málinu. Kópavogur Dómsmál Deilur um Vatnsendaland Tengdar fréttir Kópavogsbær sýknaður af 75 milljarða króna kröfu Kópavogsbær var í dag sýknaður af öllum kröfum erfingja Sigurðar Hjaltested, eigenda Vatnsendajarðarinnar, í Landsrétti en þeir kröfðust 75 milljarða króna úr hendi bæjarins. 3. júní 2022 14:05 Fá milljarð frá Kópavogi vegna eignarnáms á Vatnsenda Kópavogsbær hefur verið dæmdur til að greiða dánarbúi Sigurðar K. Hjaltested 968 milljónir vegna eignarnáms Kópavogsbæjar í landi Vatnsenda árið 2007. Dómur var kveðinn upp í gær. Vextir frá árinu 2010 bætast við fyrrnefnda upphæð. 22. desember 2020 13:41 75 milljarða krafa vofir yfir Kópavogi Eigendur Vatnsendajarðarinnar í málaferlum við Kópavogsbæ sem hefur beðið um frest. 20. mars 2015 12:03 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Sjá meira
Árið 2020 var Kópavogsbær dæmdur í héraði til að greiða dánarbúi Sigurðar 968 milljónir vegna eignarnáms bæjarins í landi Vatnsenda árið 2007. Kópavogsbær áfrýjaði þeim dómi til Landsréttar, sem sýknaði sveitarfélagið af öllum kröfum erfingjanna. Í kjölfarið óskuðu erfingjarnir eftir áfrýjunarleyfi frá Hæstarétti, sem varð við þeirri beiðni í dag. Það þýðir að Hæstiréttur muni taka málið efnislega fyrir, en búist er við dómi Hæstaréttar á fyrri hluta næsta árs. Dómkröfur erfingjanna eru þær að Kópavogsbær verði dæmdur til að greiða dánarbúi Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested 74.811.389.954 kr., auk vaxta. Á mannamáli hljóðar krafan upp á tæplega sjötíu og fimm milljarða króna. Þá er ljóst að vextir frá 2013 og dráttarvextir frá 2014 hefðu aukið útgjöld Kópavogsbæjar mikið. Til vara krefjast erfingjarnir um 48 milljarða króna. Málaferlin spanna áratugi Málið á rætur sínar að rekja aftur til ársins 1938 þegar föðurbróðir Sigurðar arfleiddi hann að jörðinni Vatnsenda með ritun erfðaskrár. Samkvæmt ákvæðum erfðarskrárinnar skyldi jörðin að Sigurði látnum ganga að erfðum til elsta sonar hans og svo til niðja hans í beinan karllegg. Magnús, elsti sonur Sigurðar, fékk svo umráða- og ábúandarétt yfir jörðinni þegar Sigurður lést árið 1966. Önnur börn Sigurðar fengu ekki afnot af jörðinni og afkomendur Magnúsar, sem er Þorsteinn Hjaltested meðal annarra, fengu svo jörðina í sínar hendur og greiðslur frá Kópavogsbæ vegna byggingarlands. Með dómi Hæstaréttar árið 2013 var staðfest að Magnús hefði eingöngu haft búseturétt á jörðinni en ekki beinan eignarrétt. Sá hæstaréttardómur er einn þeirra mýmörgu dóma á æðra dómstigi sem gengið hafa í málinu.
Kópavogur Dómsmál Deilur um Vatnsendaland Tengdar fréttir Kópavogsbær sýknaður af 75 milljarða króna kröfu Kópavogsbær var í dag sýknaður af öllum kröfum erfingja Sigurðar Hjaltested, eigenda Vatnsendajarðarinnar, í Landsrétti en þeir kröfðust 75 milljarða króna úr hendi bæjarins. 3. júní 2022 14:05 Fá milljarð frá Kópavogi vegna eignarnáms á Vatnsenda Kópavogsbær hefur verið dæmdur til að greiða dánarbúi Sigurðar K. Hjaltested 968 milljónir vegna eignarnáms Kópavogsbæjar í landi Vatnsenda árið 2007. Dómur var kveðinn upp í gær. Vextir frá árinu 2010 bætast við fyrrnefnda upphæð. 22. desember 2020 13:41 75 milljarða krafa vofir yfir Kópavogi Eigendur Vatnsendajarðarinnar í málaferlum við Kópavogsbæ sem hefur beðið um frest. 20. mars 2015 12:03 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Sjá meira
Kópavogsbær sýknaður af 75 milljarða króna kröfu Kópavogsbær var í dag sýknaður af öllum kröfum erfingja Sigurðar Hjaltested, eigenda Vatnsendajarðarinnar, í Landsrétti en þeir kröfðust 75 milljarða króna úr hendi bæjarins. 3. júní 2022 14:05
Fá milljarð frá Kópavogi vegna eignarnáms á Vatnsenda Kópavogsbær hefur verið dæmdur til að greiða dánarbúi Sigurðar K. Hjaltested 968 milljónir vegna eignarnáms Kópavogsbæjar í landi Vatnsenda árið 2007. Dómur var kveðinn upp í gær. Vextir frá árinu 2010 bætast við fyrrnefnda upphæð. 22. desember 2020 13:41
75 milljarða krafa vofir yfir Kópavogi Eigendur Vatnsendajarðarinnar í málaferlum við Kópavogsbæ sem hefur beðið um frest. 20. mars 2015 12:03