Utan vallar: Íslendingar áberandi er Meistaradeildin mætti til Köben Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2022 12:01 Þó Ísak Bergmann hafi spilað á hægri væng FCK gegn Sevilla þá skilaði hann einnig sínu varnarlega. Lars Ronbog/Getty Images Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar er liðið tók á móti Sevilla í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á heimavelli sínum Parken. Hákon Arnar Haraldsson og Orri Steinn Óskarsson hófu leik á bekknum á meðan fjöldi Íslendinga var í stúkunni, þar á meðal einn í fjölmiðlastúkunni. Orðið byrjunarörðuleikar lýsir vel upphafi undirritaðs á Parken í gærkvöld. Eftir að mæta alltof snemma og bíða í dágóða stund ásamt dönsku sem og spænsku fjölmiðlafólki áður en fjölmiðlum var hleypt inn mundi blaðamaður að passinn hans var á svokallaðri UEFA skrifstofu. Eftir að skottast þangað og til baka var förinni loks heitið inn á völlinn. Hákon Arnar Haraldsson, Viktor Claesson og Orri Steinn Óskarsson að leik loknum.Lars Ronbog/Getty Images Aðstaðan var nokkuð rúmgóð, inni þar að segja. Sæti hjá lággjaldaflugfélögum á borð við RyanAir eða EasyJet myndu einna helst lýsa aðstöðu fjölmiðla í stúkunni sjálfri. Allavega þar sem blaðamaður frá Íslandi fékk sæti, mögulega var Jesper Grønkjær með örlítið meira fótapláss en það er eins og það er. Þar sem það stimplað á ennið á undirrituðum að hann sé hvorki frá Danmörku eða Spáni var sessunautur kvöldsins forvitinn að vita hvaðan þessi veraldarvani heimsmaður væri eiginlega. „Íslandi,“ svaraði ég áður en sessunauturinn svaraði um hæl „bara eins og hálft liðið“ og hló. Blaðamaður er heitfengur að eðlisfari og ef til vill búinn að safna vetrarforðanum full snemma í ár. Á meðan ferðinni var heitið á Parken perlaði því af enninu en það snöggkólnaði er sólin var sest enda hófst leikur gærkvöldsins ekki fyrr en 21.00 að staðartíma. Að sjá Ísak Bergmann í byrjunarliði heimamanna yljaði sem og sjóðandi heitt kaffið sem varð þó kalt skömmu eftir að út var komið. Vores drenge i aften #fcklive #ucl #Copenhagen #fcksfc pic.twitter.com/7IkVQ9Rvgh— F.C. København (@FCKobenhavn) September 14, 2022 Blaðamaður hefur svo sem farið á leiki á Parken síðla kvölds áður en fram til þessa einungis verið staðsettur í Sektion 12. Um er að ræða það svæði vallarins þar sem stuðningsfólk er hvað virkast að styðja við bakið á FCK þó það komi fyrir að mótherjinn fái að heyra það. Þá er einnig bannað að sitja í Sektion 12 og oftar en ekki er hoppað þannig að Parken hreinlega nötrar. Það þarf eflaust ekki að taka fram að Sektion 12 var troðfullt löngu áður en liðin mættu út í upphitun og var stemningin gríðarleg. #copenhagen #fcklive #ucl #fcksfc pic.twitter.com/Nr97FjtxZ8— F.C. København (@FCKobenhavn) September 14, 2022 En að leik gærkvöldsins: Ísak Bergmann hóf leik á hægri vængnum líkt og svo oft áður. Sófa-þjálfarinn sem blaðamaður er finnst sú staða vallarins ekki henta leikmanninum nægilega vel og hæfileikar hans myndu eflaust njóta sín betur ef hann væri að spila meira miðsvæðis. Þó Ísak Bergmann stefni á að vinna sér inn sæti á miðju liðsins fyrr heldur en síðar þá kvartar hann ekki. „Þar sem þjálfarinn vill að ég spili, þar spila ég“ sagði hinn 19 ára gamli Ísak Bergmann í spjalli við Vísi að leik loknum. Það var ekki að sjá að okkar maður væri stressaður yfir því að spila sínar fyrstu mínútur í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Hann hikaði ekki við að segja samherjum sínum til eða að láta dómara leiksins vita nákvæmlega hvað honum fannst er hann dæmdi ekki FCK í hag. Heimamenn, sem voru dyggilega studdir áfram af áhorfendaskaranum, fengu fín færi til að komast yfir í leiknum. Eðlilega áttu gestirnir frá Andalúsíu líka sína spretti enda með leikmenn á borð við Isco og Ivan Rakitić innanborðs. Klippa: Parken nötrar Leikmenn Sevilla þurftu þó að finna kraftinn innra með sér þar sem aðeins 67 stuðningsmenn liðsins sáu sér fært að mæta. Það var því aldrei spurning hvort liðið myndi vinna baráttuna um stúkuna en alls voru 34.910 manns á Parken í gærkvöldi. Ísak Bergmann gerði sitt til að lyfta áhorfendum heimaliðsins. Hann pressaði markvörð gestanna tvívegis þannig að hann endaði á að senda boltann í innkast. Hann hljóp meir en góðu hófi gegnir og skilaði boltanum nær alltaf vel frá sér. Þá átti Ísak Bergmann góðan þríhyrning í aðdraganda besta færis FCK í fyrri hálfleik en það féll fyrir fætur vinstri bakvarðarins Victor Kristansen. Hann lúðraði yfir eins og sönnum bakverði sæmir. Isco féll til jarðar oftar en einu sinni og oftar en tvisvar í leik gærkvöldsins.Sergei Gapon/Getty Images Gestirnir náðu örlítið betri tökum í síðari hálfleik og vakti Isco sérstaklega athygli blaðamanns. Það var líkt og boltinn væri límdur við tærnar á hinum þrítuga Spánverja. Mögulega var það ástæðan fyrir því að leikmenn heimaliðsins rákust oftar í fótleggi hans frekar en boltann. Hákon Arnar svo kom inn af bekknum þegar tíu mínútur lifðu leiks en æskuvinirnir fengu aðeins sjö mínútur saman á grasinu en Ísak Bergmann var tekinn af velli þegar þrjár mínútur lifðu leiks. Hákon Arnar fékk ekki úr miklu að moða en hann kom inn í stöðu fremsta manns þegar Sevilla hafði í raun öll tök á leiknum. Þess má til gamans geta að Ísak Bergmann hefur nú spilað fleiri mínútur í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu en æskuvinur sinn og liðsfélagi Hákon Arnar Haraldsson. Blaðamaður ætlaði að reyna ná tali af þeim síðarnefnda eftir leik en hann virðist hafa sloppið óséður af leikvanginum og út í nóttina. Eins gaman og það hefði verið að sjá FCK vinna leikinn þá var markalaust jafntefli á endanum eflaust sanngjörn niðurstaða. Af viðbrögðum Julen Lopetegui, þjálfara Sevilla, eftir leik að dæma þá var hann ekki til í að virða stigið og vildi greinilega komast aftur til Andalúsíu sem fyrst. Nú er bara að vona að Pep Guardiola og Edin Terzić verði jafn pirraðir er þeir yfirgefa Parken á komandi vikum. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Utan vallar Tengdar fréttir Þrír Íslendingar komu við sögu þegar FCK tapaði fjórða leiknum Danmerkurmeistarar FCK hafa ekki byrjað vel í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í ár. 10. september 2022 19:04 Ísak í byrjunarliði FCK gegn Sevilla Ísak Bergmann Jóhannesson er í byrjunarliði FC Kaupmannahöfn sem mætir spænska liðinu Sevilla í Meistardeild Evrópu í kvöld. 14. september 2022 18:04 Ísak og Hákon spiluðu í jafntefli við Sevilla Ísak Bergmann Jóhannesson, leikmaður FCK, var í byrjunarliði liðsins í 0-0 jafntefli gegn Sevilla í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 14. september 2022 21:00 Ísak Bergmann: „Veit að Man City er annað skrímsli“ Ísak Bergmann Jóhannesson varð í gærkvöld sextándi Íslendingurinn til að spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Hann lék 87 mínútur í markalausu jafntefli FC Kaupmannahafnar og Sevilla en leikurinn fór fram á Parken í Kaupmannahöfn. Vísir náði tali af Ísaki Bergmanni eftir leik. 15. september 2022 09:00 Mörkin í Meistaradeildinni: Sjáðu ótrúlegt mark Haalands Erling Haaland stal senunni í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gær þegar níu leikir fóru fram. Mörk og helstu atvik má nú sjá á Vísi. 15. september 2022 09:31 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira
Orðið byrjunarörðuleikar lýsir vel upphafi undirritaðs á Parken í gærkvöld. Eftir að mæta alltof snemma og bíða í dágóða stund ásamt dönsku sem og spænsku fjölmiðlafólki áður en fjölmiðlum var hleypt inn mundi blaðamaður að passinn hans var á svokallaðri UEFA skrifstofu. Eftir að skottast þangað og til baka var förinni loks heitið inn á völlinn. Hákon Arnar Haraldsson, Viktor Claesson og Orri Steinn Óskarsson að leik loknum.Lars Ronbog/Getty Images Aðstaðan var nokkuð rúmgóð, inni þar að segja. Sæti hjá lággjaldaflugfélögum á borð við RyanAir eða EasyJet myndu einna helst lýsa aðstöðu fjölmiðla í stúkunni sjálfri. Allavega þar sem blaðamaður frá Íslandi fékk sæti, mögulega var Jesper Grønkjær með örlítið meira fótapláss en það er eins og það er. Þar sem það stimplað á ennið á undirrituðum að hann sé hvorki frá Danmörku eða Spáni var sessunautur kvöldsins forvitinn að vita hvaðan þessi veraldarvani heimsmaður væri eiginlega. „Íslandi,“ svaraði ég áður en sessunauturinn svaraði um hæl „bara eins og hálft liðið“ og hló. Blaðamaður er heitfengur að eðlisfari og ef til vill búinn að safna vetrarforðanum full snemma í ár. Á meðan ferðinni var heitið á Parken perlaði því af enninu en það snöggkólnaði er sólin var sest enda hófst leikur gærkvöldsins ekki fyrr en 21.00 að staðartíma. Að sjá Ísak Bergmann í byrjunarliði heimamanna yljaði sem og sjóðandi heitt kaffið sem varð þó kalt skömmu eftir að út var komið. Vores drenge i aften #fcklive #ucl #Copenhagen #fcksfc pic.twitter.com/7IkVQ9Rvgh— F.C. København (@FCKobenhavn) September 14, 2022 Blaðamaður hefur svo sem farið á leiki á Parken síðla kvölds áður en fram til þessa einungis verið staðsettur í Sektion 12. Um er að ræða það svæði vallarins þar sem stuðningsfólk er hvað virkast að styðja við bakið á FCK þó það komi fyrir að mótherjinn fái að heyra það. Þá er einnig bannað að sitja í Sektion 12 og oftar en ekki er hoppað þannig að Parken hreinlega nötrar. Það þarf eflaust ekki að taka fram að Sektion 12 var troðfullt löngu áður en liðin mættu út í upphitun og var stemningin gríðarleg. #copenhagen #fcklive #ucl #fcksfc pic.twitter.com/Nr97FjtxZ8— F.C. København (@FCKobenhavn) September 14, 2022 En að leik gærkvöldsins: Ísak Bergmann hóf leik á hægri vængnum líkt og svo oft áður. Sófa-þjálfarinn sem blaðamaður er finnst sú staða vallarins ekki henta leikmanninum nægilega vel og hæfileikar hans myndu eflaust njóta sín betur ef hann væri að spila meira miðsvæðis. Þó Ísak Bergmann stefni á að vinna sér inn sæti á miðju liðsins fyrr heldur en síðar þá kvartar hann ekki. „Þar sem þjálfarinn vill að ég spili, þar spila ég“ sagði hinn 19 ára gamli Ísak Bergmann í spjalli við Vísi að leik loknum. Það var ekki að sjá að okkar maður væri stressaður yfir því að spila sínar fyrstu mínútur í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Hann hikaði ekki við að segja samherjum sínum til eða að láta dómara leiksins vita nákvæmlega hvað honum fannst er hann dæmdi ekki FCK í hag. Heimamenn, sem voru dyggilega studdir áfram af áhorfendaskaranum, fengu fín færi til að komast yfir í leiknum. Eðlilega áttu gestirnir frá Andalúsíu líka sína spretti enda með leikmenn á borð við Isco og Ivan Rakitić innanborðs. Klippa: Parken nötrar Leikmenn Sevilla þurftu þó að finna kraftinn innra með sér þar sem aðeins 67 stuðningsmenn liðsins sáu sér fært að mæta. Það var því aldrei spurning hvort liðið myndi vinna baráttuna um stúkuna en alls voru 34.910 manns á Parken í gærkvöldi. Ísak Bergmann gerði sitt til að lyfta áhorfendum heimaliðsins. Hann pressaði markvörð gestanna tvívegis þannig að hann endaði á að senda boltann í innkast. Hann hljóp meir en góðu hófi gegnir og skilaði boltanum nær alltaf vel frá sér. Þá átti Ísak Bergmann góðan þríhyrning í aðdraganda besta færis FCK í fyrri hálfleik en það féll fyrir fætur vinstri bakvarðarins Victor Kristansen. Hann lúðraði yfir eins og sönnum bakverði sæmir. Isco féll til jarðar oftar en einu sinni og oftar en tvisvar í leik gærkvöldsins.Sergei Gapon/Getty Images Gestirnir náðu örlítið betri tökum í síðari hálfleik og vakti Isco sérstaklega athygli blaðamanns. Það var líkt og boltinn væri límdur við tærnar á hinum þrítuga Spánverja. Mögulega var það ástæðan fyrir því að leikmenn heimaliðsins rákust oftar í fótleggi hans frekar en boltann. Hákon Arnar svo kom inn af bekknum þegar tíu mínútur lifðu leiks en æskuvinirnir fengu aðeins sjö mínútur saman á grasinu en Ísak Bergmann var tekinn af velli þegar þrjár mínútur lifðu leiks. Hákon Arnar fékk ekki úr miklu að moða en hann kom inn í stöðu fremsta manns þegar Sevilla hafði í raun öll tök á leiknum. Þess má til gamans geta að Ísak Bergmann hefur nú spilað fleiri mínútur í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu en æskuvinur sinn og liðsfélagi Hákon Arnar Haraldsson. Blaðamaður ætlaði að reyna ná tali af þeim síðarnefnda eftir leik en hann virðist hafa sloppið óséður af leikvanginum og út í nóttina. Eins gaman og það hefði verið að sjá FCK vinna leikinn þá var markalaust jafntefli á endanum eflaust sanngjörn niðurstaða. Af viðbrögðum Julen Lopetegui, þjálfara Sevilla, eftir leik að dæma þá var hann ekki til í að virða stigið og vildi greinilega komast aftur til Andalúsíu sem fyrst. Nú er bara að vona að Pep Guardiola og Edin Terzić verði jafn pirraðir er þeir yfirgefa Parken á komandi vikum.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Utan vallar Tengdar fréttir Þrír Íslendingar komu við sögu þegar FCK tapaði fjórða leiknum Danmerkurmeistarar FCK hafa ekki byrjað vel í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í ár. 10. september 2022 19:04 Ísak í byrjunarliði FCK gegn Sevilla Ísak Bergmann Jóhannesson er í byrjunarliði FC Kaupmannahöfn sem mætir spænska liðinu Sevilla í Meistardeild Evrópu í kvöld. 14. september 2022 18:04 Ísak og Hákon spiluðu í jafntefli við Sevilla Ísak Bergmann Jóhannesson, leikmaður FCK, var í byrjunarliði liðsins í 0-0 jafntefli gegn Sevilla í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 14. september 2022 21:00 Ísak Bergmann: „Veit að Man City er annað skrímsli“ Ísak Bergmann Jóhannesson varð í gærkvöld sextándi Íslendingurinn til að spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Hann lék 87 mínútur í markalausu jafntefli FC Kaupmannahafnar og Sevilla en leikurinn fór fram á Parken í Kaupmannahöfn. Vísir náði tali af Ísaki Bergmanni eftir leik. 15. september 2022 09:00 Mörkin í Meistaradeildinni: Sjáðu ótrúlegt mark Haalands Erling Haaland stal senunni í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gær þegar níu leikir fóru fram. Mörk og helstu atvik má nú sjá á Vísi. 15. september 2022 09:31 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira
Þrír Íslendingar komu við sögu þegar FCK tapaði fjórða leiknum Danmerkurmeistarar FCK hafa ekki byrjað vel í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í ár. 10. september 2022 19:04
Ísak í byrjunarliði FCK gegn Sevilla Ísak Bergmann Jóhannesson er í byrjunarliði FC Kaupmannahöfn sem mætir spænska liðinu Sevilla í Meistardeild Evrópu í kvöld. 14. september 2022 18:04
Ísak og Hákon spiluðu í jafntefli við Sevilla Ísak Bergmann Jóhannesson, leikmaður FCK, var í byrjunarliði liðsins í 0-0 jafntefli gegn Sevilla í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 14. september 2022 21:00
Ísak Bergmann: „Veit að Man City er annað skrímsli“ Ísak Bergmann Jóhannesson varð í gærkvöld sextándi Íslendingurinn til að spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Hann lék 87 mínútur í markalausu jafntefli FC Kaupmannahafnar og Sevilla en leikurinn fór fram á Parken í Kaupmannahöfn. Vísir náði tali af Ísaki Bergmanni eftir leik. 15. september 2022 09:00
Mörkin í Meistaradeildinni: Sjáðu ótrúlegt mark Haalands Erling Haaland stal senunni í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gær þegar níu leikir fóru fram. Mörk og helstu atvik má nú sjá á Vísi. 15. september 2022 09:31