Eignaðist sitt níunda barn og tvö önnur á leiðinni Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 15. september 2022 11:30 Þáttastjórnandinn Nick Cannon er nú með fimm börn yngri en tveggja ára og á hann von á tveimur börnum í næsta mánuði. Alls hefur hann eignast níu börn með sex konum síðustu ellefu árin. GETTY/ BRUCE GLIKAS Bandaríski þáttastjórnandinn Nick Cannon hefur nú eignast sitt níunda barn. Þetta er hans annað barn á árinu og á hann von á tveimur börnum síðar á árinu. Í gær tilkynnti Cannon að honum hefði fæðst stúlka sem hefði hlotið nafnið Onyx Ice Cole Cannon. Stúlkan er fyrsta barnið sem hann eignast með fyrirsætunni LaNishu Cole. Alls hefur Cannon eignast níu börn með sex konum á síðustu ellefu árum. Aðeins tveir mánuðir eru síðan hann eignaðist drenginn Legendary Love með fyrirsætunni Bre Tiesi. View this post on Instagram A post shared by NICK CANNON (@nickcannon) View this post on Instagram A post shared by Bre Tiesi (@bre_tiesi) Fimm börn undir tveggja ára og tvö á leiðinni Þáttastjórnandinn er því nú með tvö nýfædd börn. Hann hefur eignast sex börn á síðustu tveimur árum en sonur hans Zen lést eftir baráttu við heilaæxli aðeins fimm mánaða gamall. Sjá: Sjöunda barn Nick Cannon lést á sunnudag Nú er Cannon því með fimm börn yngri en tveggja ára. Það mun þó fljótlega bætast í hópinn því hann á von á tveimur börnum síðar á árinu. Hann á von á barni númer tíu með fyrirsætunni Brittany Bell. Hann á tvö börn með henni fyrir, fædd 2017 og 2020. Þá er áhrifavaldurinn Abby De La Rosa ófrísk að ellefta barni Cannons. Þau eiga saman tvíburana Zion og Zillion fyrir. View this post on Instagram A post shared by NICK CANNON (@nickcannon) Ekki einnar konu maður Cannon hefur talað opinskátt um það að hann sé ekki einnar konu maður. Hann tengi einkvæni við sjálfselsku og eignarhald. „Ég tek fulla ábyrgð. Ef ég stunda óvarið kynlíf með konu þá er mögulegt að við munum eignast barn. Ég ber það mikla virðingu fyrir sjálfum mér að ef ég er kominn á þann stað með konu að taka af mér smokkinn, þá er það af því ég hef hugsað með mér að hún geti orðið barnsmóðir mín,“ sagði Cannon hlaðvarpinu The Language of Love fyrir skömmu. Þrátt fyrir að Cannon aðhyllist ekki einkvæni í dag, var hann giftur söngkonunni Mariuh Carey í átta ár og eignuðust þau tvö börn saman. Þau skildu árið 2016. Cannon stýrir þáttunum The Masked Singer en ný þáttaröð fer í loftið 21. september. Hann mun því hafa nóg að gera, bæði fyrir framan myndavélarnar og einnig í bleyjuskiptum og barnauppeldi. Börn og uppeldi Hollywood Tímamót Ástin og lífið Tengdar fréttir Nick Cannon á von á sínu níunda og tíunda barni Bandaríski þáttastjórnandinn Nick Cannon á nú von á sínu níunda og tíunda barni. Nýjasta tilkynningin er hans þriðja barn með fyrirsætunni Brittany Bell en fyrir eiga þau börnin Golden Sagon og Powerful Queen. 25. ágúst 2022 14:30 Telur einkvæni vera óheilbrigt Bandaríski þáttastjórnandinn Nick Cannon opnaði sig um ástarlíf sitt í hlaðvarpi í gær. Þar lýsti hann því meðal annars yfir að hann tengdi einkvæni við sjálfselsku og eignarhald. 17. febrúar 2022 17:01 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Í gær tilkynnti Cannon að honum hefði fæðst stúlka sem hefði hlotið nafnið Onyx Ice Cole Cannon. Stúlkan er fyrsta barnið sem hann eignast með fyrirsætunni LaNishu Cole. Alls hefur Cannon eignast níu börn með sex konum á síðustu ellefu árum. Aðeins tveir mánuðir eru síðan hann eignaðist drenginn Legendary Love með fyrirsætunni Bre Tiesi. View this post on Instagram A post shared by NICK CANNON (@nickcannon) View this post on Instagram A post shared by Bre Tiesi (@bre_tiesi) Fimm börn undir tveggja ára og tvö á leiðinni Þáttastjórnandinn er því nú með tvö nýfædd börn. Hann hefur eignast sex börn á síðustu tveimur árum en sonur hans Zen lést eftir baráttu við heilaæxli aðeins fimm mánaða gamall. Sjá: Sjöunda barn Nick Cannon lést á sunnudag Nú er Cannon því með fimm börn yngri en tveggja ára. Það mun þó fljótlega bætast í hópinn því hann á von á tveimur börnum síðar á árinu. Hann á von á barni númer tíu með fyrirsætunni Brittany Bell. Hann á tvö börn með henni fyrir, fædd 2017 og 2020. Þá er áhrifavaldurinn Abby De La Rosa ófrísk að ellefta barni Cannons. Þau eiga saman tvíburana Zion og Zillion fyrir. View this post on Instagram A post shared by NICK CANNON (@nickcannon) Ekki einnar konu maður Cannon hefur talað opinskátt um það að hann sé ekki einnar konu maður. Hann tengi einkvæni við sjálfselsku og eignarhald. „Ég tek fulla ábyrgð. Ef ég stunda óvarið kynlíf með konu þá er mögulegt að við munum eignast barn. Ég ber það mikla virðingu fyrir sjálfum mér að ef ég er kominn á þann stað með konu að taka af mér smokkinn, þá er það af því ég hef hugsað með mér að hún geti orðið barnsmóðir mín,“ sagði Cannon hlaðvarpinu The Language of Love fyrir skömmu. Þrátt fyrir að Cannon aðhyllist ekki einkvæni í dag, var hann giftur söngkonunni Mariuh Carey í átta ár og eignuðust þau tvö börn saman. Þau skildu árið 2016. Cannon stýrir þáttunum The Masked Singer en ný þáttaröð fer í loftið 21. september. Hann mun því hafa nóg að gera, bæði fyrir framan myndavélarnar og einnig í bleyjuskiptum og barnauppeldi.
Börn og uppeldi Hollywood Tímamót Ástin og lífið Tengdar fréttir Nick Cannon á von á sínu níunda og tíunda barni Bandaríski þáttastjórnandinn Nick Cannon á nú von á sínu níunda og tíunda barni. Nýjasta tilkynningin er hans þriðja barn með fyrirsætunni Brittany Bell en fyrir eiga þau börnin Golden Sagon og Powerful Queen. 25. ágúst 2022 14:30 Telur einkvæni vera óheilbrigt Bandaríski þáttastjórnandinn Nick Cannon opnaði sig um ástarlíf sitt í hlaðvarpi í gær. Þar lýsti hann því meðal annars yfir að hann tengdi einkvæni við sjálfselsku og eignarhald. 17. febrúar 2022 17:01 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Nick Cannon á von á sínu níunda og tíunda barni Bandaríski þáttastjórnandinn Nick Cannon á nú von á sínu níunda og tíunda barni. Nýjasta tilkynningin er hans þriðja barn með fyrirsætunni Brittany Bell en fyrir eiga þau börnin Golden Sagon og Powerful Queen. 25. ágúst 2022 14:30
Telur einkvæni vera óheilbrigt Bandaríski þáttastjórnandinn Nick Cannon opnaði sig um ástarlíf sitt í hlaðvarpi í gær. Þar lýsti hann því meðal annars yfir að hann tengdi einkvæni við sjálfselsku og eignarhald. 17. febrúar 2022 17:01