Í tilkynningu segir að Andrea komi til Fossa frá Bank of America í Lundúnum þar sem hún hafi starfað tímabundið á fjárfestingarbankasviði í framhaldi af útskrift frá London Business School. Áður hafi hún starfað í fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka og áhættustýringu frá árinu 2018.
Andrea er með BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og meistaragráðu í fjármálum frá London Business School. Auk þess hefur Andrea lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.
Fossar þjónusta innlenda og erlenda fjárfesta á sviði markaðsviðskipta, fyrirtækjaráðgjafar og eignastýringar.