Segir mælanlegan árangur af loftslagsaðgerðum engan: „Þyngra en tárum taki“ Snorri Másson skrifar 16. september 2022 14:20 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hefur orðið fyrir miklum vonbrigðum með árangurinn af loftslagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Vísir/Einar Þrátt fyrir metnaðarfull áform er mælanlegur árangur af loftslagsaðgerðum stjórnvalda enn sem komið er enginn, að sögn veðurfræðings. Það er staðreynd sem hann segir að við verðum að horfast blákalt í augu við - á degi íslenskrar náttúru. Í gær gaf Umhverfisstofnun út bráðabirgðaútreikninga sem sýna að losun gróðurhúsalofttegunda jókst um þrjú prósent á Íslandi á milli ára 2020 og 2021. Vissulega var hagkerfið að ná sér eftir Covid en að árangurinn sé ekki betri, er þyngra en tárum taki samkvæmt Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi. „Þetta gengur ákaflega hægt. Og miklu hægar en... ég var bjartsýnn fyrir 5-10 árum og hélt að hlutirnir myndu ganga miklu hraðar fyrir sig, þannig að lesa þessar fréttir í gær 15. september, þetta var enginn sérstakur gleðidagur,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Einar segir að alltof lítið sé að gerast en þar er hann að tala um alltof lítinn árangur, ekki alltof lítið af aðgerðum. Það hefur mikið verið gert, en ekki mikið gerst. Samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum til 2030-35 erum við langt frá markmiðunum. „Þetta er auðvitað þyngra en tárum taki. Það er alveg sama hvar maður horfir. Það er bara alltof lítið að gerast í þessum málum,“ segir Einar. „Það er búið að setja mikið í þetta. Stjórnvöld eru búin að marka stefnu, fullt af stefnum, það er búið að ráða fullt af starfsfólki hjá hinu opinbera og einkageiranum til að sinna þessum málum, það hefur orðið hugarfarsbreyting í landinu. Það eru haldnar ráðstefnur, ég veit ekki hvað er gert, en samt er árangurinn svona lítill. Maður eiginlega bara veltir vöngum yfir þessu: Hvað meira er hægt að gera?“ Miðað við þann loftslagsárangur sem náðist í Covid, segir Einar þann grun læðast að manni á þessu stigi, að skarpur efnahagssamdráttur sé það eina sem geti bjargað málunum. Það sé þó augljóslega ekki óskastaða. Dagur íslenskrar náttúru, hefurðu áhyggjur? „Náttúran er miklu fleira en bara loftslagsmálin en afleiðingarnar af loftslagsmálum eru meiri annars staðar en hér en við samt sem áður þurfum að sýna ábyrgð og draga líka saman þótt við séum lítill dropi í þessu hafi,“ segir Einar. Loftslagsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Í gær gaf Umhverfisstofnun út bráðabirgðaútreikninga sem sýna að losun gróðurhúsalofttegunda jókst um þrjú prósent á Íslandi á milli ára 2020 og 2021. Vissulega var hagkerfið að ná sér eftir Covid en að árangurinn sé ekki betri, er þyngra en tárum taki samkvæmt Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi. „Þetta gengur ákaflega hægt. Og miklu hægar en... ég var bjartsýnn fyrir 5-10 árum og hélt að hlutirnir myndu ganga miklu hraðar fyrir sig, þannig að lesa þessar fréttir í gær 15. september, þetta var enginn sérstakur gleðidagur,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Einar segir að alltof lítið sé að gerast en þar er hann að tala um alltof lítinn árangur, ekki alltof lítið af aðgerðum. Það hefur mikið verið gert, en ekki mikið gerst. Samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum til 2030-35 erum við langt frá markmiðunum. „Þetta er auðvitað þyngra en tárum taki. Það er alveg sama hvar maður horfir. Það er bara alltof lítið að gerast í þessum málum,“ segir Einar. „Það er búið að setja mikið í þetta. Stjórnvöld eru búin að marka stefnu, fullt af stefnum, það er búið að ráða fullt af starfsfólki hjá hinu opinbera og einkageiranum til að sinna þessum málum, það hefur orðið hugarfarsbreyting í landinu. Það eru haldnar ráðstefnur, ég veit ekki hvað er gert, en samt er árangurinn svona lítill. Maður eiginlega bara veltir vöngum yfir þessu: Hvað meira er hægt að gera?“ Miðað við þann loftslagsárangur sem náðist í Covid, segir Einar þann grun læðast að manni á þessu stigi, að skarpur efnahagssamdráttur sé það eina sem geti bjargað málunum. Það sé þó augljóslega ekki óskastaða. Dagur íslenskrar náttúru, hefurðu áhyggjur? „Náttúran er miklu fleira en bara loftslagsmálin en afleiðingarnar af loftslagsmálum eru meiri annars staðar en hér en við samt sem áður þurfum að sýna ábyrgð og draga líka saman þótt við séum lítill dropi í þessu hafi,“ segir Einar.
Loftslagsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira