Innlent

Tor­kenni­legur hlutur reyndist vera raf­sígaretta

Bjarki Sigurðsson skrifar
Sprengjusérfræðingar eru hluti af sérsveitarteymi ríkislögreglustjóra. Mynd er frá aðgerðum sérsveitarinnar fyrr í sumar.
Sprengjusérfræðingar eru hluti af sérsveitarteymi ríkislögreglustjóra. Mynd er frá aðgerðum sérsveitarinnar fyrr í sumar. Vísir/Vilhelm

Sprengjusérfræðingar ríkislögreglustjóra voru kallaðar til við Ránargötu í miðbæ Reykjavíkur í dag eftir að tilkynnt var um torkennilegan hlut. Hluturinn reyndist vera rafsígaretta sem einhver hafði skilið eftir.

Í samtali við fréttastofu segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að það sé hluti af viðbragðsáætlun lögreglunnar að kalla út sprengjuteymið ef tilkynnt er um torkennilegan hlut. Talið var að hluturinn gæti verið einhverskonar heimatilbúin sprengja. 

Þegar hluturinn var rannsakaður kom þó í ljós að um væri að ræða rafsígarettu sem einhver hafði skilið eftir á götunni. Þegar fréttastofa náði tali af Ásgeiri var aðgerðum þeirra við það að ljúka. 

Líkt og greint hefur verið frá á Vísi síðustu daga hafa heimatilbúnar sprengjur valdið lögreglunni á Selfossi ama, til að mynda þurftu sprengjusérfræðingar að eyða sprengju sem fannst þar í gær. Sprengjurnar eru gerðar með efnum sem hægt er að kaupa í matvörubúðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×