Framtíð allt að hundrað manns gæti verið undir Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. september 2022 13:30 Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður. Vísir/Arnar Mál Palestínumanns gegn ríkinu, sem flutt var í héraðsdómi á fimmtudag, gæti haft áhrif á stöðu upp undir hundrað flóttamanna hér á landi sem beðið hafa í óvissu síðan í kórónuveirufaraldrinum, að sögn lögmanns. Hann telur framgöngu stjórnvalda í málunum harkalega. Málið snýst um Palestínumann sem sótti um hæli hér á landi í kórónuveirufaraldrinum, þegar ekki var hægt að flytja fólk úr landi. Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður sem flytur málið bendir á að reglur séu þannig að ef stjórnvöld nái ekki að ljúka meðferð slíkra mála innan 12 mánaða þá fái viðkomandi efnismeðferð. Í tilviki Palestínumannsins hafi þessi frestur runnið út - og vísað til þess að maðurinn hefði sjálfur tafið mál sitt, eins og raunar í tilvikum margra annarra í sömu stöðu. „Og málið snýst í rauninni bara um það, þennan núans, hvort það sé hægt að kenna þessu fólki um að það hafi ekki verið hægt að flytja það úr landi, meðal annars vegna reglna þar um í Grikklandi, hvort það hafi verið þeim að kenna,“ segir Helgi. „Hingað til hafa menn bara verið taldir hafa tafið málið ef þeir hafa látið sig hverfa eða mæta ekki í viðtölin og svo framvegis. En þarna erum við með hóp sem gerði ekkert ólöglegt.“ Málið yrði ekki fordæmisgefandi til framtíðar heldur sneri að fólki sem kom hingað til lands á afmörkuðu tímabili í faraldrinum. En vinnist málið gæti þó talsvert stór hópur fengið efnismeðferð, að sögn Helga. „Það er eiginlega alveg bókað. En hversu stór sá hópur er fer eftir því hvernig niðurstaðan er útfærð. En það er alveg öruggt að það yrðu allavega einhverjir tugir. Og eftir því hvernig niðurstaðan kemur út gæti það slagað í hundrað manns.“ Hvernig finnst þér framferði stjórnvalda í þessu máli? „Það er nokkuð harkaleg framganga aðmínu mati. Ég tel, og ég held að margir séu á þeirri skoðun, að stjórnvöld hafi ranglega sakað þennan hóp um að hafa tafið mál sitt,“ segir Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Dómsmál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Málið snýst um Palestínumann sem sótti um hæli hér á landi í kórónuveirufaraldrinum, þegar ekki var hægt að flytja fólk úr landi. Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður sem flytur málið bendir á að reglur séu þannig að ef stjórnvöld nái ekki að ljúka meðferð slíkra mála innan 12 mánaða þá fái viðkomandi efnismeðferð. Í tilviki Palestínumannsins hafi þessi frestur runnið út - og vísað til þess að maðurinn hefði sjálfur tafið mál sitt, eins og raunar í tilvikum margra annarra í sömu stöðu. „Og málið snýst í rauninni bara um það, þennan núans, hvort það sé hægt að kenna þessu fólki um að það hafi ekki verið hægt að flytja það úr landi, meðal annars vegna reglna þar um í Grikklandi, hvort það hafi verið þeim að kenna,“ segir Helgi. „Hingað til hafa menn bara verið taldir hafa tafið málið ef þeir hafa látið sig hverfa eða mæta ekki í viðtölin og svo framvegis. En þarna erum við með hóp sem gerði ekkert ólöglegt.“ Málið yrði ekki fordæmisgefandi til framtíðar heldur sneri að fólki sem kom hingað til lands á afmörkuðu tímabili í faraldrinum. En vinnist málið gæti þó talsvert stór hópur fengið efnismeðferð, að sögn Helga. „Það er eiginlega alveg bókað. En hversu stór sá hópur er fer eftir því hvernig niðurstaðan er útfærð. En það er alveg öruggt að það yrðu allavega einhverjir tugir. Og eftir því hvernig niðurstaðan kemur út gæti það slagað í hundrað manns.“ Hvernig finnst þér framferði stjórnvalda í þessu máli? „Það er nokkuð harkaleg framganga aðmínu mati. Ég tel, og ég held að margir séu á þeirri skoðun, að stjórnvöld hafi ranglega sakað þennan hóp um að hafa tafið mál sitt,“ segir Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Dómsmál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent