„Ég held við séum öll föst í að vera við sjálf“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 19. september 2022 07:01 Linda Björg Árnadóttir doktorsnemi í félagsfræði er að rannska tísku félagsfræði og hvernig það hvernig við klæðum okkur getur haft áhrif á hvernig okkur gengur, bæði í starfi og einkalífi. Linda hvetur fólk til að festast ekki í einum stíl því rannsóknir hafa sýnt að fólk er hamingjusamari sem á sér margar sjálfsmyndir og klæðir sig eftir þeim. Vísir/Vilhelm „Sagan af Öskubusku er kannski besta dæmið. Um konu sem er í mjög slæmri stöðu en með nýjum kjól þá getur hún blekkt og orðið „önnur“ og nær sér í prinsinn og kemst út úr ósanngjörnum aðstæðum og bætir líf sitt stórkostlega,“ segir Linda Björg Árnadóttir doktorsnemi í félagsfræði við Háskóla Íslands þar sem hún er að rannsaka félagsfræði tísku. „Það hefur verið mikil eftirspurn eftir þessari sögu sem er um tvö þúsund ára gömul. Í annarri frægri sögu, sögunni um Mulan þá blekkir kona kyn með fatnaði til þess að fá aðgang að tækifærum sem hún hefur ekki sem kona. Það eru til fullt af svöna sögum úr raunveruleikanum,“ heldur Linda áfram og bætir við: „Þarna er tíska og klæðnaður notuð til að búa til annað „identity“ til þess að komast út úr vondum aðstæðum.“ Doktorsverkefni Lindu er að miklu leyti um hvert er hlutverk fatnaðar í ferli breytinga en ein af niðurstöðunum er að ef að hugmyndir breytast, þá breytast fötin. Sem dæmi má nefna rannsókn Lindu á klæðnaði í fjármálaheiminum en þar var sjánleg breyting á fatnaði fólks fyrir og eftir hrun vegna þess að hugmyndir og gildi breyttust. „Það má sjá í jafnréttisbaráttuna og hvernig staða kvenna hefur breyst innan fjármálaheimsins. Í þeim breytingum sem hefur orðið á því hvað þykir viðeigandi fatnaður í því starfsumhverfi,“ segir Linda. Tískan breytist þegar samfélagið breytist Rannsóknir Lindu ganga út á að skoða samband velgengni og viðeigandi klæðnaðar. Þar sem rýnt er í það hvernig klæðnaður og tíska miðlar upplýsingum eins og stöðu, sjálfsmynd og framsækni. Að sögn Lindu hefur félagsfræði tísku ekkert verið rannsökuð á Íslandi. Þetta fag er hins vegar stórt erlendis en það eru helst tískufélagsfræðingar sem gera rannsóknir í fata- og tískuhönnun og þær er verið að gera í öllum góðum fatahönnunarskólum. Linda segir félagsfræði tísku til dæmis mjög áberandi í Bretlandi. „Þetta fag hefur hingað til ekki verið rannsakað af íslenskum fræðimönnum en tíska og fatnaður fólks hefur áhrif á hugmyndir okkar um okkur sjálf og aðra. Sagan sýnt okkur í margar aldir og þegar að við horfum til baka má sjá hvernig fötin breytast alltaf í kjölfarið ef miklar breytingar verða í samfélaginu.“ Linda nefnir sem dæmi að eftir byltingar, eins og þá til dæmis þá frönsku en einnig þá rússnesku og þá kínversku, að þá hafi fatnaður almennings breyst mjög hratt án þess að neinn hefði neitt með það að gera. Gildi og hugmyndir höfðu breyst og stéttarfyrirkomulagið hafði riðlast og í raun til þess að innleiða breytingar í samfélög þá þarf að vera einskonar „fyrir og eftir“ mynd þegar kemur að klæðnaði. Það sama gerðist í bankahruninu hér heima. Þá hreinlega misstu dýru jakkafötin allan trúverðugleika. „Í dag er ég að rannsaka konur í listum með sambærilegum hætti og ég gerði í fjármálageiranum. Ég ákvað hins vegar að byrja á fjármálageiranum vegna þess að þar hafa reglur um klæðnað verið hvað strangastar í langan tíma,“ segir Linda. Eitt það skemmtilega við rannsóknarvinnuna segir Linda vera að kafa ofan í sögulegar skýringar. Því það kemur alltaf í ljós, að þær eru til staðar og útskýra hvernig hefðirnar urðu til. Og það skemmtilega er að skýringarnar eru oft mjög praktískar. Ég nefni dæmi úr fjármálaheiminum því við erum að tala um hann. Eitt að því sem gerðist í þeim geira og hafði mikil áhrif er að á sautjándu öld setti Karl II Bretlandskonungur það í tilskipun að allir karlmenn í fjármálaheiminum skyldu klæðast þríhnepptum jakkafötum.“ En sérðu mun á fjármálageiranum og listageiranum? „Já ég sé strax að konur í listageiranum nýta sér klæðnað og tísku á allt annan hátt þar sem persónan þeirra er mjög sýnileg, ólíkt fjármálageiranum. En báðir hópar geta notað tísku til að bæta og breyta. Listakonur nýta föt sem ákveðið tungumál fyrir sína list en eru þó mun frjálslegri og geta klætt sig mjög ólíkt á milli daga, allt eftir því hvernig þeim líður. En það eru skrifaðar og óskrifaðar reglur um klæðaburð í fjármálageiranum og þess vegna eru þetta mjög ólík starfsumhverfi.“ Linda nefnir bæði Björk Guðmundsdóttur og David Bowie sem gott dæmi um tónlistarfólk sem nýtir sér klæðnað til að miðla sinni list. Sjálf telur hún David Bowie hafi í hlutverki Ziggy Stardust öðlast frelsi í sköpun sem hann hugsanlega hefði ekki náð sem David Bowie. Tónlistarmenn oft góðir í að nýta sér tísku Linda bendir sérstaklega á hvernig tónlistarfólk nýtir sér tísku oft mjög vel fyrir sinn frama. „Sjáið nú bara Björk. Hún er mjög gott dæmi um tónlistarmann sem miðlar sinni list að hluta með fatnaði og hvernig hún klæðir sig og kemur fram er stór partur af hennar ásýnd sem hefur haft áhrif á velgengni hennar.“ Sá tónlistarmaður sem er samt í mestu uppáhaldi hjá Lindu hvað þetta varðar er David Bowie. „David Bowie nýtti sér fatnað mjög mikið sem tónlistarmaður og gekk lengra en flestir. Þekktasta dæmið er kannski karakterinn Ziggy Stardust sem hann skapaði með klæðnaði meðal annars. Á þessu tímabili þar sem hann var Ziggy var hann með sérstakan fatnað og einfaldlega annan karakter og textinn í þeim lögum höfðu miklar skýrskotanir út í geim og í geimferðir,“ segir Linda og bætir við: „Þegar hann steig fram sem önnur manneskja með annað nafn þá stigu fram margir frægir geðlæknar og sálfræðingar og sögðu Bowie hreinlega geðveikan. Hann væri augljóslega með geðklofa eða „multible personality order.“ Þesar hugmyndir þurfti hann alla tíð að berjast við og snúa niður. Ég tel að hann hafi með Ziggy Stardust öðlast mikið frelsi í sköpun sem hann hugsanlega hafði ekki sem David Bowie.“ Linda segist sérstaklega heilluð af því að rannsaka betur hvernig við getum stækkað sem manneskjur ef við leyfum okkur fleiri útgáfur af okkur. Þess vegna sé mikilvægt að leyfa okkur stundum að hætta að vera við dæmigerða sjálf og hreinlega vera einhver önnur útgáfa. Að klæða okkur á mismunandi hátt er góð leið til að sýna mismunandi sjálfsmyndir.Vísir/Vilhelm Getum öll lifað tvöföldu lífi, jafnvel fleirum Linda segir ekkert þurfa að efast um það að klæðnaður geti haft bein áhrif á okkur öll varðandi það hvernig okkur gengur. Tíska er tæki sem við gætum notað betur. Samkvæmt kenningum um sjálfsmyndir þá höfum við öll nokkrar sjálfmyndir sem að við notum þegar aðstæður kalla á þær. Við erum börn einhvers, foreldrar, makar, við erum í störfum og rannsóknir hafa sýnt að þeir sem hafi fleiri sjálfsmyndir eru hamingjusamari en þeir sem hafa færri. Bowie tók þessa hugmynd bara aðeins lengra. Það eru mörg dæmi um það í listum að listamenn hafi notað margar sjálfsmyndir sem aðferð til þess að búa til list. Ég held við ættum öll að nota þetta. Ég held við séum öll föst í að vera við sjálf.“ Hvað áttu við með því? „Við klæðum okkur miðað við það hlutverk sem við erum í hverju sinni. Þú kannski klæðir þig á ákveðinn hátt ef þú starfar í banka því í því hlutverki viltu sýna ákveðinn trúverðugleika gagnvart viðskiptavinum. En í hlutverki foreldris, í vinahóp eða utan vinnunnar viltu kannski vera einhver allt önnur útgáfa af sjálfum þér og við notum föt til að sýna þá útgáfu sem við viljum vera.“ Þá segir Linda það staðreynd að fatnaður geti sett okkur í ákveðið box, sem aftur getur haldið aftur af til dæmis sköpunargleðinni okkar eða því að komast eins langt í lifi og starfi og við annars gætum. „Ég er viss um að ef að við erum öll aðeins meira skapandi þá verður allt betra. Við eigum líka að nota fatnað til að skemmta okkur gera tilraunir en við verðum líka að leyfa öðrum að gera hið sama. Fatnaður og tíska er samtal þess sem er í fötunum og áhorfandans sem að samþykkir eða ekki viðkomandi framsetningu.“ Linda nefnir dæmisögu af tónlistarmanninum Brian Eno, sem hefur mikið verið að framleiða tónlist og semja. Eitt sinn var hann í jólaboði hjá tengdaforeldrum sínum þar sem brugðið var á leik með gestum. Leikurinn gekk út á að fólk fór í mismunandi hlutverk. Það sem gerðist var að allt í einu sá hann hóp af fólki sem hann hafði þekkt í mörg ár gjörbreytast sem karaktera. Svona eins og búningarnir væru að færa þeim eitthvað frelsi til að vera aðrar útgáfur af þeim sjálfum en venjulega.“ Það sem Eno gerði var að nýta sér þessa aðferðarfræði til þess að láta hið óvænta gerast þegar hann er að framleiða tónlist. Þegar hann er að vinna merð tónlistarmönnum þá réttir hann kannski trommaranum gítar, eða lét gítaristann spila á trommur og svo framvegis. „Hann ruglaði í þessu öllu til þess að láta hið óvænta koma fram. Því það er einfaldlega það sem gerist þegar að erum sett í önnur hlutverk. Við eins og fáum frelsi til að vera ólíkar útgáfur af okkur og fyrir vikið erum við líklegri til að ná lengra, gera meira og koma okkur sjálfum jafnvel á óvart,“ segir Linda og bætir við: „Hættum að vera við sjálf! Verum einhver annar!“ Markmið Lindu er að halda áfram að rannsaka tískufélagsfræði á Íslandi og skoða hvernig fólk getur skapað sér ný tækifæri og búið til nýjungar með mismunandi klæðaburði. Þann 23.september næstkomandi verður Linda með fyrirlesturinn „Hættum að vera við sjálf! Verum einhver annar!“ á ráðstefnunni Hugarlug sem er haldin á vegum Listaháskólans í húsnæði skólans í Lauganesi. Hún segist sérstaklega heilluð af því að rannsaka betur hvernig við getum stækkað sem manneskjur ef við leyfum okkur fleiri útgáfur af okkur. Linda segir sýndarveruleikann eitt af því sem muni auðvelda okkur að þróa sjálfsmyndir og verða gott tæki sem mun hjálpa fólki að vera meira skapandi. „Við erum búin að sjá að fólk eins og David Bowie hefur hreinlega búið sér til aðra manneskju til að ná ákveðnum markmiðum fram miðað við þá tegund af tónlist sem hann var að vinna með. Sem þýðir að við getum hreinlega náð ákveðnum markmiðum með því að skapa okkur fleiri ásýndir (e. Identities). Hvaða tækifæri erum við að skapa okkur sjálfum ef við hættum alltaf að klæða okkur eins?,“ spyr Linda og bendir þar á að tækifærin gætu tengst starfinu okkar og starfsframa, hvernig okkur líður, hvernig karakter við sýnum okkar nánustu eða skipt verulegu máli í einkalífinu. „Sjálfmynd okkar ætti að vera í stanslausri þróun. Það er ekkert verra en stöðnun“. Aftur hvetur Linda fólk til að festast ekki í einum stíl eða í einni hugmynd. „Ég finn til dæmis sjálf að ég klæði mig allt öðruvísi þegar að ég fer til Parísar þar sem ég bjó lengi. Þar er frelsið öðruvísi og þar leyfi mér mér gjarnan að vera önnur útgáfa af sjálfri mér. Sú breyting verður fyrst og fremst vegna þess að þar er áhorfandinn annar. Samtalið er annað! Því við getum leyft okkur að breyta og eigum endilega að nýta okkur það. Að sjálfið okkar getur stækkað og. þróast og við gert og verið meira ef við leyfum okkur að fara út úr okkar hefðbundna þægindarrými og þarna er hægt að nota tækið tísku til að fara út úr rammanum og gera eitthvað nýtt.“ En er það ekki tískan sem stjórnar okkur? „Nei,“ svarar Linda og hlær: Fólk er hreinlega ekki svo vitlaust eins og stundum er talað um. Því hið rétta er að það erum við fólkið sem stýrum tískunni. Það er hægt að hanna og búa til hvað sem er. En það kemst ekkert í tísku nema fólkið vilji það og velji það.“ Tíska og hönnun Góðu ráðin Starfsframi Tengdar fréttir Við getum öll lært að blómstra betur í vinnunni Þekkir þú styrkleikana þína nægilega vel eða hugarfar til að tryggja þér sem bestum árangri í starfi? 6. apríl 2022 08:32 Margt gott við að verða T-laga starfsmaður Það geta allir orðið T-laga starfsmaður, sama við hvað við störfum. En hvað þýðir það að vera T-laga í starfi? 27. júní 2022 07:01 Þegar snobbaðir vinnufélagar fara í taugarnar á þér Það er með ólíkindum hvernig hugurinn getur fengið okkur til að eyða orku að óþörfu. Mjög oft þá að láta eitthvað í fari annarra fara óskaplega í taugarnar á okkur. Til dæmis þeirra snobb. 3. desember 2021 07:01 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
„Það hefur verið mikil eftirspurn eftir þessari sögu sem er um tvö þúsund ára gömul. Í annarri frægri sögu, sögunni um Mulan þá blekkir kona kyn með fatnaði til þess að fá aðgang að tækifærum sem hún hefur ekki sem kona. Það eru til fullt af svöna sögum úr raunveruleikanum,“ heldur Linda áfram og bætir við: „Þarna er tíska og klæðnaður notuð til að búa til annað „identity“ til þess að komast út úr vondum aðstæðum.“ Doktorsverkefni Lindu er að miklu leyti um hvert er hlutverk fatnaðar í ferli breytinga en ein af niðurstöðunum er að ef að hugmyndir breytast, þá breytast fötin. Sem dæmi má nefna rannsókn Lindu á klæðnaði í fjármálaheiminum en þar var sjánleg breyting á fatnaði fólks fyrir og eftir hrun vegna þess að hugmyndir og gildi breyttust. „Það má sjá í jafnréttisbaráttuna og hvernig staða kvenna hefur breyst innan fjármálaheimsins. Í þeim breytingum sem hefur orðið á því hvað þykir viðeigandi fatnaður í því starfsumhverfi,“ segir Linda. Tískan breytist þegar samfélagið breytist Rannsóknir Lindu ganga út á að skoða samband velgengni og viðeigandi klæðnaðar. Þar sem rýnt er í það hvernig klæðnaður og tíska miðlar upplýsingum eins og stöðu, sjálfsmynd og framsækni. Að sögn Lindu hefur félagsfræði tísku ekkert verið rannsökuð á Íslandi. Þetta fag er hins vegar stórt erlendis en það eru helst tískufélagsfræðingar sem gera rannsóknir í fata- og tískuhönnun og þær er verið að gera í öllum góðum fatahönnunarskólum. Linda segir félagsfræði tísku til dæmis mjög áberandi í Bretlandi. „Þetta fag hefur hingað til ekki verið rannsakað af íslenskum fræðimönnum en tíska og fatnaður fólks hefur áhrif á hugmyndir okkar um okkur sjálf og aðra. Sagan sýnt okkur í margar aldir og þegar að við horfum til baka má sjá hvernig fötin breytast alltaf í kjölfarið ef miklar breytingar verða í samfélaginu.“ Linda nefnir sem dæmi að eftir byltingar, eins og þá til dæmis þá frönsku en einnig þá rússnesku og þá kínversku, að þá hafi fatnaður almennings breyst mjög hratt án þess að neinn hefði neitt með það að gera. Gildi og hugmyndir höfðu breyst og stéttarfyrirkomulagið hafði riðlast og í raun til þess að innleiða breytingar í samfélög þá þarf að vera einskonar „fyrir og eftir“ mynd þegar kemur að klæðnaði. Það sama gerðist í bankahruninu hér heima. Þá hreinlega misstu dýru jakkafötin allan trúverðugleika. „Í dag er ég að rannsaka konur í listum með sambærilegum hætti og ég gerði í fjármálageiranum. Ég ákvað hins vegar að byrja á fjármálageiranum vegna þess að þar hafa reglur um klæðnað verið hvað strangastar í langan tíma,“ segir Linda. Eitt það skemmtilega við rannsóknarvinnuna segir Linda vera að kafa ofan í sögulegar skýringar. Því það kemur alltaf í ljós, að þær eru til staðar og útskýra hvernig hefðirnar urðu til. Og það skemmtilega er að skýringarnar eru oft mjög praktískar. Ég nefni dæmi úr fjármálaheiminum því við erum að tala um hann. Eitt að því sem gerðist í þeim geira og hafði mikil áhrif er að á sautjándu öld setti Karl II Bretlandskonungur það í tilskipun að allir karlmenn í fjármálaheiminum skyldu klæðast þríhnepptum jakkafötum.“ En sérðu mun á fjármálageiranum og listageiranum? „Já ég sé strax að konur í listageiranum nýta sér klæðnað og tísku á allt annan hátt þar sem persónan þeirra er mjög sýnileg, ólíkt fjármálageiranum. En báðir hópar geta notað tísku til að bæta og breyta. Listakonur nýta föt sem ákveðið tungumál fyrir sína list en eru þó mun frjálslegri og geta klætt sig mjög ólíkt á milli daga, allt eftir því hvernig þeim líður. En það eru skrifaðar og óskrifaðar reglur um klæðaburð í fjármálageiranum og þess vegna eru þetta mjög ólík starfsumhverfi.“ Linda nefnir bæði Björk Guðmundsdóttur og David Bowie sem gott dæmi um tónlistarfólk sem nýtir sér klæðnað til að miðla sinni list. Sjálf telur hún David Bowie hafi í hlutverki Ziggy Stardust öðlast frelsi í sköpun sem hann hugsanlega hefði ekki náð sem David Bowie. Tónlistarmenn oft góðir í að nýta sér tísku Linda bendir sérstaklega á hvernig tónlistarfólk nýtir sér tísku oft mjög vel fyrir sinn frama. „Sjáið nú bara Björk. Hún er mjög gott dæmi um tónlistarmann sem miðlar sinni list að hluta með fatnaði og hvernig hún klæðir sig og kemur fram er stór partur af hennar ásýnd sem hefur haft áhrif á velgengni hennar.“ Sá tónlistarmaður sem er samt í mestu uppáhaldi hjá Lindu hvað þetta varðar er David Bowie. „David Bowie nýtti sér fatnað mjög mikið sem tónlistarmaður og gekk lengra en flestir. Þekktasta dæmið er kannski karakterinn Ziggy Stardust sem hann skapaði með klæðnaði meðal annars. Á þessu tímabili þar sem hann var Ziggy var hann með sérstakan fatnað og einfaldlega annan karakter og textinn í þeim lögum höfðu miklar skýrskotanir út í geim og í geimferðir,“ segir Linda og bætir við: „Þegar hann steig fram sem önnur manneskja með annað nafn þá stigu fram margir frægir geðlæknar og sálfræðingar og sögðu Bowie hreinlega geðveikan. Hann væri augljóslega með geðklofa eða „multible personality order.“ Þesar hugmyndir þurfti hann alla tíð að berjast við og snúa niður. Ég tel að hann hafi með Ziggy Stardust öðlast mikið frelsi í sköpun sem hann hugsanlega hafði ekki sem David Bowie.“ Linda segist sérstaklega heilluð af því að rannsaka betur hvernig við getum stækkað sem manneskjur ef við leyfum okkur fleiri útgáfur af okkur. Þess vegna sé mikilvægt að leyfa okkur stundum að hætta að vera við dæmigerða sjálf og hreinlega vera einhver önnur útgáfa. Að klæða okkur á mismunandi hátt er góð leið til að sýna mismunandi sjálfsmyndir.Vísir/Vilhelm Getum öll lifað tvöföldu lífi, jafnvel fleirum Linda segir ekkert þurfa að efast um það að klæðnaður geti haft bein áhrif á okkur öll varðandi það hvernig okkur gengur. Tíska er tæki sem við gætum notað betur. Samkvæmt kenningum um sjálfsmyndir þá höfum við öll nokkrar sjálfmyndir sem að við notum þegar aðstæður kalla á þær. Við erum börn einhvers, foreldrar, makar, við erum í störfum og rannsóknir hafa sýnt að þeir sem hafi fleiri sjálfsmyndir eru hamingjusamari en þeir sem hafa færri. Bowie tók þessa hugmynd bara aðeins lengra. Það eru mörg dæmi um það í listum að listamenn hafi notað margar sjálfsmyndir sem aðferð til þess að búa til list. Ég held við ættum öll að nota þetta. Ég held við séum öll föst í að vera við sjálf.“ Hvað áttu við með því? „Við klæðum okkur miðað við það hlutverk sem við erum í hverju sinni. Þú kannski klæðir þig á ákveðinn hátt ef þú starfar í banka því í því hlutverki viltu sýna ákveðinn trúverðugleika gagnvart viðskiptavinum. En í hlutverki foreldris, í vinahóp eða utan vinnunnar viltu kannski vera einhver allt önnur útgáfa af sjálfum þér og við notum föt til að sýna þá útgáfu sem við viljum vera.“ Þá segir Linda það staðreynd að fatnaður geti sett okkur í ákveðið box, sem aftur getur haldið aftur af til dæmis sköpunargleðinni okkar eða því að komast eins langt í lifi og starfi og við annars gætum. „Ég er viss um að ef að við erum öll aðeins meira skapandi þá verður allt betra. Við eigum líka að nota fatnað til að skemmta okkur gera tilraunir en við verðum líka að leyfa öðrum að gera hið sama. Fatnaður og tíska er samtal þess sem er í fötunum og áhorfandans sem að samþykkir eða ekki viðkomandi framsetningu.“ Linda nefnir dæmisögu af tónlistarmanninum Brian Eno, sem hefur mikið verið að framleiða tónlist og semja. Eitt sinn var hann í jólaboði hjá tengdaforeldrum sínum þar sem brugðið var á leik með gestum. Leikurinn gekk út á að fólk fór í mismunandi hlutverk. Það sem gerðist var að allt í einu sá hann hóp af fólki sem hann hafði þekkt í mörg ár gjörbreytast sem karaktera. Svona eins og búningarnir væru að færa þeim eitthvað frelsi til að vera aðrar útgáfur af þeim sjálfum en venjulega.“ Það sem Eno gerði var að nýta sér þessa aðferðarfræði til þess að láta hið óvænta gerast þegar hann er að framleiða tónlist. Þegar hann er að vinna merð tónlistarmönnum þá réttir hann kannski trommaranum gítar, eða lét gítaristann spila á trommur og svo framvegis. „Hann ruglaði í þessu öllu til þess að láta hið óvænta koma fram. Því það er einfaldlega það sem gerist þegar að erum sett í önnur hlutverk. Við eins og fáum frelsi til að vera ólíkar útgáfur af okkur og fyrir vikið erum við líklegri til að ná lengra, gera meira og koma okkur sjálfum jafnvel á óvart,“ segir Linda og bætir við: „Hættum að vera við sjálf! Verum einhver annar!“ Markmið Lindu er að halda áfram að rannsaka tískufélagsfræði á Íslandi og skoða hvernig fólk getur skapað sér ný tækifæri og búið til nýjungar með mismunandi klæðaburði. Þann 23.september næstkomandi verður Linda með fyrirlesturinn „Hættum að vera við sjálf! Verum einhver annar!“ á ráðstefnunni Hugarlug sem er haldin á vegum Listaháskólans í húsnæði skólans í Lauganesi. Hún segist sérstaklega heilluð af því að rannsaka betur hvernig við getum stækkað sem manneskjur ef við leyfum okkur fleiri útgáfur af okkur. Linda segir sýndarveruleikann eitt af því sem muni auðvelda okkur að þróa sjálfsmyndir og verða gott tæki sem mun hjálpa fólki að vera meira skapandi. „Við erum búin að sjá að fólk eins og David Bowie hefur hreinlega búið sér til aðra manneskju til að ná ákveðnum markmiðum fram miðað við þá tegund af tónlist sem hann var að vinna með. Sem þýðir að við getum hreinlega náð ákveðnum markmiðum með því að skapa okkur fleiri ásýndir (e. Identities). Hvaða tækifæri erum við að skapa okkur sjálfum ef við hættum alltaf að klæða okkur eins?,“ spyr Linda og bendir þar á að tækifærin gætu tengst starfinu okkar og starfsframa, hvernig okkur líður, hvernig karakter við sýnum okkar nánustu eða skipt verulegu máli í einkalífinu. „Sjálfmynd okkar ætti að vera í stanslausri þróun. Það er ekkert verra en stöðnun“. Aftur hvetur Linda fólk til að festast ekki í einum stíl eða í einni hugmynd. „Ég finn til dæmis sjálf að ég klæði mig allt öðruvísi þegar að ég fer til Parísar þar sem ég bjó lengi. Þar er frelsið öðruvísi og þar leyfi mér mér gjarnan að vera önnur útgáfa af sjálfri mér. Sú breyting verður fyrst og fremst vegna þess að þar er áhorfandinn annar. Samtalið er annað! Því við getum leyft okkur að breyta og eigum endilega að nýta okkur það. Að sjálfið okkar getur stækkað og. þróast og við gert og verið meira ef við leyfum okkur að fara út úr okkar hefðbundna þægindarrými og þarna er hægt að nota tækið tísku til að fara út úr rammanum og gera eitthvað nýtt.“ En er það ekki tískan sem stjórnar okkur? „Nei,“ svarar Linda og hlær: Fólk er hreinlega ekki svo vitlaust eins og stundum er talað um. Því hið rétta er að það erum við fólkið sem stýrum tískunni. Það er hægt að hanna og búa til hvað sem er. En það kemst ekkert í tísku nema fólkið vilji það og velji það.“
Tíska og hönnun Góðu ráðin Starfsframi Tengdar fréttir Við getum öll lært að blómstra betur í vinnunni Þekkir þú styrkleikana þína nægilega vel eða hugarfar til að tryggja þér sem bestum árangri í starfi? 6. apríl 2022 08:32 Margt gott við að verða T-laga starfsmaður Það geta allir orðið T-laga starfsmaður, sama við hvað við störfum. En hvað þýðir það að vera T-laga í starfi? 27. júní 2022 07:01 Þegar snobbaðir vinnufélagar fara í taugarnar á þér Það er með ólíkindum hvernig hugurinn getur fengið okkur til að eyða orku að óþörfu. Mjög oft þá að láta eitthvað í fari annarra fara óskaplega í taugarnar á okkur. Til dæmis þeirra snobb. 3. desember 2021 07:01 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Við getum öll lært að blómstra betur í vinnunni Þekkir þú styrkleikana þína nægilega vel eða hugarfar til að tryggja þér sem bestum árangri í starfi? 6. apríl 2022 08:32
Margt gott við að verða T-laga starfsmaður Það geta allir orðið T-laga starfsmaður, sama við hvað við störfum. En hvað þýðir það að vera T-laga í starfi? 27. júní 2022 07:01
Þegar snobbaðir vinnufélagar fara í taugarnar á þér Það er með ólíkindum hvernig hugurinn getur fengið okkur til að eyða orku að óþörfu. Mjög oft þá að láta eitthvað í fari annarra fara óskaplega í taugarnar á okkur. Til dæmis þeirra snobb. 3. desember 2021 07:01