„Þú lyftir engum titli fyrr en að mótið er búið“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 17. september 2022 16:44 Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks Vísir/Diego „Ég geri ráð fyrir að fyrri hálfleikurinn hafi ekki verið mikil skemmtun. Það var hægt tempó en svo vorum við mjög sterkir í seinni hálfleik og ég er ánægður með liði að hafa klárað þennan leik. ÍBV-liðið er gott lið. Þannig þetta var bara flott,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 3-0 sigur á ÍBV í dag. Það gerðist ekki mikið í fyrri hálfleik, Óskar sagði að leikmenn hefðu verið lengi að koma sér af stað. „Ég upplifði meira að það voru sex dagar frá síðasta leik og að menn voru lengi að koma sér af stað í fyrri hálfleik. Ég upplifði frekar það heldur en að það væri einhver skjálfti, enda er þetta lið búið að ganga í gegnum það mikið að eitt tap sest ekki á sálina hjá mönnum.“ Blikar mættu öflugir í seinni hálfleikinn og skoruðu þrjú mörk nánast á einu bretti. „Við breyttum ekki upplegginu. Við töluðum um að gera hlutina aðeins hraðar og gera þá aðeins betur, vera einbeittari á síðasta þriðjung. Eyjamennirnir pressa grimmt og hátt og taka áhættu og skilja eftir sig svæði, fara oftar í svæðin sem þeir skilja eftir sig. Mér fannst það ganga ágætlega í seinni hálfleik. Við getum verið með öll plön í heiminum en leikmenn þurfa að klára þetta inn á vellinum og þeir gerðu það svo sannarlega í seinni hálfleik.“ Undir öllum venjulegum kringumstæðum hefði Breiðablik orðið Íslandsmeistarar í dag en í ár er verið að láta reyna á tvískiptingu deildarinnar. Óskar segist ekki hafa leitt hugan að því að þeir hefðu getað lyft titli í dag. „Þetta er eitthvað sem við erum búnir að vita síðan að mótið byrjaði og löngu fyrir það, að þetta mót er ekki búið núna. Þú lyftir engum titli fyrr en að mótið er búið. Við höfum ekki verið að velta okkur upp úr því, við höfum reynt að einblína á okkur sjálfa. Það er búið að setja ákveðin standard í þessa deild og nokkur lið hafa farið yfir fimmtíu stig í 22. leikja móti og við settum okkur markmið að komast þangað og það gekk í dag. Það eru fimm leikir eftir, ég hef ekki einu sinni leitt hugan að því að í fyrra voru menn að lyfta titli eftir þennan leik. Við eigum fimm frábæra leiki eftir.“ Áður en tvískiptingin verður er tveggja vikna hlé á deildinni. Óskar vill finna jafnvægi á að láta strákana hvíla en einnig að hressa þá við. „Við ætlum að reyna blanda saman að menn fái hvíld og fái hvíld frá Kópavogsvelli sem hefur verið þeirra heimili í sumar. En líka að skerpa á hlutum og hressa menn við, það er búið að vera mikil keyrsla og menn eru lúnir. Við verðum að finna jafnvægi milli þess að gefa mönnum hvíld og fá smá frið og halda þeim ferskum. Það eru fimm leikir eftir og þeir verða að vera klárir í það.“ Breiðablik Íslenski boltinn Besta deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik-ÍBV 3-0 | Blikar í kjörstöðu fyrir úrslitakeppnina Breiðablik, topplið Bestu-deildar karla í knattspyrnu, vann 3-0 sigur á móti ÍBV í lokaumferð deildarinnar. Liðið er í kjörstöðu fyrir skiptingu deildarinnar en Víkingur og KA eru átta stigum á eftir Blikum í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. september 2022 16:15 Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Það gerðist ekki mikið í fyrri hálfleik, Óskar sagði að leikmenn hefðu verið lengi að koma sér af stað. „Ég upplifði meira að það voru sex dagar frá síðasta leik og að menn voru lengi að koma sér af stað í fyrri hálfleik. Ég upplifði frekar það heldur en að það væri einhver skjálfti, enda er þetta lið búið að ganga í gegnum það mikið að eitt tap sest ekki á sálina hjá mönnum.“ Blikar mættu öflugir í seinni hálfleikinn og skoruðu þrjú mörk nánast á einu bretti. „Við breyttum ekki upplegginu. Við töluðum um að gera hlutina aðeins hraðar og gera þá aðeins betur, vera einbeittari á síðasta þriðjung. Eyjamennirnir pressa grimmt og hátt og taka áhættu og skilja eftir sig svæði, fara oftar í svæðin sem þeir skilja eftir sig. Mér fannst það ganga ágætlega í seinni hálfleik. Við getum verið með öll plön í heiminum en leikmenn þurfa að klára þetta inn á vellinum og þeir gerðu það svo sannarlega í seinni hálfleik.“ Undir öllum venjulegum kringumstæðum hefði Breiðablik orðið Íslandsmeistarar í dag en í ár er verið að láta reyna á tvískiptingu deildarinnar. Óskar segist ekki hafa leitt hugan að því að þeir hefðu getað lyft titli í dag. „Þetta er eitthvað sem við erum búnir að vita síðan að mótið byrjaði og löngu fyrir það, að þetta mót er ekki búið núna. Þú lyftir engum titli fyrr en að mótið er búið. Við höfum ekki verið að velta okkur upp úr því, við höfum reynt að einblína á okkur sjálfa. Það er búið að setja ákveðin standard í þessa deild og nokkur lið hafa farið yfir fimmtíu stig í 22. leikja móti og við settum okkur markmið að komast þangað og það gekk í dag. Það eru fimm leikir eftir, ég hef ekki einu sinni leitt hugan að því að í fyrra voru menn að lyfta titli eftir þennan leik. Við eigum fimm frábæra leiki eftir.“ Áður en tvískiptingin verður er tveggja vikna hlé á deildinni. Óskar vill finna jafnvægi á að láta strákana hvíla en einnig að hressa þá við. „Við ætlum að reyna blanda saman að menn fái hvíld og fái hvíld frá Kópavogsvelli sem hefur verið þeirra heimili í sumar. En líka að skerpa á hlutum og hressa menn við, það er búið að vera mikil keyrsla og menn eru lúnir. Við verðum að finna jafnvægi milli þess að gefa mönnum hvíld og fá smá frið og halda þeim ferskum. Það eru fimm leikir eftir og þeir verða að vera klárir í það.“
Breiðablik Íslenski boltinn Besta deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik-ÍBV 3-0 | Blikar í kjörstöðu fyrir úrslitakeppnina Breiðablik, topplið Bestu-deildar karla í knattspyrnu, vann 3-0 sigur á móti ÍBV í lokaumferð deildarinnar. Liðið er í kjörstöðu fyrir skiptingu deildarinnar en Víkingur og KA eru átta stigum á eftir Blikum í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. september 2022 16:15 Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik-ÍBV 3-0 | Blikar í kjörstöðu fyrir úrslitakeppnina Breiðablik, topplið Bestu-deildar karla í knattspyrnu, vann 3-0 sigur á móti ÍBV í lokaumferð deildarinnar. Liðið er í kjörstöðu fyrir skiptingu deildarinnar en Víkingur og KA eru átta stigum á eftir Blikum í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. september 2022 16:15