„Hvernig lifum við af, vitandi af henni hér?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. september 2022 19:26 Systkinin Lutfa og Ferdoz Ali, ásamt syni Ferdozar. Þau vitja leiðis móður sinnar, sem lést sviplega í sumar, á hverjum föstudegi í Gufuneskirkjugarði. Vísir/einar Systkin frá Bangladess, sem misstu móður sína sviplega í sumar, eru harmi slegin vegna yfirvofandi brottvísunar. Þau segja það óyfirstíganlega tilhugsun að geta ekki vitjað leiðis móður þeirra, sem jörðuð er í Reykjavík. Lögmaður systkinanna segir óásættanlegt að vísa þeim úr landi nú. Systkinin Ferdoz og Lutfa Ali eru upprunalega frá Bangladess. Móðir þeirra Begum flúði ofsóknir skyldmenna í Bangladess og systkinin hafa aldrei átt heimili þar. Þau segjast hafa verið á hrakhólum frá því þau muna eftir sér, búið til dæmis í Íran, Pakistan og Grikklandi, en fengu vernd í Ungverjalandi áður en þau komu til Íslands í kórónuveirufaraldrinum í byrjun október 2020. Það gerðu þau einkum til að sækja almennilega læknisþjónustu fyrir móður sína. En hún lést skyndilega um miðjan júlí síðastliðinn. „Hefðum við hringt fyrr á sjúkrabíl, hefði verið hægt að bjarga henni? Þeir sögðu nei. Blæðingarnar í höfði hennar voru svo miklar að það hefði ekki skipt máli. Þetta snerist um fimm sekúndur. Heilinn var fullur af blóði. Það var ómöguleg að framkvæma aðgerð,“ segir Lutfa. Begum er jörðuð í Gufuneskirkjugarði og systkinin vitja leiðisins á hverjum föstudegi. En þeim var synjað um alþjóðlega vernd hér á landi í fyrra og nú á að framfylgja brottvísun. „Ég sagði oft við mömmu: „Tveimur árum af lífi okkar hefur verið sóað.“ Hún sagði okkur að hafa trú á þessu. Þetta væri alveg að koma. En eftir tvö ár er okkur sagt: „Nei, þú ferð til baka“.“ Begum var 46 ára þegar hún lést.úr einkasafni Þau eigi engan að á Íslandi sem geti séð um leiði móður þeirra. „Við eigum aðeins móður okkar. Hún er hér. Hvernig getum við farið? Hvernig lifum við af, vitandi af henni hér?“ segir Lutfa. Þá vilja systkinin læra íslensku, finna sér vinnu og búa sér framtíð á Íslandi, einkum fyrir fimm ára son Ferdozar. Mér fannst Ísland vera okkar staður. Þar sem ég hef verið áður vildi fólk ekki hjálpa mér. Þau segja: „Nei, ég tala ekki ensku“. En á Íslandi fær maður fallegt bros,“ segir Ferdoz. Magnús Norðdahl lögmaður fjölskyldunnar hefur farið fram á endurupptöku máls þeirra í ljósi breyttra aðstæða í kjölfar andlátsins. Hann segir það óásættanlegt með öllu að fjölskyldunni verði vísað úr landi á þessu stigi máls. Lutfa og Begum eftir komuna til Íslands.úr einkasafni Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Bangladess Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Systkinin Ferdoz og Lutfa Ali eru upprunalega frá Bangladess. Móðir þeirra Begum flúði ofsóknir skyldmenna í Bangladess og systkinin hafa aldrei átt heimili þar. Þau segjast hafa verið á hrakhólum frá því þau muna eftir sér, búið til dæmis í Íran, Pakistan og Grikklandi, en fengu vernd í Ungverjalandi áður en þau komu til Íslands í kórónuveirufaraldrinum í byrjun október 2020. Það gerðu þau einkum til að sækja almennilega læknisþjónustu fyrir móður sína. En hún lést skyndilega um miðjan júlí síðastliðinn. „Hefðum við hringt fyrr á sjúkrabíl, hefði verið hægt að bjarga henni? Þeir sögðu nei. Blæðingarnar í höfði hennar voru svo miklar að það hefði ekki skipt máli. Þetta snerist um fimm sekúndur. Heilinn var fullur af blóði. Það var ómöguleg að framkvæma aðgerð,“ segir Lutfa. Begum er jörðuð í Gufuneskirkjugarði og systkinin vitja leiðisins á hverjum föstudegi. En þeim var synjað um alþjóðlega vernd hér á landi í fyrra og nú á að framfylgja brottvísun. „Ég sagði oft við mömmu: „Tveimur árum af lífi okkar hefur verið sóað.“ Hún sagði okkur að hafa trú á þessu. Þetta væri alveg að koma. En eftir tvö ár er okkur sagt: „Nei, þú ferð til baka“.“ Begum var 46 ára þegar hún lést.úr einkasafni Þau eigi engan að á Íslandi sem geti séð um leiði móður þeirra. „Við eigum aðeins móður okkar. Hún er hér. Hvernig getum við farið? Hvernig lifum við af, vitandi af henni hér?“ segir Lutfa. Þá vilja systkinin læra íslensku, finna sér vinnu og búa sér framtíð á Íslandi, einkum fyrir fimm ára son Ferdozar. Mér fannst Ísland vera okkar staður. Þar sem ég hef verið áður vildi fólk ekki hjálpa mér. Þau segja: „Nei, ég tala ekki ensku“. En á Íslandi fær maður fallegt bros,“ segir Ferdoz. Magnús Norðdahl lögmaður fjölskyldunnar hefur farið fram á endurupptöku máls þeirra í ljósi breyttra aðstæða í kjölfar andlátsins. Hann segir það óásættanlegt með öllu að fjölskyldunni verði vísað úr landi á þessu stigi máls. Lutfa og Begum eftir komuna til Íslands.úr einkasafni
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Bangladess Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira