Atvikið átti sér stað á föstudaginn í Westminster-höll en maðurinn hafði beðið í röð rétt eins og aðrir til að sjá líkkistu drottningarinnar. Hann ætlaði þó ekki að láta það duga, hljóp upp að kistunni og reyndi að grípa í hana.
Maðurinn er ákærður fyrir „hegðun sem miðar að því að valda vanlíðan eða áreitni“ og hefur verið í haldi lögreglu síðan atvikið átti sér stað.