Púttaði frá sér sigurinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2022 10:31 Svo nálægt, en samt svo langt í burtu. Mike Mulholland/Getty Images Englendingurinn Danny Willet var í kjörstöðu til að vinna Fortinet meistaramótið í golfi um helgina. Sigurinn var innan seilingar, hann var innan við einn metra frá holunni en pútt hans geigaði. Raunar geiguðu tvö pútt og Willet komst ekki einu sinni í bráðabana. Hinn 34 ára gamli Willet á einn sigur í PGA-móti í golfi á ferilskránni en sá kom árið 2016. Síðan þá hefur hann hrunið niður styrkleikalista PGA-mótaraðarinnar og var nærri dottinn af honum fyrir komandi tímabil. Þökk sé LIV-hlaupunum sem yfirgáfu PGA fyrir mótaröðina sem styrkt er af Sádi-Arabíu þá komst Willet örlítið hærra á listann og var svo í þann mund að tryggja sér sinn annan sigur á PGA-mótaröðinni þegar stressið virðist hafa náð til hans. Willet hafði verið meðal efstu manna frá fyrsta degi á Fortinet meistaramótinu sem fram fór í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hann lék frábærlega framan af og var með níu fingur á titlinum, og verðlaunafénu sem fylgir, þegar hann stillti sér upp til að klára mótið. Kúla hans var vel innan við meter frá 18. holu mótsins og sigurinn í sjónmáli. Hvað gerðist innra með Willet er óvíst en pútt hans fór forgörðum og því þurfti Willet að pútta fyrir bráðabana við Max Homa sem var í öðru sæti á þessum tímapunkti. Það pútt geigaði einnig og Willet þurfti á endanum þrjú pútt til að skila kúlunni ofan í 18. holu vallarins. Fékk hann því skolla og endaði mótið á samtals 15 höggum undir pari. Homa lék mótið á 16 höggum undir pari og stóð því uppi sem sigurvegari. Segja má að Willet hafi fært Homa sigurinn á silfurfati. Hér að neðan má sjá púttin og viðbrögð Willet í kjölfarið. Winning is hard. 3 putts from 4 feet and Danny Willett loses by a stroke. pic.twitter.com/mfljIjUAOt— PGA TOUR (@PGATOUR) September 18, 2022 Golf Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Hinn 34 ára gamli Willet á einn sigur í PGA-móti í golfi á ferilskránni en sá kom árið 2016. Síðan þá hefur hann hrunið niður styrkleikalista PGA-mótaraðarinnar og var nærri dottinn af honum fyrir komandi tímabil. Þökk sé LIV-hlaupunum sem yfirgáfu PGA fyrir mótaröðina sem styrkt er af Sádi-Arabíu þá komst Willet örlítið hærra á listann og var svo í þann mund að tryggja sér sinn annan sigur á PGA-mótaröðinni þegar stressið virðist hafa náð til hans. Willet hafði verið meðal efstu manna frá fyrsta degi á Fortinet meistaramótinu sem fram fór í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hann lék frábærlega framan af og var með níu fingur á titlinum, og verðlaunafénu sem fylgir, þegar hann stillti sér upp til að klára mótið. Kúla hans var vel innan við meter frá 18. holu mótsins og sigurinn í sjónmáli. Hvað gerðist innra með Willet er óvíst en pútt hans fór forgörðum og því þurfti Willet að pútta fyrir bráðabana við Max Homa sem var í öðru sæti á þessum tímapunkti. Það pútt geigaði einnig og Willet þurfti á endanum þrjú pútt til að skila kúlunni ofan í 18. holu vallarins. Fékk hann því skolla og endaði mótið á samtals 15 höggum undir pari. Homa lék mótið á 16 höggum undir pari og stóð því uppi sem sigurvegari. Segja má að Willet hafi fært Homa sigurinn á silfurfati. Hér að neðan má sjá púttin og viðbrögð Willet í kjölfarið. Winning is hard. 3 putts from 4 feet and Danny Willett loses by a stroke. pic.twitter.com/mfljIjUAOt— PGA TOUR (@PGATOUR) September 18, 2022
Golf Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira