Forstjóri Icelandair krafinn skýringa á fundi í dag Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. september 2022 11:07 Kallað verður eftir skýringum á tíðum töfum og aflýsingum á flugferðum Icelandair í innanlandsfluginu undanfarin misseri. Vísir/Tryggvi Páll Sveitarstjórnarfulltrúar á Norðurlandi eystra munu fjölmenna á fund með forstjóra Icelandair á Akureyri síðar í dag, þar sem hann verður krafinn skýringa á tíðum frestunum og aflýsingum á innanlandsflugi flugfélagsins. Töluverðrar óánægju hefur gætt með með innanlandsflug Icelandair síðustu misseri, eins og rækilega hefur verið fjallað um í fjölmiðlum. Á dögunum skrifuðu tveir bæjarfulltrúar á Akureyri grein á vef Akureyri.net, þar sem þeir röktu hvernig íbúar og atvinnurekendur á svæðinu finndu fyrir minnkandi trausti á innanlandsflug Icelandair, sökum tíðra aflýsinga eða frestana, oft með litlum fyrirvara. Spurðu þeir einfaldlega hvort að innnalandsflugið væri rúið trausti? Bæjarfulltrúar á Akureyri kölluðu einnig eftir skýringum á málinu og mun Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, verða við kallinu í dag. Vilja endurnýja traustið Mun hann funda með sveitarstjórnarfulltrúum allra sveitarfélaga á starfssvæði SSNE, Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, sem skipuleggur fundinn. Fundurinn verður haldinn á Akureyri, síðdegis í dag. „Ástandið er kannski búið að vera sérstaklega slæmt undanfarið og fólk getur bara ekki treyst á að geta sótt sér þá þjónustu sem að þarf út fyrir svæðið,“ segir Lára Halldóra Eiríksdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri og formaður stjórnar SSNE, í samtali við Vísir. Lára Halldóra Eiríksdóttir er bæjarfulltrúi á Akureyri og formaður SSNE. Hún segir mikilvægt að það takist að endurnýja traust íbúa svæðisins á innanlandsfluginu, enda margir sem þurfa að nýta þjónustu sem aðeins er í boði á höfuðborgarsvæðinu. „Það er þannig að fólk treystir því ekki eða er að ferðast á öðrum tíma heldur en að myndi henta því til þess að hafa tíma upp á hlaupa ef að þarf til læknis eða annað slíkt. Fólk treystir ekki lengur og það er ekki nógu gott,“ segir Lára Halldóra. Hún vonast til þess að fundurinn hafi jákvæð áhrif á þjónustu Icelandair í innanlandsfluginu. „Óskaniðurstaðan er auðvitað sú að þjónustan á einhvern hátt batni. Auðvitað veit maður það að á fundinum mun Bogi fara yfir skýringar og á öllum málum eru skýringur. En þetta eru fáar flugferðir á dag á milli og ekki hægt að treysta á það. Það er verið að fella þær niður fyrirvaralítið. Niðurstaðan sem við viljum er bara betri þjónusta og öruggari tenging á milli.“ Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group. Hann er á norðurleið í dag.Stöð 2/Egill Þá segir hún að ánægja ríki með að Bogi Nils hafi ákveðið að koma norður til fundar við fulltrúa svæðisins. „Við erum mjög ánægð með það að hann skuli hafa tekið vel í það að koma hingað norður og eiga þetta samtal við okkur. Við teljum að það sé nauðsynlegt, að eiga samtalið. Það er forsenda alls.“ Fréttir af flugi Icelandair Sveitarstjórnarmál Byggðamál Akureyri Dalvíkurbyggð Grýtubakkahreppur Hörgársveit Langanesbyggð Þingeyjarsveit Norðurþing Svalbarðsstrandarhreppur Eyjafjarðarsveit Fjallabyggð Tengdar fréttir Óánægja með Icelandair á Akureyri Bæjarfulltrúar á Akureyri hafa óskað eftir skýringum Icelandair á því hvers vegna flugfélagið hefur að undanförnu fellt niður flugferðir milli Reykjavíkur og Akureyrar með litlum fyrir vara. Forseti bæjarstjórnar segir ástandið vera óboðlegt. 12. september 2022 06:25 Icelandair færst of mikið í fang og þurfi samkeppni Kári Jónasson, leiðsögumaður og fyrrverandi fréttamaður, segir að Icelandair þurfi samkeppni á innanlandsflugsmarkaði þar sem félagið hafi færst of mikið í fang. Samkeppni sé öllum til góðs. 15. júlí 2022 22:26 Bregðast við bilun með Boeing-þotu í innanlandsflugið Icelandair boðar raskanir á innanlandsflugi í dag vegna tæknilegra vandamála sem komu upp í gær en flugi frá Reykjavík til Akureyrar var seinkað ítrekað þar til því var að lokum aflýst. 30. júní 2022 12:12 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Töluverðrar óánægju hefur gætt með með innanlandsflug Icelandair síðustu misseri, eins og rækilega hefur verið fjallað um í fjölmiðlum. Á dögunum skrifuðu tveir bæjarfulltrúar á Akureyri grein á vef Akureyri.net, þar sem þeir röktu hvernig íbúar og atvinnurekendur á svæðinu finndu fyrir minnkandi trausti á innanlandsflug Icelandair, sökum tíðra aflýsinga eða frestana, oft með litlum fyrirvara. Spurðu þeir einfaldlega hvort að innnalandsflugið væri rúið trausti? Bæjarfulltrúar á Akureyri kölluðu einnig eftir skýringum á málinu og mun Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, verða við kallinu í dag. Vilja endurnýja traustið Mun hann funda með sveitarstjórnarfulltrúum allra sveitarfélaga á starfssvæði SSNE, Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, sem skipuleggur fundinn. Fundurinn verður haldinn á Akureyri, síðdegis í dag. „Ástandið er kannski búið að vera sérstaklega slæmt undanfarið og fólk getur bara ekki treyst á að geta sótt sér þá þjónustu sem að þarf út fyrir svæðið,“ segir Lára Halldóra Eiríksdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri og formaður stjórnar SSNE, í samtali við Vísir. Lára Halldóra Eiríksdóttir er bæjarfulltrúi á Akureyri og formaður SSNE. Hún segir mikilvægt að það takist að endurnýja traust íbúa svæðisins á innanlandsfluginu, enda margir sem þurfa að nýta þjónustu sem aðeins er í boði á höfuðborgarsvæðinu. „Það er þannig að fólk treystir því ekki eða er að ferðast á öðrum tíma heldur en að myndi henta því til þess að hafa tíma upp á hlaupa ef að þarf til læknis eða annað slíkt. Fólk treystir ekki lengur og það er ekki nógu gott,“ segir Lára Halldóra. Hún vonast til þess að fundurinn hafi jákvæð áhrif á þjónustu Icelandair í innanlandsfluginu. „Óskaniðurstaðan er auðvitað sú að þjónustan á einhvern hátt batni. Auðvitað veit maður það að á fundinum mun Bogi fara yfir skýringar og á öllum málum eru skýringur. En þetta eru fáar flugferðir á dag á milli og ekki hægt að treysta á það. Það er verið að fella þær niður fyrirvaralítið. Niðurstaðan sem við viljum er bara betri þjónusta og öruggari tenging á milli.“ Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group. Hann er á norðurleið í dag.Stöð 2/Egill Þá segir hún að ánægja ríki með að Bogi Nils hafi ákveðið að koma norður til fundar við fulltrúa svæðisins. „Við erum mjög ánægð með það að hann skuli hafa tekið vel í það að koma hingað norður og eiga þetta samtal við okkur. Við teljum að það sé nauðsynlegt, að eiga samtalið. Það er forsenda alls.“
Fréttir af flugi Icelandair Sveitarstjórnarmál Byggðamál Akureyri Dalvíkurbyggð Grýtubakkahreppur Hörgársveit Langanesbyggð Þingeyjarsveit Norðurþing Svalbarðsstrandarhreppur Eyjafjarðarsveit Fjallabyggð Tengdar fréttir Óánægja með Icelandair á Akureyri Bæjarfulltrúar á Akureyri hafa óskað eftir skýringum Icelandair á því hvers vegna flugfélagið hefur að undanförnu fellt niður flugferðir milli Reykjavíkur og Akureyrar með litlum fyrir vara. Forseti bæjarstjórnar segir ástandið vera óboðlegt. 12. september 2022 06:25 Icelandair færst of mikið í fang og þurfi samkeppni Kári Jónasson, leiðsögumaður og fyrrverandi fréttamaður, segir að Icelandair þurfi samkeppni á innanlandsflugsmarkaði þar sem félagið hafi færst of mikið í fang. Samkeppni sé öllum til góðs. 15. júlí 2022 22:26 Bregðast við bilun með Boeing-þotu í innanlandsflugið Icelandair boðar raskanir á innanlandsflugi í dag vegna tæknilegra vandamála sem komu upp í gær en flugi frá Reykjavík til Akureyrar var seinkað ítrekað þar til því var að lokum aflýst. 30. júní 2022 12:12 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Óánægja með Icelandair á Akureyri Bæjarfulltrúar á Akureyri hafa óskað eftir skýringum Icelandair á því hvers vegna flugfélagið hefur að undanförnu fellt niður flugferðir milli Reykjavíkur og Akureyrar með litlum fyrir vara. Forseti bæjarstjórnar segir ástandið vera óboðlegt. 12. september 2022 06:25
Icelandair færst of mikið í fang og þurfi samkeppni Kári Jónasson, leiðsögumaður og fyrrverandi fréttamaður, segir að Icelandair þurfi samkeppni á innanlandsflugsmarkaði þar sem félagið hafi færst of mikið í fang. Samkeppni sé öllum til góðs. 15. júlí 2022 22:26
Bregðast við bilun með Boeing-þotu í innanlandsflugið Icelandair boðar raskanir á innanlandsflugi í dag vegna tæknilegra vandamála sem komu upp í gær en flugi frá Reykjavík til Akureyrar var seinkað ítrekað þar til því var að lokum aflýst. 30. júní 2022 12:12