Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Kvöldfréttirnar eru á sínum stað klukkan 18:30.
Kvöldfréttirnar eru á sínum stað klukkan 18:30.

Við hefjum fréttatímann á beinni útsendingu frá fréttamanni okkar Kristínu Ólafsdóttur sem er stödd í Lundúnum og fylgdist þar með útför Elísabetar annarrar Bretlandsdrottningar. Hún mun fara yfir daginn og sýna frá spjalli sínu við breska hermenn og íslensku forsetahjónin. 

Svo kíkjum við heim þar sem aðalmeðferð í einu umfangsmesta fíkniefnamáli í Íslandssögunni fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Það er tengt gríðarstóru peningaþvættismáli sem er nú til rannsóknar hjá héraðssaksóknara. 

Þrjár konur sem voru á lista Flokks fólksins fyrir bæjarstjórnarkosningar á Akureyri í vor hafa sakað samflokksmann sinn, Hjörleif Hallgrímsson Herbertsson, um kynferðislega áreiti og óviðeigandi hegðun í sinn garð. Þær segja tvo menn í forystu flokksins á Akureyri hafa reynt að hylma yfir málið. Þær héldu blaðamannafund í dag og tjáðu sig í fyrsta skipti um ásakanirnar við fjölmiðla frá því að þær stigu fram í síðustu viku.

Forstjóri Icelandair segir félagið þurfa að gera betur í innanlandsflugi. Hann var boðaður á fund sveitarstjórnarfulltrúa á Norðurlandi eystra í dag. 

Og við ræðum við Kristján Svan Eymundsson, sigurvegara Bakgarðshlaupsins, sem hljóp yfir 200 kílómetra um helgina. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×