„Þessi fótbolti drepur mig að innan“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. september 2022 15:01 Leikmenn Juventus fengu að heyra það frá þeim stuðningsmönnum liðsins sem höfðu gert sér ferð til Monza. Sportinfoto/DeFodi Images via Getty Images „Þetta var skelfing. Þetta var bara ógeðslegt,“ var skoðun sérfræðings í hlaðvarpinu Punktur og basta, sem sérhæfir sig í ítalska fótboltanum, á spilamennsku Juventus í 1-0 tapi liðsins fyrir Monza í ítölsku A-deildinni um helgina. Juventus hefur ekki átt sjö dagana sæla og farið illa af stað á yfirstandandi leiktíð. Um helgina mætti liðið nýliðum Monza, sem höfðu ekki unnið leik í deildinni, og þurftu að þola tap eftir slaka frammistöðu. „Þessi fótbolti, hann drepur mig að innan. Þetta var svo leiðinlegt, að horfa á þetta og þetta Juventus-lið. Hann [Max Allegri, þjálfari Juventus] hlýtur að vera búinn að missa klefann eða eitthvað – þeir eru ekkert að spila sinn eðlilega leik,“ segir Árni Þórður Randversson í þættinum, en hann er stuðningsmaður Juventus. „Vlahovic var ömurlegur, Di María fær beint rautt spjald fyrir að gefa einhverjum Izzo-gæja olnbogaskot í magann. Að svona reyndur leikmaður láti einhvern neðrideildarspilara pönka sér í eitthvað svona rugl. Svo er Allegri náttúrulega uppi í stúku af því að hann missti stjórn á skapi sínu í þessu jafntefli gegn Salernitana,“ segir Árni jafnframt. Leikmenn Monza fögnuðu sigrinum vel og innilega.Sportinfoto/DeFodi Images via Getty Images Neyðin meiri eftir neyðarfundinn Juventus hefur gengið afar illa að undanförnu og komu inn í leik helgarinnar við Monza eftir tap fyrir Benfica í Meistaradeildinni. Í kjölfar þess var haldinn neyðarfundur sem hafði ekki betri áhrif en það að tap helgarinnar fylgdi. „Þeir komast yfir á móti Benfica en tapa leiknum og fá einhvern urð yfir sig, svo er neyðarfundur og það er einhvern veginn allt í skralli þarna,“ segir þáttastjórnandinn Þorgeir Logason. „Núna rétt fyrir þessa umferð þá var Allegri í stóru viðtali í ítölskum fjölmiðlum, sem að gerist ekkert oft. Hann fór þarna yfir víðan völl og þetta var líklega planað með stjórninni að hann myndi segja sína hlið. Hann talaði um að það vantar Chiesa og Di María búinn að vera meiddur og að hann hafi aldrei getað stillt upp sinni miðju,“ segir Björn Már Ólafsson og bætir við: „Hann kom með allar afsakanirnar í bókinni og maður skilur það. En þá koma eitthvað svar, þá þarf liðið að vinna næsta leik. En svo mæta þeir bara í þennan leik og eru bara ömurlegir frá upphafi til enda,“. „Allegri vaffanculo“ Umræðan fór þá einnig inn á leikmannahóp liðsins og bekkinn hjá Juventus í leiknum. Þar var gengið svo langt að segja að hann væri verri en þegar liðið var í B-deild Ítalíu veturinn 2006-07 eftir að það var dæmt niður um deild vegna hins svokallaða Calciopoli-skandals. „Ég held að þetta sé versti bekkur sem Juventus hefur verið með í 70 ár. Þetta er bara verra en þegar þeir voru í Seriu B,“ segir Þorgeir. „Þetta er miklu verra en þá,“ segir Árni. „Þetta er sorglegt og það lýsti sér mjög vel að það heyrðist mjög vel í útsendingunni þegar stuðningsmaður Juventus öskraði inn á völlinn, eins og hann hafi verið með mækinn við hliðina á sér, ‚Allegri vaffanculo‘. Það lýsti svo vel ástandinu, af því að liðið er að spila svo leiðinlegan fótbolta,“ segir Árni enn fremur. Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum að ofan. Umræðan um Juventus hefst eftir rúmlega 30 mínútur og þá má heyra í dónalega Juventus-stuðningsmanninum á 39:19. Ítalski boltinn er á Stöð 2 Sport og hefur göngu sína á ný eftir landsleikjahlé. Ítalski boltinn Punktur og basta Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Sjá meira
Juventus hefur ekki átt sjö dagana sæla og farið illa af stað á yfirstandandi leiktíð. Um helgina mætti liðið nýliðum Monza, sem höfðu ekki unnið leik í deildinni, og þurftu að þola tap eftir slaka frammistöðu. „Þessi fótbolti, hann drepur mig að innan. Þetta var svo leiðinlegt, að horfa á þetta og þetta Juventus-lið. Hann [Max Allegri, þjálfari Juventus] hlýtur að vera búinn að missa klefann eða eitthvað – þeir eru ekkert að spila sinn eðlilega leik,“ segir Árni Þórður Randversson í þættinum, en hann er stuðningsmaður Juventus. „Vlahovic var ömurlegur, Di María fær beint rautt spjald fyrir að gefa einhverjum Izzo-gæja olnbogaskot í magann. Að svona reyndur leikmaður láti einhvern neðrideildarspilara pönka sér í eitthvað svona rugl. Svo er Allegri náttúrulega uppi í stúku af því að hann missti stjórn á skapi sínu í þessu jafntefli gegn Salernitana,“ segir Árni jafnframt. Leikmenn Monza fögnuðu sigrinum vel og innilega.Sportinfoto/DeFodi Images via Getty Images Neyðin meiri eftir neyðarfundinn Juventus hefur gengið afar illa að undanförnu og komu inn í leik helgarinnar við Monza eftir tap fyrir Benfica í Meistaradeildinni. Í kjölfar þess var haldinn neyðarfundur sem hafði ekki betri áhrif en það að tap helgarinnar fylgdi. „Þeir komast yfir á móti Benfica en tapa leiknum og fá einhvern urð yfir sig, svo er neyðarfundur og það er einhvern veginn allt í skralli þarna,“ segir þáttastjórnandinn Þorgeir Logason. „Núna rétt fyrir þessa umferð þá var Allegri í stóru viðtali í ítölskum fjölmiðlum, sem að gerist ekkert oft. Hann fór þarna yfir víðan völl og þetta var líklega planað með stjórninni að hann myndi segja sína hlið. Hann talaði um að það vantar Chiesa og Di María búinn að vera meiddur og að hann hafi aldrei getað stillt upp sinni miðju,“ segir Björn Már Ólafsson og bætir við: „Hann kom með allar afsakanirnar í bókinni og maður skilur það. En þá koma eitthvað svar, þá þarf liðið að vinna næsta leik. En svo mæta þeir bara í þennan leik og eru bara ömurlegir frá upphafi til enda,“. „Allegri vaffanculo“ Umræðan fór þá einnig inn á leikmannahóp liðsins og bekkinn hjá Juventus í leiknum. Þar var gengið svo langt að segja að hann væri verri en þegar liðið var í B-deild Ítalíu veturinn 2006-07 eftir að það var dæmt niður um deild vegna hins svokallaða Calciopoli-skandals. „Ég held að þetta sé versti bekkur sem Juventus hefur verið með í 70 ár. Þetta er bara verra en þegar þeir voru í Seriu B,“ segir Þorgeir. „Þetta er miklu verra en þá,“ segir Árni. „Þetta er sorglegt og það lýsti sér mjög vel að það heyrðist mjög vel í útsendingunni þegar stuðningsmaður Juventus öskraði inn á völlinn, eins og hann hafi verið með mækinn við hliðina á sér, ‚Allegri vaffanculo‘. Það lýsti svo vel ástandinu, af því að liðið er að spila svo leiðinlegan fótbolta,“ segir Árni enn fremur. Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum að ofan. Umræðan um Juventus hefst eftir rúmlega 30 mínútur og þá má heyra í dónalega Juventus-stuðningsmanninum á 39:19. Ítalski boltinn er á Stöð 2 Sport og hefur göngu sína á ný eftir landsleikjahlé.
Ítalski boltinn Punktur og basta Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti