Beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku synjað Kjartan Kjartansson og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 20. september 2022 14:29 Erla Bolladóttir. Vísir/Vilhelm Endurupptökudómstóll hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku á Hæstaréttardómi frá árinu 1980 þar sem Erla var dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir rangar sakargiftir í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Dómstóllinn féllst ekki á það að Erla hafi verið beitt þrýstingi, líkt og hún hélt fram. Úrskurður Endurupptökudóms féll í síðustu viku en dómstóllinn féllst ekki á það að fram hafi komið ný gögn eða upplýsingar sem hefðu skipt verulegu máli fyrir niðurstöðu málsins eða að lögregla, ríkið, dómari eða aðrir hafi haft frammi refsiverða háttsemi við niðurstöðuna, svo sem að vitni hafi vísvitandi farið með rangt mál fyrir dómi. Þá hafi ekki verið verulegar líkur að sönnunargögn hafi verið rangt metin sem gætu haft áhrif, né að verulegir gallar hafi verið á meðferð málsins. Í ljósi þessa var skilyrðum til endurupptöku ekki fullnægt og beiðni Erlu hafnað. Til viðbótar þarf Erla að greiða skipuðum verjanda sínum ríflega þrjár milljónir króna í þóknun. Skilyrði til endurupptöku samkvæmt 228. grein laga um meðferð sakamála. Ákærð fyrir að bendla Klúbbmennina við morðið Forsaga málsins er sú að árið 2017 ákvað endurupptökunefnd að mál allra sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum skyldu fara aftur fyrir dómstóla. Mál Erlu var þó ekki þar á meðal og í kjölfarið stefndi hún íslenska ríkinu. Í upphafi árs 2022 ógilti Héraðsdómur Reykjavíkur fyrri úrskurð endurupptökunefndar með þeim rökum að við sakfellingu hafi ekki legið fyrir næg gögn sem væru hafin yfir allan vafa. Íslensk stjórnvöld tilkynntu þá að þau myndu ekki áfrýja úrskurðinum. Hún fór aftur fram á endurupptöku í mars en ríkissaksóknari lagðist þá gegn umsögninni, þar sem ekki hafi verið sýnt fram á að skilyrði fyrir endurupptöku væru fyrir hendi. Fréttastofa ræddi við Erlu þegar Héraðsdómur Reykjavíkur komst að niðurstöðunni í janúar en viðtalið má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Líkt og áður segir var hún sakfelld fyrir rangar sakagiftir ásamt Kristjáni Viðari og Sævari Marínó árið 1980 með því að bera árið 1976 á hina svokölluðu Klúbbmenn, Magnús Leópoldsson, Einar Gunnar Bollason, Valdimar Olsen og Sigurbjörn Eiríksson, að þeir hafi átt hlut í dauða Geirfinns. Hún hlaut þriggja ára fangelsisdóm fyrir vikið, að frádreginni gæsluvarðhaldsvist, en hún var sýknuð af ákæru fyrir hlutdeild í manndrápi. Árið 2018 voru hinir fimm sakborningarnir sem ákærðir voru fyrir að hafa orðið Guðmundi og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974, þeir Guðjón Skarphéðinsson, Kristján Viðar Júlíusson, Tryggvi Rúnar Leifsson, Sævar Marinó Cieselski og Albert Klahn Skaftason, sýknaðir. Hægt er að lesa úrskurð Endurupptökudóms í heild sinni hér. Fréttin hefur verið uppfærð. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Tengdar fréttir Ríkið leggst gegn endurupptöku á máli Erlu Bolladóttur Settur ríkissaksóknari leggst gegn endurupptöku á máli Erlu Bolladóttur. Lögmaður Erlu furðar sig á umsögninni í ljósi fyrri yfirlýsinga stjórnvalda. Erla segir umsögnina áfall og lýsandi fyrir það virðingarleysi sem henni hafi verið sýnt. 26. júní 2022 18:40 Erla hefur farið fram á endurupptöku Erla Bolladóttir, einn sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, hefur farið fram á endurupptöku máls síns. Verði fallist á endurupptökubeiðnina verður mál hennar flutt að nýju í Hæstarétti. Þetta staðfestir Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Erlu í samtali við fréttastofu. 2. apríl 2022 13:32 Stjórnvöld ætla ekki að áfrýja Íslensk stjórnvöld ætla ekki að áfrýja ógildingu Héraðsdóms Reykjavíkur á úrskurði endurupptökunefndar í máli Erlu Bolladóttur. Það þýðir að hún geti farið með sitt mál fyrir nýjan endurupptökudómstól og þaðan í Hæstarétt. 6. janúar 2022 14:02 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Sjá meira
Úrskurður Endurupptökudóms féll í síðustu viku en dómstóllinn féllst ekki á það að fram hafi komið ný gögn eða upplýsingar sem hefðu skipt verulegu máli fyrir niðurstöðu málsins eða að lögregla, ríkið, dómari eða aðrir hafi haft frammi refsiverða háttsemi við niðurstöðuna, svo sem að vitni hafi vísvitandi farið með rangt mál fyrir dómi. Þá hafi ekki verið verulegar líkur að sönnunargögn hafi verið rangt metin sem gætu haft áhrif, né að verulegir gallar hafi verið á meðferð málsins. Í ljósi þessa var skilyrðum til endurupptöku ekki fullnægt og beiðni Erlu hafnað. Til viðbótar þarf Erla að greiða skipuðum verjanda sínum ríflega þrjár milljónir króna í þóknun. Skilyrði til endurupptöku samkvæmt 228. grein laga um meðferð sakamála. Ákærð fyrir að bendla Klúbbmennina við morðið Forsaga málsins er sú að árið 2017 ákvað endurupptökunefnd að mál allra sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum skyldu fara aftur fyrir dómstóla. Mál Erlu var þó ekki þar á meðal og í kjölfarið stefndi hún íslenska ríkinu. Í upphafi árs 2022 ógilti Héraðsdómur Reykjavíkur fyrri úrskurð endurupptökunefndar með þeim rökum að við sakfellingu hafi ekki legið fyrir næg gögn sem væru hafin yfir allan vafa. Íslensk stjórnvöld tilkynntu þá að þau myndu ekki áfrýja úrskurðinum. Hún fór aftur fram á endurupptöku í mars en ríkissaksóknari lagðist þá gegn umsögninni, þar sem ekki hafi verið sýnt fram á að skilyrði fyrir endurupptöku væru fyrir hendi. Fréttastofa ræddi við Erlu þegar Héraðsdómur Reykjavíkur komst að niðurstöðunni í janúar en viðtalið má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Líkt og áður segir var hún sakfelld fyrir rangar sakagiftir ásamt Kristjáni Viðari og Sævari Marínó árið 1980 með því að bera árið 1976 á hina svokölluðu Klúbbmenn, Magnús Leópoldsson, Einar Gunnar Bollason, Valdimar Olsen og Sigurbjörn Eiríksson, að þeir hafi átt hlut í dauða Geirfinns. Hún hlaut þriggja ára fangelsisdóm fyrir vikið, að frádreginni gæsluvarðhaldsvist, en hún var sýknuð af ákæru fyrir hlutdeild í manndrápi. Árið 2018 voru hinir fimm sakborningarnir sem ákærðir voru fyrir að hafa orðið Guðmundi og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974, þeir Guðjón Skarphéðinsson, Kristján Viðar Júlíusson, Tryggvi Rúnar Leifsson, Sævar Marinó Cieselski og Albert Klahn Skaftason, sýknaðir. Hægt er að lesa úrskurð Endurupptökudóms í heild sinni hér. Fréttin hefur verið uppfærð.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Tengdar fréttir Ríkið leggst gegn endurupptöku á máli Erlu Bolladóttur Settur ríkissaksóknari leggst gegn endurupptöku á máli Erlu Bolladóttur. Lögmaður Erlu furðar sig á umsögninni í ljósi fyrri yfirlýsinga stjórnvalda. Erla segir umsögnina áfall og lýsandi fyrir það virðingarleysi sem henni hafi verið sýnt. 26. júní 2022 18:40 Erla hefur farið fram á endurupptöku Erla Bolladóttir, einn sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, hefur farið fram á endurupptöku máls síns. Verði fallist á endurupptökubeiðnina verður mál hennar flutt að nýju í Hæstarétti. Þetta staðfestir Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Erlu í samtali við fréttastofu. 2. apríl 2022 13:32 Stjórnvöld ætla ekki að áfrýja Íslensk stjórnvöld ætla ekki að áfrýja ógildingu Héraðsdóms Reykjavíkur á úrskurði endurupptökunefndar í máli Erlu Bolladóttur. Það þýðir að hún geti farið með sitt mál fyrir nýjan endurupptökudómstól og þaðan í Hæstarétt. 6. janúar 2022 14:02 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Sjá meira
Ríkið leggst gegn endurupptöku á máli Erlu Bolladóttur Settur ríkissaksóknari leggst gegn endurupptöku á máli Erlu Bolladóttur. Lögmaður Erlu furðar sig á umsögninni í ljósi fyrri yfirlýsinga stjórnvalda. Erla segir umsögnina áfall og lýsandi fyrir það virðingarleysi sem henni hafi verið sýnt. 26. júní 2022 18:40
Erla hefur farið fram á endurupptöku Erla Bolladóttir, einn sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, hefur farið fram á endurupptöku máls síns. Verði fallist á endurupptökubeiðnina verður mál hennar flutt að nýju í Hæstarétti. Þetta staðfestir Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Erlu í samtali við fréttastofu. 2. apríl 2022 13:32
Stjórnvöld ætla ekki að áfrýja Íslensk stjórnvöld ætla ekki að áfrýja ógildingu Héraðsdóms Reykjavíkur á úrskurði endurupptökunefndar í máli Erlu Bolladóttur. Það þýðir að hún geti farið með sitt mál fyrir nýjan endurupptökudómstól og þaðan í Hæstarétt. 6. janúar 2022 14:02