Lífið

Kokkurinn úr Matador látinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Elin Reimer í hlutverki sínu sem Laura í Matador.
Elin Reimer í hlutverki sínu sem Laura í Matador. DR

Danska leikkonan Elin Reimer er látin 94 ára að aldri. Hún var þekktust fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttaröðinni Matador sem naut mikilla vinsælda á Íslandi.

Reimer lék hlutverk matreiðslukonunnar Lauru í Matador. Matador var sannkallaður fjölskyldusjónvarpsþáttur skrifaður af Lise Nørgaard og í leikstjórn Eriks Balling. 

Þá naut hún líka mikilla vinsælda fyrir frammistöðu sína sem hin skapheita frú Olsen í sjónvarpsþáttunum Krummarnir.

Jonas Reimer, barnabarn leikkonunnar, segir í tilkynningu til Danska ríkisútvarpsins að leikkonan hafi sofnað værum svefni á heimili sínu í Virum. Hann lýsir ömmu sinni sem nútímalegri miðað við aldur. Hún hafi verið eins konar frumkvöðull þegar kom að lífrænum vörum og haldið í góðan húmor allt til enda.

Upphafslagið úr Matador þekkja margir.

Að neðan má sjá atriði með Reiner í Krummunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×